Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

MX Akranes 2013

Minnum á að skráning í MX Akranes lýkur í kvöld. Betra að  vera tímalega ef eitthvað vesen kemur upp.

Skráning á MSÍ HÉR

Skagamenn eru búnir að vinna mjög mikið í svæðinu hjá sér og eru farnir að skáka mörgum stærri klúbbum hvað aðstöðu og starf varðar. Nú er bara að fjölmenna og hafa góðann dag. Ekki er það nú heldur verra að brautin hjá þeim er moldarbraut. Bara gaman og ekki síður fyrir áhorfendur.

Óli

Krakkakeppni á Miðvikudag kl 17:45 keppni 1 af 3

Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu í. Allir krakkar sem eiga eða hafa aðgang að hjóli eru velkomin (ekki bara þeir sem hafa sótt æfingarnar). Eina sem er farið fram á er að allir hjálpist að við að gera keppnina skemmtilega, þeir sem ekki hafa æft með VÍK í sumar þurfa að greiða 500 krónur í keppnisgjald.

Fyrirkomulagið verður þannig að þrír hópar taka upphitun og svo 2 moto. Við keyrum þrjá flokka 50cc, 65cc og 85cc, ökumenn sem hafa nú þegar keppt í Íslandsmótinu geta ekki verið með. Við vonumst eftir að sjá sem flesta krakka frá reykjavík, selfossi, akranesi og fleiri stöðum.

Mæting 17:45 / Við biðjum fólk um að fylgjast með á netinu næstkomandi miðvikudag vegna þess ef að það verður vont veður þá munum við fresta keppninni um viku. Vegleg verðlaun verða í boði ásamt grillveislu í lokin. Sjáumst hress: Gulli, Helgi & Pálmar.

1. og 2. umferð í Enduro lokið í Sólbrekku

Keppendur fengu frábært veður og krefjandi braut í Sólbrekku í dag. Jói, Gylfi og félagar lögðu flotta braut sem kom keppendum skemmtilega á óvart í dag. Það var lítið um hvíld og eins gott að vera vakandi enda allskonar færi í boði.

Eins og oft áður var það einn maður sem átti daginn en Kári Jónsson keyrði brautina létt og átti enginn séns í kappann í dag. Guðbjartur Magnússon gerði sitt besta og leit vel út en hafði bara ekki hraðann. Signý Stefánsdóttir keyrði vel í kvennaflokki og endaði fyrst með Anitu Hauksdóttur í 2. sæti. Í tvímenning sigruðu Helgi Már og Hlynur Örn Hrafnkelssynir, í 40+ sigraði Ernir Freyr Sigurðsson og Haraldur Björnsson vann B flokkinn á fullu húsi.  Nánari úrslit eru hér fyrir neðan.

Lesa áfram 1. og 2. umferð í Enduro lokið í Sólbrekku

SÓLBREKKU GLEÐI

Nú er tækifæri til að láta gott af sér leiða og í leiðinni njóta útiveru með skemmtilegu fólki.

Í KVÖLD: Þá vantar Jóa aðstoð við að klára frágang á keppsnibrautinni. Mæting kl 18:00 ( allt í lagi ef það dregst til 19:00 )  CA 2-3 tíma vinna,  en hver er að telja í góðu veðri.

Á LAUGARDAG:  Þá vantar Jóa grimma brautarverði sem hafa gama af því að skamma aðra hjólara 🙂  eða að minnsta kosti vera duglegir að passa stikur og að keppendur keyri löglega innan merkinga.

Gott væri ef að sem flestir sæu sér fært að leggja til aðstoð í kvöld og á laugardag því að:

Fáar hendur = MIKIÐ verk. Margar hendur = LÍTIÐ verk.

Hendur fram úr ermum og gerum þessa keppni að frábærri keppni.

Breytingar á Enduro CC

Í ljósi mikillar fækkunar keppenda í Enduro CC hefur stjórn MSÍ tekið ákvörðun um breytingar á keppnishaldinu fyrir árið 2013.
Um er að ræða eftirfarandi breytingar. ECC-1 og ECC-2 flokkar verða sameinaðir í einn flokk, ECC Meistaraflokkur og verður lágmarksþáttökufjöldi 5 keppendur til þess að flokkurinn sé löglegur til Íslandsmeistara.
40+, B flokkur og Tvímenningur verða óbreyttir og í þessa flokka þarf að lágmarki 5 keppendur (5 lið í Tvímenning) til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
Undanþága verður með Kvennaflokk og 85cc flokk þar sem að lágmarki 3 keppendur þurfa að vera í flokk til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
3 keppnisdagar af 4 keppnisdögum telja til lokaúrslita í Íslandsmótinu. Þetta þýðir að keppandi getur sleppt einum keppnisdegi eða „núllað“ slakasta keppnisdaginn.
Stjórn MSÍ. 19. júní. 2013

1. umferðin í enduro er um næstu helgi og brautin lofar góðu

Við renndum í Sólbrekku með borða fyrir Jóa og tókum brautina út í leiðinni. Þetta verður bara skemmtilegt, brautin liggur þvers og kruss um svæðið. Startið verður á startsvæðinu og þaðan liggur brautin inn í og þvert yfir krossbrautina á nokkrum stöðum á skemmtilegan hátt. Þaðan í gegnum moldarkafla og þúfur af öllum stærðum með viðkomu í háum hólum sem umkringja brautina. Fullt af brölti og krefjandi leiðum en fært fyrir alla og vel það. Enn á eftir að setja borða á stikur og í beygjur á nokkrum stöðum og týna grjót hér og þar. Jói verður með vinnukvöld í vikunni og væri mjög sáttur ef menn koma og hjálpa til – þeim mun fleiri þeim mun minna mál. Og btw, krossbrautin er frábæru standi og því um að gera að renna suðureftir og hjálpa til og hjóla smá í leiðinni. Svo er bara að muna að skrá sig fyrir kl. 21 á þriðjudaginn (ekki klikka á því að mánudagurinn er frídagur 🙂

Og hér er hjálmavideo frá Jóa – reyndar e-h vesen á hljóðinu í upphafi en bíddu aðeins og þá kemur tústrókurinn inn

http://www.youtube.com/watch?hl=en&gl=US&client=mv-google&v=bosUBFu1zoM&feature=em-upload_owner&nomobile=1