Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Dakar 2014 – Dagur 9

Cyril

Leið dagsins frá Salta/Uyuni til Calama og hefst á 24km ferjuleið og svo 462km sérleið, liggur hún til að byrja með um Salta De Uyuni sem er stæðsta saltslétta í heimi. Verður hjólaði í stórum hring meðfram henni að mestu en einnig inná sléttuna. Hið mikla eldfjall Tunupa mun gnæfa yfir þeim í allan dag með sína 5300m hæð. Eftir saltsléttuna liggur leiðin í gegnum Andes Cordillera fjallgarðinn og yfir í Chile, þar verða bæði tæknilega leiðir og svo baráttan við þunna loftið. Það kom svo í ljós þegar átti að fara af stað að það varð að breyta leiðinni aðeins af sömu ástæðum og síðustu daga, leiðin ekki talin örugg vegna rigninga. Tafðist startið einnig um 15mín þar sem það var of lágskýjað fyrir þyrlurnar, það voru samt engar stórbreytingar.

Fimmfaldi sigurvegarinn í Dakar Cyril Despres(Yamaha) átti loksins góðan dag. Var hann þriðji af stað í morgun á eftir þeim Joan Barreda(Honda) og Marc Coma(KTM). Þegar 50km voru búnir af sérleiðinni var Marc Coma(KTM) orðin fyrstur, 49sek á undan Cyril Despres(Yamaha) og Joan Barreda(Honda) 51sek á eftir og Juan Pedrero Garcia(Sherco) var svo fjórði 1:29mín á eftir. En þetta átti eftir að breyttast því þegar Helder Rodrigus(Honda) kom að tímapunkti við 50km var hann orðin 8sek fljótari en Marc Coma(KTM) en það gengur ekki vel hjá öllum, Alain Duglos(Sherco) sem hefur verið að berjast á toppnum stoppaði rétt eftir fyrsta tímapunkt vegna bilunar, var hann stopp í um 15mín og það er ekki gott en hann er komin á fulla ferð aftur.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 9

Ísakstur á Hvaleyrarvatni

Af vef Hafnarfjarðarbæjar:

Hvaleyrarvatn að sumarlagi

Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær tilkynna að allur ísakstur vélknúinna ökutækja er bannaður á Hvaleyrarvatni. Leyfi sem gefið var úr árið 2001 var afturkallað á fundi Bæjarráð Hafnarfjarðar þann 6. mars 2008. Allar ábendingar og athugasemdir vegna þessa skulu berast til lögreglu eða til Umhverfis og framkvæmda Hafnarfjarðarbæjar.

Dakar 2014 – Dagur 8

Þessi fyrsti dagur eftir hvíldardaginn er líka fyrri dagur af hinu seinna maraþonhluta, þ.e.a.s þar sem verður hjólað í 2 daga án þess að fá þessa venjubundnu þjónustu um kvöldið. Leiðin liggur frá Salta til Uyuni og hefst með langri ferjuleið, 334km, svo tekur við 401km sérleið og undir lokin er það 33km ferjuleið að bækistöð kvöldsins.

Fljótlega liggur leiðin inní Bólevíu og þar mætir keppendum erfiðar fjallaleiðir sem eru útum allt og reynir mikið á rötun þarna. Það sem mun hjálpa þeim eru þau fáu fjallaþorp sem leiðin liggur um og geta þeir nýtt sér þau sem kennileiti, verður svo bækistöðin við salt sléttuna miklu, í 3600m hæð yfir sjávarmáli. Það urðu breyting á sérleiðinni í dag þar sem það var svo lágskýjað að öryggisþyrlur komust ekki á loft, var því startinu inná fyrrhluta sérleiðarinar fært að tímahliði 3 og þar með verður fyrsti hluti 130km í stað 232km. En svo breyttist þetta meira eftir að búið að var að skoða leiðina og endaði sérleið dagsins í 104km vegna mikillar skemmda eftir rigningarnar undanfarið.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 8

Dakar 2014 – Dagur 7

Hvíldardagurinn er í raun varla hvíld, jú keppendur eru ekki á ferðinni en það er margt sem þarf að gera. Hjólin eru tekin í gegn og sum hverjir skipta um mótor en ekki má skipta um mótor nema fá refsingu, síðan sú regla komst á þá hafa mörg toppliðin skipt um mótor og sætt sig við refsinguna. Ekki er ennþá ljóst hvort þau velji það einnig núna. Gríðarlegur fjöldi fréttamanna er á svæðinu og er slegist um að ná tali af keppendum svo það er nú kannski ekki hvíld í því en það er hluti af Dakar keppninni.

Margar þekktar persónu kíkja við á hvíldardeginum og líklega var Sebastian Loeb margfaldur heimsmeistari í ralli þeirra þekktastur að þessu sinni, þekkir hann marga þarna og hver veit nema að við eigum eftir að sjá hann keppa í Dakar, margir fyrrum heimsmeistarar í ralli hafa og eru að keppa í Dakar.

Núna eru 83 mótorhjól og 17 fjórhjól í hjólaflokkunum, það hafa því 91 keppandi á mótorhjóli og 23 fjórhjól hætt keppni af ýmsum ástæðum.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 7

Ísakstri á Rauðavatni frestað.

1544382_10202374097865567_176136905_nÞví miður urðum við að taka þá leiðilegu ákvörðun um að fresta keppni á Rauðavatni. Stjórnin mætti snemma í morgun til að skoða aðstæður og græja til braut. Tekinn var einn léttur hringur út á ísinn og reyndist þar mikill krapi og vatnssull. Sjálfsagt má gagnrýna þessa ákvörðun en með okkur voru reynslumiklir ísakstur naglar sem voru sammála því að fresta keppni. Reynum aftur við fyrsta tækifæri.

Stjórn VÍK

 

Dakar 2014 – Dagur 4

Alain Duglos

Þá var komið að seinni degi maraþonshlutans, þ.e.a.s fyrri maraþonhlutans en í dag var hjólað frá San Juan að Chilecito, 59km ferjuleið í byrjun, svo tók við 352km sérleið og svo 151km ferjuleið í mark. Leiðin í dag mun reyna mikið á rötun keppenda og að auki eru þeir flestir á slitnum dekkjum frá því í gær og verður það erfitt á grýttri leiðinni í dag.

Það voru ansi miklar sviptingar í dag og ný nöfn að berjast á toppnum. Joan Barreda(Honda) fór fyrstur af stað en lenti í vandræðum, villtist nokkrum sinnum en náði að vinna svolítið til baka undir restina með fantagóðum akstri. Það dugði honum þó ekki nema í 6 sæti í dag en hann heldur samt forustu yfir heildina.

Fyrsti maður í gegnum fyrsta „cheakpoint“(vantar gott nafn á þetta) sem var við 177km línuna var Francisco Lopez(KTM) og um 2mín seinna kom Alain Duglos(Sherco) og 1:36mín eftir það Marc Coma(KTM). Svo komu David Casteu(KTM) +6:12mín, Cyril Despres(Yamaha) +6:18mín og svo forustumaður keppninnar Joan Barreda(Honda) +7:43mín en þetta stóð ekki lengi því Jeremias Israel Esquerre(Speedbrain), Jordi Viladoms(KTM) og Olivier Pain(Yamaha) stungu sér uppfyrir þá David Casteu(KTM) og Cyril Despres(Yamaha) svo það eru sviptingar.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 4