Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn ætlum við að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:00! Að keppni lokinni ætlum við svo að grilla og fá allir medalíur.

Sunnudaginn eftir það, þ.e. 22. febrúar, verður ekki æfing í Reiðhöllinni, en í staðinn ætlum við að hittast í Söngskóla Maríu Bjarkar, á efri hæð Fákafens 11 og horfa á Supercross the movie og fá okkur pizzu. Síðast þegar við héldum svona kvöld var mikil stemning og vel mætt. Vonumst við til þess að sjá jafn marga, og helst fleiri til að þjappa hópinn enn frekar.

Við erum ekkert búnir að heyra meira um það hvort við fáum Reiðhöllina aftur, en við verðum vonandi komnir með frekari upplýsingar á sunnudaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn og gerum okkur glaðan dag 🙂

Kveðja,

Helgi Már, Gulli, Pétur og Össi

Hvernig á að yfirfara og smyrja „linkinn“

Þar sem það hefur ekki verið séstaklega mikið hjólaveður undanfarið þá gerum við ráð fyrir því að allir séu að strjúka tuggunum sínum og yfirfara. Að yfirfara linkinn er eitthvað sem þarf að gera MJÖG reglulega. Fyrir hjól sem er notað reglulega má gera ráð fyrir að það þurfi að hreinsa og smyrja linkinn amk fjórum sinnum á ári. Að minnsta kosti er þörf á hreinusn og smurningu tvisvar á ári og þá skiptir notkun engu máli.yz250work024

Tengill á myndband  HÉR

Ef reglulegu viðhaldi er ekki sinnt á linnknum þá má gera ráð fyrir þessu hér:

Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.
Er ástandið á linknum hjá ykkur nokkuð svona? Þetta er lýsandi dæmu um vöntun á viðhaldi.

 

 

 

Eru Drullumallararnir bara nothæfir fyrir dekk?

AN25499

Ekki  samkvæmt meðfylgjandi mynd.

Heyrst hefur að nokkrir grjótharðir hafi farið út í að smíða svona sleðabúnað á hjólin sín og dæmið virki ótrúlega vel. Svo er líka hægt að labba sér út í búð og kaupa þetta tilbúið.

Tengill á beltabúnað HÉR

 

VEI JIBBÍ JEI. Síðan er farin að virka aftur.

Þar sem vefurinn hefur legið niðri hjá okkur sl mánuð eða svo vegna „hökkunar“ þá er okkur það mikill léttir að hún virki aftur.

Nú er bara að girða sig í brók og hefja skriftir aftur.

Smá yfirlit um hvað stjórn VÍK er að huga að þessa dagana:

Ískeppni.

Endurokeppni og svæði undir það.

Klaustursundirbúningur.

Bolaöldusvæðið, lagfæringar á brautum næsta sumar. Nú erum við komin með tvo ofvirka brautarstjóra sem hafa skoðanir á hvernig brautin á að vera. Verður spennandi að sjá útkomuna þar.

Barnastarfið er í fullum gangi en þó er ekki alveg öruggt hversu lengi við höfum aðgang að Reiðhöllinni í Víðidal.

Eins og alltaf þá er stjórn VÍK að huga að því hvernig við náum inn tekjum fyrir félagið. Félagsstarfið verður víst aldrei rekið án þess að fá inn tekjur og tekjur fáum við ekki inn án félaga. Þó stjórn VÍK sé skipuð fólki sem er til í að gefa félagstarfinu mikinn tíma þá verður ekkert gert án $$$$. Hvetjum alla til að borga félagsgjöldin þegar þar að kemur.

Stjórn VÍK.

Hjálp! Vinnukvöld fyrir keppnina í Bolaöldu um næstu helgi

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14Síðasta umferðin í motocrossinu verður haldin í Bolaöldu á laugardaginn. Veðurspáin lofar mjög góðu veðri og við munum gera okkur besta til að hafa brautina og svæðið í toppstandi fyrir keppnina. Skráningarfresturinn rennur út í kvöld kl. 21 og ekki eftir neinu að bíða að skrá sig og taka þátt í gleðinni.

Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld en á fimmtudagskvöldið (og föstudag) verður brautin tekin í gegn. Það er heilmargt sem þarf að græja fyrir svona keppni, bæði í brautinni og á svæðinu sjálfu. Við ætlum því að vera með vinnukvöld á fimmtudagskvöldið og óskum eftir aðstoð félagsmanna, fyrrverandi keppnismanna og annarra sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Við viljum gera svo margt en erum allt of fáir ef einungis stjórnarmenn mæta.

Mæting verður kl. 17 í Bolaöldu og verkefnalisti verður á staðnum og unnið e-h frameftir kvöldi. Það væri sérstaklega gaman að sjá einhverja koma og taka til hendinni í enduroslóðum s.s. týna grjót úr slóðum, safna saman stikum og plasti og laga slóðana fyrir haustið. Sjáumst á fimmtudaginn – vonandi 🙂

Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!

photo (1)Það reyndist góð ákvörðun að fresta keppninni á Akranesi í sumar. Aðstæðurnar í gær hefðu tæplega getað verið betri. Svæðið hjá VÍFA hefur aldrei litið betur út og brautin var nánast fullkomin að sjá þegar keppendur mættu á svæðið, hvergi bleytu að sjá og fullkomið rakastig á moldinni. Keppendur hefðu klárlega mátt vera fleiri en þeir sem mættu fengu toppkeppni.

Keppni var mismikil í flokkunum og úrslit nokkurn veginn eftir bókinni nema ef vera skyldi í MX Open. Slagur dagsins var í síðasta motoinu þar á milli Sölva og Eyþórs. Sölvi tók forystuna strax í upphafi og hélt smá bili fyrst á Guðbjart, sem hafði sigrað fyrsta motoið, og svo Eyþór sem ætlaði sér ekkert annað en sigur eftir að hafa lent í þriðja sæti í fyrra motoinu. Sölvi hafði uþb. 1-2 sekúndna forskot alla keppnina og var með Eyþór dýrvitlausan á hælunum nær allan tímann. Baráttan í síðustu tveimur hringjunum var engu lík.

Lesa áfram Frábær moldarkeppni á Akranesi í gær!