Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Start í 85 og kvennaflokki
Start í 85 og kvennaflokki

Lesa áfram Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Endúró Námskeið Kára Jóns og VÍK.

Við þökkum fyrir þann mikla áhuga sem félagsmenn og aðrir hafa sýnt vegna námskeiðsins hjá Kára. Fullbókað er á námskeiðið sem byrjar á Miðvikudagskvöld. En ykkur er velkomið að senda áfram inn skráningar á vik@motocross.is. Ef það reynist áhugi fyrir því að fylla annað námskeið þá reynum við allt sem við getum til að sannfæra Kára um að starfa með okkur áfram.

Það er þegar kominn biðlisti ef svo vildi til að einhver fellur út af skipulagða námskeiðinu. Þeir sem eru skráðir og komast að fá póst með staðfestingu á morgun.

Stjórn VÍK

Bolaalda. STAÐA 31.07.14

Bolaalda
Fögur er hlíðin.

Stóra MX brautin fékk töluverða yfirhalningu í gær þar sem okkar ofvirki formó mætti á svæðið og gerði og græjaði hægri og vinstri. Sagt er að brautin hafi ekki verið betri frá síðustu jarðýtuvinnu.

Slóðakerfið er sennilega eins gott og það nokkurtíman getur orðið, pottþétt rakastig, smá pollar hér og þar, algjörlega fært um allt á svæðinu.

Um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði. Bara muna eftir miðunum / árskortum.

Gaman saman.

ENDÚRÓ NÁMSKEIÐ KÁRA JÓNS OG VÍK

Kári Jóns ætlar í samstarfi við VÍK að standa fyrir Endúró námskeiði í Bolaöldum.

Námskeiðið verður tvö kvöld.

Miðvikudaginn 06.08.2014  Tími 19 – 21:00 og Miðvikudaginn 13.08.2014 Tími 19:00 – 21:00

Námskeiðið er ætlað öllum. Fyrra kvöldið er ætlað fyrir uppsetningu á hjólum, hvernig skal standa, undirbúning og ýmis tækniatriði. Seinna kvöldið er fyrir tækniæfingar og skilning.

Frítt er fyrir árskortshafa VÍK

Gjald fyrir aðra en árskortshafa er kr 5.000, sem greiðist in á reikning VÍK. ( nánar um það í vefpósti )

Skráning á vik@motocross.is  ( Sendið nafn og símanúmer )

Fjöldi er takmarkaður við 15 manns. Fyrstir skrá, fyrstir fá.

Pétur „Snæland“ GRILLKÓNGUR mun að öllum líkindum grafa upp  grillspaðann og grilla burger eftir að námskeiði lýkur.

PS: Ef mikil ásókn verður munum við reyna að sannfæra Kára um áframhald á samstarfinu.

Ef þörf er á nánari upplýsingum: Óli S: 6903500.

 

HEYRST HEFUR AÐ:

images EnduroAÐ: Meistari Meistaranna hugi að námskeiði.

AÐ: Meistarinn hugi að Enduro námskeiði.

AÐ: Meistarinn kunni ýmislegt sem menn gætu lært af.

AÐ: Meistarinn kunni að syngja.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði í samvinnu við VÍK.

AÐ: Meistarinn hugi að svoleiðis námskeiði á Bolaöldusvæðinu.

AÐ: Meistarinn og VÍK ætli að bjóða Árskortshöfum frítt á námskeiðið.

AÐ: Meistarinn hugi á tveggja kvölda námskeið.

AÐ: Meistarinn hugi á að byrja eftir versló.

AÐ: Námskeiðið verði auglýst bráðlega hér á vefnum.

AÐ: Námskeiðið henti öllum.

AÐ: Ákveðinn sjoppukall hafi orðið svo æstur þegar hann heyrði af námskeiðsáætlun að hann hafi rokið í að kaupa hamborgara og meðlæti til að grilla eftir námskeiðið.

HEFÐIR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ MÆTA?

ATH!! Í HEYRST HEFUR ERU ENGAR ÁREIÐANLEGAR HEIMILDIR, JAFNVEL HIÐ MESTA BULL EN KANNSKI HEILAGUR SANNLEIKUR. HVER VEIT.

 

Viðbeinsbrot

Þar sem viðbeinsbrot er frekar algeng meiðsli hjá okkur drullumallara fólki þá leyfum við okkur að birta hér grein frá frændum okkar hjá MXA vefnum. En ekki ætlum við þó að leggjast í þýðinu á greininni.

collar-bonebig
Smá vesen þarna

EVERYTHING YOU NEED TO KNOW ABOUT BROKEN COLLARBONE RECOVERY

KLIKKIÐ Á HLEKK HÉR