Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

ÍSAKSTURS BIKARKEPPNI

mms_img-1139149111
Þetta ætti að halda eigandanum á ísnum.

Fyrirkomulag:

Tvær samsíða brautir, tveir keppendur fara samtímis af stað í hvora braut. Keyrðir verða 2-4 hringir í hvert sinn og tekinn tími. Fjöldi hringja fer eftir keppendum. Fjöldi híta fer eftir aðstæðum. Sigurvegara eru þeir sem ná besta tíma. Að minnsta kosti verða keyrðar tvær umferðir þannig að allir keyri báðar brautir. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1. 2. og 3. sæti.

Flokkar:

Opinn flokkur nagladekk 125cc og stærri. Opinn flokkur skrúfudekk ( eða það sem hentar ) 125cc og stærri. Opinn flokkur kvenna.

Tími: Mæting kl 10.00 höfum leyfi til að vera á ísnum til kl 14.00 Allir keppendur fá 2 hringi til að prufa brautina. Síðan verður farið í röð eftir hópum.

Verð: 3000 kr, greitt á staðnum. Posi verður á staðnum, seðlar velkomnir.

Bensínáfylling bönnuð á og við Rauðavatn. Koma með bensín á hjólunum.

ATH!!!! Neyðar ádrepari og tryggingar á hjóli skilyrði fyrir þátttöku.

Fyrirvari: Ef veðrið hamlar keppni þá verður keppni frestað, fylgist með hér á síðunni sem og á FB.

Gott væri fyrir okkur ef áhugasamir keppendur sendi á okkur forskráningu, léttir okkur verulega lífið.

senda má á : vik@motocross.is oli.thor.gisla@gmail.com eða sms í 6903500 nú eða skrá á FB.

Dakar 2014 – Dagur 3

Ruben Faria

Leið dagsins lá frá San Rafael til San Juan, byrjaði hún á 292km ferjuleið en svo átti að taka við 373km sérleið alveg til enda en sérleið dagsins var stytt um 130km þar sem fyrriparturinn af henni var ekki talin nógu öruggur eftir miklar rigningar sem hafa geysað þarna og er allt landslagið illa skorið, endaði dagurinn því í 535km í heildina. Jarðvegurinn í dag var frekar grýttur og má segja að þessi leið í dag sé forsmekkurinn af því sem koma skal í fjöllunum með tilheyrandi tæknilegum leiðum. Hjólin fara hæðst í um 4300 hæð yfir sjávarmáli og blasir þá við keppendum stórkostlegt útsýni en kannski ekki miklar lýkur á að þeir gefi sér tíma til þess að njóta þess en þessi mikla hæð mun það reyna mikið á menn og tæki.

Það er svo annað sem sker úr með þennan dag en þetta er fyrri dagurinn af fyrri maraþonhlutanum, þ.e.a.s í kvöld verða þeir einangraðir frá öðrum keppendum og þjónustuliði, verða þeir að reiða sig á eigin kunnáttu og aðra keppendur með aðstoð og þá varahluti sem þeir eru með sjálfir eða „vatnsberarnir“ þeirra.

157 hjól áttu að hefja daginn en 152 fóru af stað þar sem nokkrum tókst ekki að græja hjólin fyrir daginn.

Það urðu mikil afföll af toppnum í dag, þegar þetta er ritað eru margir af topp 20 sem ekki eru búnir að skila sér í mark. Rubin Faria(KTM) sem var í 6 sæti yfir heildina í gær datt illa og er úr leik, sömu sögu er að segja frá Frans Verhoeven(Yamaha) en hann braut á sér olnbogann. Sigurvegara gærdagsins Sam Sunderland(Honda) kom í mark í dag í 74 sæti og liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Honda) sem var í 7 sæti í gær en kom í 65 sæti inn í dag en þeir stoppuð báðir og biðu eftir þyrlu vegna slasaðs keppanda, ef ég man rétt þá er í reglum Dakar að keppandi getur ýtt á hnapp á hjólinu þínu þegar hann stoppar til að aðstoða slasaðan mann og ýtir svo aftur á hann þegar hann hefur lokið aðstoð og á sá tími að dragast frá heildartímanum. Reyndar lentu þeir svo báðir í að villast og töpuðu miklum tíma þannig líka. Er Sam Sunderland(Honda) í 30 sæti yfir heildina og Paulo Goncalves(Honda) er í 28 sæti yfir heildina.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 3

Dakar 2014 – Dagur 2

Sunderland

Leið dagsins lá frá San Luis til San Rafael, fyrsta ferjuleið 304 km og svo 359 km sérleið og menn kældir niður með 62 km ferjuleið í restina, alls 725 km dagleið.

Í dag er fyrsta aðskilda sérleiðin, þ.e.a.s hjólin fara ekki sömu sérleið og bílar og trukkar sem er gott, undirlagið í dag var að mestu moldarslóðar og smá sem var aðeins grýtt, rétt um 70km og annað eins í sandi.

Það voru 173 keppendur í hjólaflokki sem fór af stað en Cristian Peralta(Honda) féll illa í gær og slasaðist á fæti og treysti sér ekki af stað í morgun en Escalé bræður á Suzuki sem komu seint í mark í gær eftir að hjólið bilaði hjá öðrum þeirra og hinn dró í mark höfðu greinilega komið því í lag því þeir voru báðir í dag og enduðu í 101 og 111 sæti sem er gott, í gær voru þeir í 173 og 174.

