Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Akstur á Hvaleyrarvatni

VÍH sendir frá sér þau tilmæli að menn aki ekki á ísnum á Hvaleyrarvatni um helgina heldur safnist allir saman upp á Leirtjörn.  Verði þáttaka næg í þessari fyrstu íscross keppni ársins mun VÍH geta hafið uppbyggingu að lýsingu á vatninu.  Mun vatnið þá vera upplýst á kvöldin en um leið verður bannað að aka á vatninu allar helgar og fyrir kl. 18 á virkum dögum.

Þátturinn Mótor á Skjá einum

Þátturinn Mótor á Skjá einum sem sýndur er á mánudagskvöldum klukkan 19:30 mun fjalla um þessa fyrstu íscross keppni ársins.  Umsjónarmaður þáttarins tjáði vefnum að á þessari stundu (10:30) ætti hann eftir að panta tækjabúnaðinn fyrir laugardaginn 2 febrúar en taldi að a.m.k. ein vél mundi liggja á lausu, sérstaklega þar sem þetta er með viku fyrirvara.

Tralla-enduro í 6 klst.

Þar sem Kjartan Kjartansson (Tralli) er alvarlega að íhuga að standa að „Off road challange“ keppni í 6 klst hefur vefurinn ákveðið að setja nýtt vinnuheiti að svo stöddu á keppnina þar sem „Off Road Challange“ er heiti á þekktri keppni erlendis.  Þar til annað kemur í ljós mun því þessi væntanlega 6 klst. langa keppni ganga undir heitinu „Tralla-enduro“ og hefur henni verið bætt við dagatalið hér til hliðar.

Stjórnarfundur VÍH

Þar sem félagshluti VÍH er ekki orðinn tilbúinn á vefsíðunni, birtist fundargerð síðasta stjórnarfundar hér, í ljósi þess að fyrsta keppni til Íslandsmeistara í íscrossi verður haldin um næstu helgi.  Sjá fundargerð.

Ís – Ís – Ís

Nú er ekki spurning.  Ísinn verður kominn fyrir helgi.  Veðurstofan spáir yfir 5 stiga frosti framyfir helgi.  Hvaleyrarvatn var orðið svo gott sem mannhelt í gærkveldi og má því gera ráð fyrir að vatnið verði orðið vel frosið á laugardaginn.  Allt bendir því til þess að VÍH muni geta haldið fyrstu Íslandsmótskeppnina í íscrossi á Hvaleyrarvatni á þessu ári eftir tvær helgar.  Nánari upplýsingar um skráningu og keppnisfyrirkomulag verða birt um helgina.

Spennandi veður

Veðurstofan spáir 3-9 stiga frosti fram að helgi.  Þó svo hlýni um helgina þá spáir veðurstofan því að hitinn fari ekki upp fyrir frostmark.  Svo er bara að bíða og sjá hvort eitthvað sé að marka þá veðurstofumenn.