Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Dúbl í Horn varð bara „standard“ Horn í Horn

HIH_Lurkur
Fjöbreytileiki rekaviðsins á Langanesi er gríðarlegur. Þessi drumbur lá t.d. við innganginn á vitanum í gær!

Framhaldsaga af Einar Ofur.

Hér er frásögn frá Einari eftir ferðina:

Djö..!
Þetta leit svo helvíti vel út – þ.e.a.s. í Excel…!
Þó ég hafi notað Excel Professional Plus 2010, þá vantar í það m.a. „addon“ fyrir, dimma/kalda/blauta þoku og fl. smálegt úr raunheimum.
Stutta útgafan af þessu er semsé sú að kapallinn stefndi strax í að ganga ekki upp, þarna í þokuni þessar þrjár fyrstu klukkustundir..!
Ég reyndi að vinna tapaðan tíma upp frá Nýjadal og að Öskju, en sú tilraun rann út í sandinn þegar það sprakk að framan rétt áður en ég koma að Dreka.
Þá breyttist þetta nú eiginlega í að verða bara „standard“ Horn í Horn  túr þar sem í upphafi stóð til að ná þessu innan 24 klst.   🙂
Ekkert annað sem lá þá fyrir, en að klára það bara og bæta kannski tímann frá þvi 2008.
Það tókst reyndar ágætlega þrátt fyrir aukavesenið allt – Semsé nýr Horn í Horn tími – 14 klst.
Svo eftir að ég kom frá Fonti, þá breyttist þetta bara í lúxus ferð – Sund á Þórshöfn og pulsa með öllu.
Og svo átti ég stefnumót við kærustuna mína, hana Dóu, sem tók ekki annað í mál en að koma með kerru á móti peyjanum og skutla mér og hjólinu heim.
Við hittumst svo rétt sunnan við Akureyri – hjólið á kerru, karlinn í þurra sokka – hiti í sætinu – easy jazz í útvarpinu og súkkulaði á kanntinum.
Verður ekki betra … Yndislegt!
Kveðja góð
EiS

Lesa áfram Dúbl í Horn varð bara „standard“ Horn í Horn

MX Bolaöldubrautir eru LOKAÐAR Í DAG.

ALLAR MX BRAUTIR Í BOLAÖLDU ERU LOKAÐAR Í DAG.

Stóra MX brautin er ekki tilbúin eftir mikla vinnu með jarðýtu í henni sl daga. 85 og barnabrautin verða teknar í hressilega hreinsun núna seinnipartinn. Pétur Smára mun verða herforinginn á svæðinu og ætlar að gera rosa skemmtilegar breytingar í 85CC brautinni.

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14

Dúbl í Horn 2014 – Ekkert á Íslandi er nema dagleið..!?!

Vefurinn fékk fréttir af því að Einar „TF FLUG“ væri að fara á rúntinn. Eins og oft með Einar Sverrisson þá er ekkert dass af neinu hjá honum. Linkurinn hér að neðan ætti að sýna stöðu mála á ferð Einars yfir landið á morgun, á ca. 10 mín. fresti…geta samt komið gloppur.

Hann lagði af stað á miðnætti  og ef Excel lýgur ekki þá ætti kappinn að vera kominn á Font um hádegi og svo aftur til baka að Reykjanesvita um kl. 21:00 í kvöld.
Hehe..  Þetta er álíka tilgangslaust og að leggja kapal – Bara miklu skemmtilegra….!! ( Haft eftir Einari )
Horn-i-Horn-i-Horn

BOLAÖLDUBRAUT er lokuð.

Bolaöldubraut er LOKUÐ vegna framkvæmda í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Krakkaæfingar út september í Bolaöldu

10410551_10203027935313895_8463676123069397020_n10609690_10203027962354571_1775617687276273683_n 10609535_10203027961474549_4074267720598433714_n 10461966_10203027962594577_801772670400690343_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú í kvöld mættu um 12 krakkar á fyrri æfingu kvöldsins sem var frá kl 18 til 19. Á seinni æfingu kvöldsins voru mættir líklega um 16 krakkar. Mikil framför er á hópnum og nú þegar eru 65 / 85 hjólin farin að æfa í stóru brautinni.

Við viljum benda á það eru allir velkomnir á aldrinum 3-15 ára á hjólum frá 50cc uppí 150cc. Allar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 18-20.

Miðvikudaginn 20. ágúst verður næsta krakkakeppni á vegum VÍK og Snælands Video sem er aðalstyrktaraðili barnakeppnanna en þeir gefa öllum pylsur, gos og nammi í lok keppni en þá er grillað og haldin verðlaunaafhending. Við ætlum svo að halda eina keppni í september þar sem við komum til með að ljúka sumrinu á skemmtilegan hátt, en það á eftir að ákveða dagsetningu en ákveðið hefur verið að grilla hamborgara með öllu tilheyrandi fyrir þátttakendur og foreldra.

Við viljum fá að þakka Pétri #35 hjá Snæland Video fyrir framtakið á grillinu!

 

 

Krakkaæfingar!

Minnum á að krakkaæfingarnar hjá Gulla & Helga Má eru komnar á fullt aftur eftir sumarfrí! Hlökkum til að sjá ykkur í Bolöldu.

Mánudaga & Miðvikudaga