Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Starfsmann vantar.

Sumarið er að koma og okkur vantar starfsmann til að sjá um Bolaöldusvæðið. Við leitum  að starfsmanni sem hefur eftirfarandi kosti:

Kann á traktor, úrræðagóður, áhugasamur um mótorhjól, hefur bílpróf og á gott með að umgangast fólk.

Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga hjá þér, hafðu þá endilega samband með því að senda skilaboð á vik@motocross.is

Stjórn VÍK.

Klaustur 2015

Það er ekki hlaupið að því að græja svo stóra keppni sem Klausturskeppnin er. Margar sjálfboðahendur þurfa að koma þar að svo dæmið gangi upp. Á Klaustri er hópur vaskra sjálfboðalið sem fer hreint hamförum um svæðið þessa dagana í að breyta og bæta brautina undir stjórn Kjartans Kjartanssonar. Í fyrra var byrjað á því að snapa saman brotnum og gömlum vegstikum sem Vegagerðin hefur ánafnað okkur. Þar sem almenn bjarsýni er innan hópsins, sem kemur að keppninni, töldum við í upphafi að „slatti“ af stikum væri næginlegt til að merkja upp brautina. En bjartsýni dugar víst ekki ein og sér til að merkja alla þessa kílómetra. Sem betur fer eigum við góða að og vonumst við til að það efni sem næst að snapa saman á þessu ári fari langt með merkingar á brautinni. Amk þá er stefnt á að allir nýjir kaflar verði merktir með plasstikunum. Nýjasti skammturinn sem við fengum er nú hjá yfirsmiðnum okkar honum Pálmari P sem mun rista þær í tvennt til að auka magnið.

Dágóður skammtur sem dugar þó bara í smá part af brautinni. Það þarf nokkur þúsund stykki til að allt gangi upp.
Dágóður skammtur sem dugar þó bara í smá part af brautinni. Það þarf nokkur þúsund stykki til að allt gangi upp.
Á þessari mynd sést hversu vel brautarmerkingarnar sjást með þessum stikum. Kjartan og félagar eru að vinna kraftaverk.
Á þessari mynd sést hversu vel brautarmerkingarnar sjást með þessum stikum. Kjartan og félagar eru að vinna kraftaverk.

 

Kæru félagar og hjólavinir ATHUGIÐ VEL!!!!!!!!!!!!!!!

Nú er komið að þeim árstíma að jarðvegurinn er MJÖG viðkvæmur og þar af leiðandi verðum við að virða aðstæður og EKKI hjóla þar sem er bleyta eða möguleiki á jarðvegsskemmdum eftir okkur.

Við sem stöndum að sportinu erum að kynna okkar sport sem náttúru – unnandi – fyrirmyndar – sport.  Aðstoðið okkur í að viðhalda því orðspori.

Þannig að nú hlífum við jarðveginum þangað til frostið og rakinn kemst í viðráðanlegt ferli.

Svona för viljum við ekki skilja eftir okkur í nátturunni.
Svona för viljum við ekki skilja eftir okkur í nátturunni. Hugsum áður en við keyrum.

Sandurinn er eina svæðið sem er tilbúið til hjólamennsku þessa dagana.

TAKK FYRIR.

ERTU EKKI ÖRUGGLEGA BÚINN AÐ GANGA FRÁ FÉLAGSGJÖLDUNUM?

Minnum á að klára félagsgjöldin fyrir skráningu í Klausturskeppnina. Við bjóðum uppá frábæra kosti í félagsgjöldum og árskortum: Gott að ganga frá þessu núna 🙂

ÁRSKORT OG FÉLAGSGJALD 15000.  FÉLAGAKERFIÐ HÉR

Félagsgjald 2015             5000 kr.

Fjölskyldugjald                 9000 kr. (allir á sama heimilisfangi)

ENDURO – KLAUSTUR 2015. SKRÁNING

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk.

miðvikudagskvöld kl. 20 á vef MSÍ – Það er á morgun 08.04.2015

Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á miðvikudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu?

Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar, aðrir flokkar og aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 30. maí. Keppnisgjald er, 14.000 kr. á mann. Flokkar eru þeir sömu og 2014.

Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um

leið til að létta á “skráningardeildinni” síðar.

Eftirfarandi flokkar eru í boði. Vinsamlegast vandið valið!!

Tvímenningur

Járnkarlinn

Járnkerlan

Paraflokkur

Afhvæmaflokkur

Kvennaflokkur

Þrímenningur

90+ flokkur

100 + Flokkur

110 + Flokkur

135 + Flokkur

150 + flokkur

Þetta þarftu að hafa á hreinu:

VERA SKRÁÐUR OG GREIDDUR Í MX EÐA ENDUROKLÚBB INNAN MSÍ. 

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014

2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til

keppni.

3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.

4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú

ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.

5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Stjórn VÍK

VÉLHJÓLAÍÞRÓTTAKLÚBBURINN VÍK 2015

Vissir þú að VÍK rekur mjög öflugt barnastarf? Vissir þú að án framtíðar verður lítið úr sportinu okkar. Þess vegna leggjum við hjá VÍK mikið upp úr framtíðar íþróttafólkinu okkar. Við erum með kennara sem eru með þjálfara réttindi frá ÍSÍ. Þannig fá framtíðar íþrótta fólkið okkar rétta kennslu alveg frá byrjun.

Ert þú ekki örugglega í hópnum okkar? Rukkun fyrir félagsgjöldunum er að detta inn í heimabankann hjá öllum sem áður hafa verð skráðir í klúbbinn. Félagsgjöldin gera okkur kleift að halda úti öflugu starfi fyrir FÉLGASMENN og einnig að gera okkar barnastarf sem best úr garði.

Einnig er hægt að skrá og greiða í gegnum þennan tengil HÉR

Flottir krakkar á útiæfingu í Bolaöldu
Flottir krakkar á útiæfingu í Bolaöldu
Flottir krakkar á inniæfingu í Reiðhöllinni Víðidal
Flottir krakkar á inniæfingu í Reiðhöllinni Víðidal

Það er frábært að sjá þessi yngstu og gaman að  sjá áhugann hjá forledrunum.
Það er frábært að sjá þessi yngstu og gaman að sjá áhugann hjá forledrunum.