Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Krakkaæfingar byrja í kvöld

Við byrjum aftur í kvöld með krakkaæfingar VÍK kl 18 í Bolöldu! Látið sjá ykkur.

Bolaöldubraut er opin í dag 5.8.13

Brautin er opin til kl 18.00 í dag.

Brautin verður vökvuð eftir hádegi.

Munið eftir miðum og góða skapinu.

Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Veðrið lék við keppendur í 2. umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Egilsstöðum í gær. Á tímabili leit út fyrir að veðrið yrði hreinlega of gott og að ryk myndi hafa áhrif á keppnisdag. Aðfararnótt laugardags gerði Austfjarðaþokan vart við sig og kom nægilegum raka í brautina til að dempa mesta rykið. Brautin var nánast sú sama og í fyrra og var orðin nokkuð grafin og reyndist mörgum ansi snúin.

Kári Jónsson hélt uppteknum hætti og rúllaði hreinlega upp báðum umferðum með þá félaga Ingva Björn og Guðbjart í humáttina á eftir sér án þess þó að þeir næðu nokkurn tímann að ógna forystu Kára. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig og heimamenn stóðu sig vel í keppnishaldinu. Helstu úrslit eru hér á eftir:

Lesa áfram Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Íslenska landsliðið í Motocross

Íslenska landsliðið í Motocross óskar eftir styrktar-aðilum fyrir Motocross of Nations sem fer fram í Þýskalandi næstkomandi September. Þeir sem vilja leggja liðinu styrk geta sett sig í samband við Gunnlaug í gegnum gk@ktm.is / Einnig ef einhver einstaklingur þarna úti sem hefur áhuga á að vinna fyrir liðið í því að sækja um styrki væri það vel þegið.

Íslenska landsliðið í Motocross verður valið í Ágúst.

Traktor með reynslu og safnar enn í bankann.

Það er ekki ofsögum sagt að gamli VÍK traktorinn sé reynslumikill enda margir höfðingjar farið um hann höndum. Í dag er hann í góðum höndum VÍFA sem hafa strokið honum mikið og gert vel við hann. Þó er það ekki svo að hann geti allt eins og sjá má á mynd frá VÍFA mönnum í dag. Mikil rigning hefur plagað skagamenn sem aðra hér á vesturhelmingi landsins og brautin þeirra mjög blaut.

Drullum sullum bull.
Drullum sullum bull.

Egilsstaðir á laugardaginn

Íslandsmótið í Enduro CC heldur áfram á laugardaginn á Egilsstöðum. Spáð er áframhaldandi bongó-blíðu á svæðinu og svo fara allir á Bræðsluna eftir mót.

Skráningu lýkur á vef MSÍ á þriðjudagskvöld klukkan 21.