Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Sjaldan er ein báran stök. Bolaalda og vökvun.

Eins og flesti vita þá er rekstur á íþróttafélagi eins og VÍK töluvert kostnaðarsamur. Ýmislegt gefur okkur tekjur svo sem Klausturskeppnin, styrkir frá Reykjavíkurborg sem og félagsgjöld + brautargjöld, sem duga þó ekki til þegar svona kemur upp. Undanfarin þrjú ár hafa verið okkur frekar þung í rekstri þar sem vatnskerfið í Bolaöldu var komið til ára sinna og hafa dælur þar verið að gefa sig. Hellst hefðum við viljað endurnýja allt og gera flott en það hefur ekki verið fjárhagslega hægt.  Eftir vorið fórum við út í töluverðar endurbætur á stóru brautinni í Bolaöldum. Í framhaldi af því vorum við að græja vökvunarkerfið. Ekki var heppnin með okkur þar 🙁  Dælan sem sér um þann hluta kerfisins bræddi úr sér eftir dygga 8 ára vinnu. Ný dæla kostar hátt í eina milljón. Við tókum frekar þann kost að gera upp gömlu dæluna með kostnaði upp á 1/2 milljón. Reyndar tekur það okkur um tvær vikur að fá varahluti. Þar af leiðandi getum við ekki haft brautina opna nema þegar sjálfvirka vökvunarkerfið ( rigningin ) sér um sitt hlutverk.

Brautin er opin í dag frá kl 17:00 – 22:00 Ný vökvuð með sjálfvirka kerfinu.

MUNIÐ EFTIR MIÐUNUM OG EÐA ÁRSKORTUNUM. Við þurfum jú einhvern veginn að borga viðgerð á dælunni.

STJÓRNIN.

ÚRBRÆDDA DÆLAN.
ÚRBRÆDDA DÆLAN.

ALLT Í STEIK.
ALLT Í STEIK.

Bolaöldubrautir og Barnastarf.

Þar sem við fengum náttúrulega vökvunarkerfið í lið með okkur þá er stóra MX brautin opin á morgun Mánudag 29.06.15. Að sjálfsögðu verða allir með miða og allt á hreinu þar, EKKI SATT?

Einnig verður barnakeppni í litlu brautinni annað kvöld frá kl 18:00 – 20:00. Það er svakalega gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir og þeim dettur heldur aldrei í hug að kvarta undan veðri, annað en við fullorðna fólkið!!!! Endilega gerið ykkur ferð upp í Bolaöldu til að sjá framtíðina okkar í keppni.

Flottir krakkar á útiæfingu í Bolaöldu
Flottir krakkar á útiæfingu í Bolaöldu

Frábær keppni í Íslandsmótinu í motocrossi í Mosó í dag

Sigurvegari dagsins í MxOpen og Mx2 varð Sölvi Borgar Sveinsson eftir hörku baráttu við Bjarka Sigurðsson og Guðbjart Magnússon. Unglingaflokk sigraði Sebastían Georg Arnfjörð, Kvennaflokk sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir, 85 flokk sigraði Elmar Darri Vilhelmsson, Ragnar Ingi Stefánsson sigraði 40+ og Haukur Snær Jakobsson sigraði B-flokkinn.

Brautin var í toppstandi og aðstaðan öll til fyrirmyndar hjá Motomos eins og við var að búast. Öll úrslit eru komin inn á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1160560

Staða í Íslandsmóti verður sett inn á morgun sunnudag.

BOLAÖLDUBRAUT. STÓRA MX BRAUT LOKUÐ

Þar sem vökvunarkerfið hjá okkur er bilað þá er stóra MX brautin lokuð og verður það alla helgina. Vonumst til að geta opnað hana fljótlega eftir helgi.  Nú er veðrið semsagt of gott ;(

Barna-brautin og slóðarnir eru hinsvegar opnir og í fínu standi. Munið eftir miðum eða árskortum.

Brautarstjórn.

IMG_1628

Bolaalda Opnunartími

Í dag Föstudag 19.06.15  16:00 – 22:00

Laugardag 20.06.15         10:00 – 18:00

Sunnudag  21.06.15          10:00 – 18:00

Munið eftir miðunum eða árskortum. Tafarlaus brottvísun af svæðinu ef það er ekki virt. Miða þarf einnig í slóðana.

Bolaalda 19.6.15 1

Slóðakerfið Bolaöldusvæði

Sagt hefur það verið um suma að tími sé afstæður. Formaðurinn okkar er einn af þeim og hjá honum er tími ekki vandamál, bara spurning um að framkvæma.

Í tilefni af þjóðhátíðardeginum þá tók áðurnefndur formaður sig til og djöflaðist á traktornum um slóðkerfið í leit af áskorunum og lagfæringum. Og þar sem tími hjá honum er afstæður þá lagfærði hann MX brautina í leiðinni.

Minnum á að það þarf miða eða árskort í slóðakerfið líka. Hægt að kaupa árskort HÉR!!

Jósepsdalur
Jósepsdalur

 

Nú ættu allir að vita hvar þeir eru.
Nú ættu allir að vita hvar þeir eru.