Allir 40 keppendur í fjórhjólaflokki eru ennþá með.

Það var samkvæmt venju sigurvegari gærdagsins sem var Joan Barreda(Honda) sem fór fyrstur af stað inná sérleið dagsins og hélt því alveg að fyrsta „cheakpoint“ sem er eftir 177km af sérleiðinni, var nokkuð ljóst að hann ætlaði ekki að gefa neitt eftir í dag en það var frekar miklar sviptingar inná leiðinni í dag, landi hans Marc Coma(KTM) kom 1:25mín á eftir honum í fyrsta „cheakpoint“ og frakkarnir Alanis Duclos(Sherco) og Cyril Despres(Yamaha) komu svo nánast saman þar í gegn, Duclos 4:03mín og Depres 4:09mín. Francisco Lopez(KTM) var í 6 sæti í gær en var í dag á fljúgandi ferð, var komin í 3ja sæti á fyrsta „cheakpoint“ einungis 3:05mín á eftir fyrsta manni.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 2

Heyrst hefur AÐ:

: Stjórn VÍK sé full alvara með nýarsheitið „full gjöf og engar bremsur“

: VÍK sé alveg við að fá leyfi fyrir bikarkeppni á Rauðavatni.

: Sú keppni verði n.k Laugardag frá 10-14.

: Keppnin verði ef veðurguðirnir haldi áfram á sömu braut.

: Það verði tvær samhliða brautir sem keppt verði í og þar af leiðandi sáralítil hætta á samstuði.

: Þetta verði stuttir sprettir 2-3 hringir með útlsáttarformi.

: Skrúfur og naglar verði í sitt hvorum flokknum.

: Vélarstærð komi til með að skipta minna máli, amk fyrir þá sem eru á nöglum.

: Það þurfi ekki tímatökugræjur.

: Allir geti verið með sem nenna að hafa hjólin í lagi og tryggingar á hreinu.

: Ef enginn nennir þá verði gaman hjá stjórn VÍK.

: Gjaldið verði 3000 kr og greitt á staðnum.

: Það væri gott ef þeir sem nenna að mæta sendi línu á okkur til að auðvelda okkur skráninguna.

En sennilega eru fáir til í svona fjör, jólasteikin þung á meltunni og best að vera ekkert að leika sér.

Dakar 2014 – Dagur 1

Barreda

Leið þessa fyrsta dags í Dakar átti að vera frekar þægileg svona til að koma keppendum í gírinn fyrir komandi átök. Fyrsti leggur var 405 km ferjuleið en svo tók við 180 km sérleið og í lokin voru það 224 km ferjuleið, í heildina voru þetta 809 km.

Það var skemmtilegt að sjá tegundirnar sem eru fyrstir í mark í dag en það segir svosem ekki mikið um það sem koma skal. Voru það Honda, KTM, Yamaha, Sherco og Honda sem voru í fyrstu fimm sætum. Fyrstu 10 menn fylgdust nokkuð þétt saman í dag og komu í mark á tæplega 5 mín mun og er greinilegt að menn eru svona að stilla sig inn.

En það var spánverjinn Jose Barreda Bort(Honda) sem kom fyrstur í mark í dag og sagði hann við komuna í mark þetta „ég er mjög sáttur við þessa fyrstu leið. Í byrjun var í smá basli með fjöðrunina en svo fór að ganga betur. Við munum skoða þetta í kvöld svo ég geti farið hraðar á morgun. Ég stefni á að halda þessum hraða og helst auka hann á næstu dögum“.

Annar í mark í dag var Marc Coma(KTM) en hann kom 37sek seinna í mark, sagði hann þetta eftir daginn „fyrstu dagarnir í Dakar eru aldrei auðveldir, það tekur á að finna réttan hraða og halda honum til lengdarsvo ég fór tiltölulega létt inní daginn en eftir því sem leið á fann ég hvernig ég fór að verða einbeittari og fann minn hraða. Ég er því sáttur við fyrsta dag og þá sérstaklega þar sem fyrsti dagurinn er krítískur á framhaldið, komast í gegnum fyrsta dag án vandræða er gott og ég er sáttur“.

Lesa áfram Dakar 2014 – Dagur 1

Leiðin 2014

Leiðin sem keppt er á þetta árið liggur í gegnum 3 lönd, byrjað er í Argentínu, hjólað svo inní Bólavíu og endað svo í Chile. Er leiðin sögð með þeim erfiðari í Dakar rallinu, heildarvegalengdin þetta árið er þrískipt, þ.e.a.s hjólaflokkur fær 8734 km, bílaflokkur 9374 km og svo trukkarnir 9188 km.

Af þeim 8734 km sem hjólaflokkurinn þarf að klára eru 5228 km á sérleiðum.

Skipuleggjendum Dakar rallsins er umhugað um öryggi keppenda og einnig að allir flokkar fái næga ögrun í leiðunum og í þetta sinn eru 5 sérleiðir sem aðskilja hjólin og hina keppendurnar og eru þær rúmlega 2000 km, eru þessar leiðir þrengri og tæknilegri en það sem bílarnir og trukkarnir fara.

Sú nýbreytni og til þess að hafa þetta erfiðara(eins og það væri það ekki fyrir) þá verða 2 svokallaðar maraþonleiðir, ná þær yfir 2 daga hvor og er i heild 2702 km.

Lesa áfram Leiðin 2014