Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Nú vantar okkur hjálp!!!!!!!!!!

herfir2Okkur vantar HJÁLP við að laga herfið sem við notum til að rippa og lagfæra brautirnar. Við erum að leita eftir einhverjum sem gæti smíðað það upp, gert sterkara sem og notendavænna. Við erum tilbúin í að greiða hæfilegt gjald og efniskostnað. Er einhver harðduglegur og laghentur með aðstöðu og færni í þetta verkefni með okkur? Hafið samband við Kela eða Óla í S: 6697131 – 6903500 eða senda póst á vik@motocross.is

Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Við lofuðum frekari fréttum í kvöld af enduroinu og hér kemur hluti 1.0. MSÍ hefur ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulaginu á endurokeppnum fyrir sumarið. Helstu breytingar eru:

GFH Meistaraflokkur: 75 mínútna keppnistími, 2 umferðir yfir daginn eins og áður
GFH Tvímenningur: 74 mínútna keppnistími og tvær umferðir, hámark 2 hringir á mann í einu en allir geta tekið þátt þe. keppendur í Motocrossi geta sameinast í þennan flokk og tekið létta motocrossæfingu í enduroinu. Áherslan í flokknum er þó eftir sem áður á stemningu og Klaustursfíling þannig að allir alvöru keppnismenn skrá sig að sjálfsögðu í GFH Meistaraflokk.
GFH Enduroflokkur; 45 mínútna keppnistími sem fyrr og tvær umferðir yfir daginn. Aldursskiptir flokkar bæði karla og kvenna, 14-18, 19-39, 40-49, 50+ mv. aldur á líðandi ári. Lágmarksfjöldi í flokk eru 5 keppendur, annars er flokkurinn keyrður með næsta flokk fyrir neðan.
Styttri en erfiðari keppnisbrautir: Styttri hringir, lagt verður upp með að hringurinn verði að hámarki 10-12 mínútur og að áhorfendur geti fylgst með keppninni úr návígi. Keppnin á að vera öllum fær EN í hverri braut eiga að vera 1-2 erfiðar hindranir með skýrum (og lengri) hjáleiðum fyrir þá sem ekki treysta sér erfiðari leiðina.

Seinni hlutinn 2.0 þe. varðandi næsta keppnisstað þe. 12. júlí átti að vera klár í kvöld en því miður hefur ekki náðst að klára formsatriðin ennþá en það gerist væntanlega á þriðjudagskvöldið næsta. Fylgist því vel með, ef allt gengur að óskum verður fyrsta keppnin mögnuð og frábært start á nýju endurotímabili á Íslandi, hvorki meira né minna!

Nánar um nýjar enduroreglur:  Lesa áfram Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Slysin gera ekki boð á undan sér.

Við erum í sporti þar sem slysin gera ekki boð á undan sér og þar af leiðandi þurfum við að muna eftirfarandi!!!!

Ef óhapp gerist í braut og fleiri eru að hjóla!!! Byrjið á því að tryggja að aðrir iðkendur viti af því að ökumaður liggi í brautinni. Við viljum alls ekki að frekari slys verði.

  1. Sjáið til þess að aðrir iðkendur viti af óhappi áður en þið sinnið þeim sem fyrir óhappi varð. Það hjálpar þeim slasaða ekkert að aðrir ökumenn lendi í því að keyra á hann.
  2. Eftir að það er búið að tryggja að aðrir iðkendur viti um óhappið, sinnið þá þeim sem fyrir óhappinu varð. Reynið að sinna þeim slasaða án þess að hreyfa við honum. Athugið hvort um andnauð er um að ræða, ef ekki  þá bíðið með allar aðgerðir þangað til viðkomandi nær rænu til að svara eða hringið strax í 112 sem liðsinna hvað á að gera í þeim aðstæðum sem við á.
  3. Eru ekki anars allir búnir að fara á fyrstuhjálparnámskeið?

 

Heyrst hefur …

… að stór tíðindi séu í vændum

… að keppnin 12. júlí verði á frábærum stað – ef allt gengur upp

… að nýtt keppnisfyrirkomulag verði í enduroinu í sumar

… að sumarið verði GFH

… að meira verði að frétta á sunnudagskvöldið

… vúhúúú!

Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

Hvað fékkst þú fyrir peninginn sem þú borgaðir í Keppsigjöld á Klaustri.

  1. Eitt skemmtilegasta svæði landsins fyrir svona keppni.
  2. Styrktir ýmis góð málefni, björgunarsveit, leikskóla, sjúkrabíla, VÍK, ofl ofl.
  3. En síðast en ekki síst þá fáum við frábært framlag frá landeigendum að Ásgarði. Þeir eru þegar byrjaðir að undirbúa Klaustur 2015 með því að lagfæra alla slóðana eftir okkur. Þetta er með því besta sem þú færð fyrir peninginn þinn.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.

Lesa áfram Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

Veist þú um skemmtilegt endurosvæði?

Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur s.l. ár haldið í það minnsta eina keppni í Íslandsmótinu í enduro. Margar af þessum keppnum hafa verið haldnar í Bolaöldu,en einnig höfum við fengið til afnota svæði á Flúðum og nokkrum öðrum stöðum í gegnum tíðina.

Það er mat okkar VÍK manna nú að Bolaöldusvæðið sé komið að þolmörkum hvað keppnishald og slit á svæðinu varðar og höfum við s.l. ár leitað eftir svæðum í kringum borgina til að halda þessar keppnir. Það hefur gengið upp og ofan og við höfum í raun ekki verið 100% sáttir við neitt af þeim svæðum sem við höfum fengið s.l. ár.

 

Við þekkjum það vel frá Ásgarði hversu skemmtilegt þetta er ef við finnum rétta landið og réttu umgjörðina. Þess vegna langar okkur að athuga hvort að það sé ekki einhver þarna úti sem gæti átt, eða bent okkur á svæði sem við gætum fengið afnot af fyrir Íslandsmótið sem verður haldið núna í sumar þ. 12. júlí. Með réttu svæði trúum við því að við getum séð Enduro keppnishaldið fara upp á við aftur og það ætti ekki að vera neitt til fyrirstöðu að sjá 100 manna keppnir ef rétta svæðið finnst. VÍK getur boðið greiðslu fyrir svæði sem uppfyllir væntingar um góða keppni.

Íslandsmótið í ár saman tendur af einungis tveimur mótum og er hugmyndin að halda þessar keppnir með veglegri hætti en áður ef rétta umhverfið finnst.

 

Seinni keppni sumarsins fer fram á Akureyri 9. ágúst á Akureyri, en norðan menn eiga frábært svæði til enduro keppnishalds.

 

Endilega skoðið í kringum ykkur og látið okkur vita ef ykkur dettur eitthvað gott svæði í hug, eða þá ef þið hreinlega hafið svæðið til umráða undir þetta. Allar ábendingar er hægt að senda á vik@motocross.is eða í gegnum Skilaboð á Facebooksíðu félagsins.