Hátt í 30 krakkar tóku þátt í keppninni í Bolaöldu í gærkvöldi. Þau létu ekki smá rigningu stoppa sig krakkarnir og foreldrarnir sem mættu til keppni í gær enda hefur smá bleyta aldrei skemmt fyrir í motocrosskeppni. Flott tilþrif sáust og greinilegt að framtíðin er björt í sportinu ef eitthvað er að marka aksturinn á þessum snillingum. Allir fengu verðlaun og viðurkenningu fyrir þátttökuna en verðlaunaafhending fór fram í húsinu og var þröngt á þingi þar þegar við smelltum nokkrum myndum á hópinn. Við þökkum öllum þeim sem létu sjá sig og hlökkum til næstu keppni. 🙂
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Enduro-skemmtikeppni VÍK og Líklegs næsta laugardag
Nú er allt að gerast. Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt um helgina og VÍK ásamt Hirti Líklegum standa fyrir enduroskemmtikeppni á laugardagsmorguninn. Allir geta verið með, einföld braut, tveir saman í liði (vanur og óvanur) og óvæntar uppákomur og verkefni. Keyrt verður í 2 tíma. Mæting er kl. 10 – keppni hefst ca kl 11 og lýkur kl. 13.
Keppnisgjald er 3000 kr., spáin er frábær og engin ástæða til að sitja heim. Skráðu þig með því að setja inn nafn í athugasemd hér fyrir neðan, borgað og skráð á staðnum. Líf og fjör 🙂
Krakkakeppni í kvöld – allir að mæta!!!
Við minnum enn og aftur á krakkakeppnina sem haldin verður í kvöld. Allir krakkar eru velkomnir að mæta (ekki bara þeir sem hafa verið á æfingunum) og taka þátt. Keppt er í þremur flokkum: 50cc / 65cc og 85 cc. Mæting er kl. 17.30 og keppnin hefst kl. 18. Það kostar ekkert að vera með, allir fá verðlaun og þetta verður bara gaman 🙂
Kveðja, Gulli, Helgi og Pálmar
2. Umferð í VÍK Krakka-crossi á morgun !
Á morgun Miðvikudag fer fram önnur umferð í VÍK krakkacrossinu við Bolöldu. Við keyrum 50cc flokk, 65cc flokk og 85cc flokk einsog síðast, við vonumst eftir því að sjá sem flesta og ef einhverjir foreldrar hafa tök á því að redda vinningum frá hinum og þessum fyrirtækjum þá væri það frábært.
Mæting 17:30 / Byrjum stundvíslega 18:00
Hlökkum til að sjá ykkur á morgun.
Gulli, Helgi, Davíð & Pálmar
Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag
Og þvílík snilld sem þessi dagur var. Brautin í toppstandi, fullkomið rakastig og hrikalega flott; frábært hjólaveður, logn, skýjað og hlýtt – dagurinn gæti ekki hafa tekist betur! KKA menn fá klárlega 12 stig fyrir þennan dag og keppni.
Keppnin var hörð í flestum flokkum. Eyþór sýndi frábæran akstur og sigraði bæði moto í MX Open eftir harða baráttu við Viktor og Bjarka. Kári Jónsson sem er efstur að stigum eftir 3. umferðir varð 5. eftir hetjulega baráttu; í fyrra mótoinu keyrði hann með brotinn skiptipedala og endaði þriðji og í seinna motoinu keppti Kári tvígengishjólinu og endaði þá fimmti! Kjartan Gunnarsson sigraði MX2 flokkinn. Lesa áfram Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag
MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró
MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í keppnisskráningarformið en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. Þeir sem vilja leigja sendi fyrir keppnina um helgina geta pantað sendi með því að senda SMS með fullu nafni og kennitölu í síma 669 7131. Leigan á sendi kostar 5000 kr. fyrir fullorðna en MX-unglingar og 85 flokkur greiða 3000 kr.