Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Bolaöldubraut

Í Gær var farið með hörpunargræju í stóru MX brautina. Tekin var skvering á nokkrum stöðum þar sem grjótið hefur hvað hellst verið að plaga okkur. Við vonumst til að þessi aðgerð bæti brautina enn meira.

10269556_675274402526348_6203133108172918665_n

Eitt var samt slæmt við þetta allt. Eftir að við sáum traktorinn sem var með hörpunargræjuna aftan í sér gerðist okkar fíni og stóri traktor voða lítill í samanburði.

GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

GFH endurokeppnin á Hellu stóð fyllilega undir væntingum en þetta var í fyrsta sinn síðan 2007 sem keppt var í þessu einstaka keppnissvæði.

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki
Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sandur, vatn, meiri sandur og sandsteinsklettar og svo aðeins meiri sandur var jarðvegur dagsins – þvílík snilld. Veðrið kom skemmtilega á óvart, en eftir að úrhellisrigning hafði barið á bílum keppenda langleiðina frá Reykjavík (þeir sem þaðan komu amk) var nær þurrt á Hellu fyrir utan eina og eina skúr sem voru pantaðar til að rykbinda brautina. Brautin var lögð á tiltölulega afmörkuðu svæði í stóra gilinu og niður að ánni og aftur að pittinum.

Guggi og félagar lögðu uþb. 6-7 km langan frábæran endurohring sem bauð upp á allar útgáfur af brölti og tæknilegri skemmtun, hraða kafla og brekkuæfingar sem hristu hressilega upp í röð keppenda yfir daginn. Þar sem búast mátti við vandræðum var búið að leggja góðar hjáleiðir og var gaman að sjá að nær allir keppendur nýttu sér hjáleiðirnar á einhverjum tímapunkti sem segir sitt um erfiðleikastig þrautanna. Lesa áfram GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

Hella Enduro 2014

Nú er komið að alvöru málsins. Verið vakandi og vinsamlegast hjálpið okkur eftir að keppni lýkur.

Keppnis- og brautarstjórar vilja koma eftirfarandi á framfæri.

Það eru 67 keppendur skráðir.

Skoðunarhringur er kl. 09:30 stundvíslega á laugardagsmorgun ef einhverjir vilja.

Til upplýsinga: Lega brautarinnar er þannig að það eru hjáleiðir við þá staði þar sem erfitt gæti verið að komast fyrir óvana en við eigum ekki von á því að það þurfi að nota þær í fyrri umferð.

Í seinni umferð byrjar meira Enduro og þá verða 3 hjáleiðir sem verða vel merktar.

Að keppni lokinni þá viljum við biðja um aðstoð við að taka brautarmerkingar niður. Þetta er létt verk fyrir margar hendur og framtíð okkar á þessu svæði veltur töluvert á umgengni á svæðinu og hvernig við skilum því af okkur. Við viljum gera allt til að eiga möguleika á þessu svæði aftur að ári.

 

AÐ GEFNU TILEFNI ÞÁ ER FÓLK BEÐIÐ AÐ HAFA EFTIRFARANDI TIL FYRIRMYNDAR NÚNA Á HELLU.

Keppnishjól skal vera skráð og tryggt og skal keppandi hafa skráningarskírteini og tryggingapappíra

meðferðis því til staðfestingar. Keppendur skulu einnig hafa ökuréttindi meðferðis.

Keppendum er skylt að kynna sér keppnisreglur MSÍ og hafa staðfest það með rafrænni skráningu.

Sjáumst svo eldspræk kl 08:30 á keppnissvæðinu á laugardag.

 

HELLA ENDURO Heyrst hefur AÐ:

AÐ: Pétur Smára, Snæland ætli þrátt fyrir allt að grilla 100 hamborgara í keppninni á Laugardag.

AÐ: Kóngurinn frá „Karls Grill and Bar“ muni aðstoða við grillun á meðan Snælandinn skottist um brautina.

