Framhaldsaga af Einar Ofur.
Hér er frásögn frá Einari eftir ferðina:
Þetta er aðalflokkurinn
Framhaldsaga af Einar Ofur.
Hér er frásögn frá Einari eftir ferðina:
ALLAR MX BRAUTIR Í BOLAÖLDU ERU LOKAÐAR Í DAG.
Stóra MX brautin er ekki tilbúin eftir mikla vinnu með jarðýtu í henni sl daga. 85 og barnabrautin verða teknar í hressilega hreinsun núna seinnipartinn. Pétur Smára mun verða herforinginn á svæðinu og ætlar að gera rosa skemmtilegar breytingar í 85CC brautinni.
Vefurinn fékk fréttir af því að Einar „TF FLUG“ væri að fara á rúntinn. Eins og oft með Einar Sverrisson þá er ekkert dass af neinu hjá honum. Linkurinn hér að neðan ætti að sýna stöðu mála á ferð Einars yfir landið á morgun, á ca. 10 mín. fresti…geta samt komið gloppur.
Bolaöldubraut er LOKUÐ vegna framkvæmda í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Nú í kvöld mættu um 12 krakkar á fyrri æfingu kvöldsins sem var frá kl 18 til 19. Á seinni æfingu kvöldsins voru mættir líklega um 16 krakkar. Mikil framför er á hópnum og nú þegar eru 65 / 85 hjólin farin að æfa í stóru brautinni.
Við viljum benda á það eru allir velkomnir á aldrinum 3-15 ára á hjólum frá 50cc uppí 150cc. Allar æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 18-20.
Miðvikudaginn 20. ágúst verður næsta krakkakeppni á vegum VÍK og Snælands Video sem er aðalstyrktaraðili barnakeppnanna en þeir gefa öllum pylsur, gos og nammi í lok keppni en þá er grillað og haldin verðlaunaafhending. Við ætlum svo að halda eina keppni í september þar sem við komum til með að ljúka sumrinu á skemmtilegan hátt, en það á eftir að ákveða dagsetningu en ákveðið hefur verið að grilla hamborgara með öllu tilheyrandi fyrir þátttakendur og foreldra.
Við viljum fá að þakka Pétri #35 hjá Snæland Video fyrir framtakið á grillinu!
Minnum á að krakkaæfingarnar hjá Gulla & Helga Má eru komnar á fullt aftur eftir sumarfrí! Hlökkum til að sjá ykkur í Bolöldu.
Mánudaga & Miðvikudaga