Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Þökkum fyrir árið sem er að líða.

Stjórn VÍK þakkar öllu hjólafólki sem og öðrum fyrir árið sem er að líða. Við horfum með björtum augum til ársins 2014 og ætlum okkur ekkert annað en fulla gjöf og engar bremsur. Farið varlega um gleðinnar dyr.

Bratislava_New_Year_Fireworks

Dakar 2014 eftir 8 daga

Nú eru einungis 8 dagar í að Dakar rallið hefjist.

Verður án efa gaman að fylgjast með því eins og áður. Ætla ég að reyna eftir fremsta megni að fjalla um það og setja inn fréttir eftir hvern dag.

Einhverjar breytingar hafa orðið liðum og má líklega fullyrða að sú stæðsta hafi verið þegar fimmfaldi sigurvegarinn Cyril Despres fór frá KTM yfir til Yamaha og hefur Yamaha YZ450F rally hjólið nánast verið endurbyggt og verður því skemmtilegt að fylgjast með hvernig honum vegnar í nýju liði á nýju hjóli.

Sagði hann við þessa breytingu “ég hefði getað valið öruggu leiðina og haldið áfram hjá KTM en mér fannst ég verða að fara í hálfgerð sálarleit. Ég fór í heimsókn til Yamaha og sá þá myndir úr mörgum Dakarkeppnum og varð fyrir áhrifum af Jean-Claude Oliver og Stéphane Peterhansel en þeir unnu marga Dakar sigra. Það sem liggur hjá mér núna er hvort ég sé fær um að skipta um lið, hjól og samt vinna rallið en það á eftir að koma í ljós”. Eru Yamaha menn að vonum ánægðir að fá hann í lið með sér og eygja nú sigur í Dakar en áður en KTM fór að einoka sigur í Dakar var Yamaha nánast ósigrandi. Frakkinn Michael Metge(18 sæti 2013) mun verða honum til halds og traust eða svokallaður “vatnsberi”.

Lesa áfram Dakar 2014 eftir 8 daga

Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Það styttist í startið á Dakar 2014

“Færið þeim sem geta ekki verið hér drauminn” þetta voru orð Thierry Sabina stofnanda Dakar rallsins og átti hann þá við að það væri nauðsynlegt að taka sem mest af myndum til þess að sýna þeim sem ekki gátu tekið þátt í þessu ótrúlega ævintýri sem Dakar rallið er.

Þess hefur svo allar götur verið gætt að leyfa þeim sem ekki geta verið þarna færi á að fylgjast með rallinu, því hefur reyndar ekki verið mikið sinnt hér á klakanum hjá okkur en ég hef reynt að skrifa eitthvað um það og mun ég reyna það einnig nú.

Til þess að gera sér smá grein fyrir umfangi Dakar rallsins þá eru hér smá tölulegar upplýsingar um sjónvarpsgengið en árið 2013 voru sendar myndir til 190 landa og áætlað að um 1 milljarður sjónvarpsáhorfenda hafi getað horft á þetta og er reiknað með að þeim fjölgi mikið árið 2014.

Lesa áfram Dakar rallið 2014 fer að hefjast

Jólakveðja

Vefurinn og stjórn VÍK óskar öllu hjólafólki og velunnurum gleðilegra Jóla.

Óskum öllum hjólurum og velunnurum sportsins hamingjusamra jólahátíðar. Þökkum samveruna og samstarfið á árinu.

Sandur, sandur, sandur – How to …

Það verða hvít jól og lítið hjólaveður en þá er í góðu lagi að láta sig dreyma. læra eitthvað í leiðinni og vera klár í Þorlák þegar snjóa leysir. Hér er gott veður og Luke Renzland með nokkur góð tips úr sandinum í Florida – enjoy!