AÐ: Það verði grillað á meðan keppni stendur, á milli umferða og jefnvel eftir keppn,i ef birgðir endast.

AÐ: Pétur sé grillmeistari af lífi og sál.

AÐ: Við meigum þakka fyrir það.

AÐ: Keppendur og áhorfendur muni ekki grennast þann daginn.

AÐ: Greina-bullarinn ætli sér að vera nálægt grillinu allan tímann.

Ætlar þú að mæta?

Brautarlagning á Hellu gekk mjög vel í dag

Það var flottur hópur sem var mættur um tíuleitið þennan Laugardagsmorgun í krúsirnar rétt fyrir utan Hellu og verkefni dagsins var að klára leggja þennan Endurohring sem félagar klúbbsins voru búnir að gera beinagrind af s.l. Miðvikudag. Niðurstaðan er 6.5 km hringur sem ætti að taka um það bil 12-17 mín að aka.Hringurinn er góð blanda af brekkum,börðum,hliðarhalla,drullumalli,giljabrölti,gljúpum sandi og einnig beinir vegir sem ættu að gera not fyrir alla gíra á flestum nöðrum. Það eru líka 3-4 hjáleiðir við stæðstu hindranirnar og það er ljóst að brautin er góð bland af gleði og drulluspóli fyrir  þá sem ætla að taka þátt í þessari gleði með okkur. Allavegna voru þeir sem prófuðu hringinn í dag mjög ánægðir með lagninguna og það ljóst að hérna sunnanlands höfum við ekki haft  færi á svona Endurokeppni s.l. 7-8 ár. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu með okkur og minnum á að reglum og flokkum hefur verið breytt töluvert fyrir þetta tímabil til að reyna ná til sem flestra enduro og motocross ökumanna.

Reglurnar má sjá hér fyrir neðan,

http://msisport.is/content/files/public/kka/Reglusafn%20MS%C3%8D%20-%20heildaryfirlit%20j%C3%BAn%C3%AD%202014.pdf

Við viljum árétta að allur akstur í krúsunum fyrir utan Hellu er bannaður utan þess tíma sem við verðum með þessa keppni.VÍK hefur haft töluvert fyrir því að fá þetta svæði til afnota aftur eftir nokkra ára hlé.Ástæður þess að svæðið hefur ekki verið notað er slæm umgengni og dónaskapur hjólamanna gagnvart eigendum svæðisins og sannast það sem oft hefur verið sagt að það þarf bara einn vitleysing til að eyðileggja fyrir miklum fjölda iðkennda sem taka tillit til annara.

Skráning er opin til Þriðjudagskvölds kl 21:00 á msisport.is….ekki klikka á þessu..;=)

Hjálp – Aðstoð – Skemmtun – Gaman.

Nú vantar okkur hjálp við að stika út brautarslóðana á Hellusvæðinu. Það á að rigga upp því dæmi á laugardag milli 10:00 – 15:00

Við þurfum fólk á hjólum og líka gangandi, það þarf að hafa með sér hamar og hellst bakpoka.

Þar sem við gerum ráð fyrir því að það verði brjáluð eftirspurn í að hjálpa okkur ( þetta er ekki grín ) þá verður það að fyrstir skrá sig fyrstir verða með. Okkur vantar ca 10 manns þannig að verkið verði klárað fljótt og vel.

ATH það er algjörlega bannað að hjóla á svæðinu en þeir sem koma til að aðstoða okkur fá að sjálfsögðu að skoða slóðana og jafnvel að prufa einsaka staði sem þarf að merkja vel með hjólförum. Mæting á Hellu ( keppnissvæðið þar sem jeppakeppnin hefur verið haldin ) kl 10:00

Þeir sem ætla að hafa gaman með okkur n.k Laugardag hafi samband við Gugga annað hvort á vefpósti guggi@ernir.is eða í síma: 8643066

Það verður slegist um þetta svæðið er þvílík snilld.