Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Keppnislið

Uppröðun á keppnisliðum skýrist með hverjum deginum.  Lið JHM Sport – TM Racing er komið á hreint.  Liðið skipa;

Viggó Örn Viggósson # 1 En 2Mx Hjól TM 300 Cross
Árni Stefánsson # 11 Hjól TM 300 Cross
Sölvi Árnason # 14 Hjól TM 300 Cross
Kári Jónsson # 66 Hjól TM 125 Enduro

Jón Magg # 65 Hjól TM 400 Enduro keppir sem einstaklingur í Enduró.

Bull tímabilið

Sjaldan hafa kjaftasögur og stórir draumar keppnisliða verið eins áberandi og þetta árið.  Þorsteinn Marel tjáir sig um „Silly Season“ á vef sínum.  Sjá grein.

Kjaftasögurnar fljúga

Vefnum barst fyrr í kvöld áreiðanleg heimild þess efnis að Bílabúð Benna væri búinn að kaupa Husqvarna umboðið og ætlaði að hefja sölu á allri Husqvarna línunni ásamt öllum tilheyrandi búnaði.  Ekki náðist samband við hlutaðeigandi og var fréttin því birt þar sem heimildin þótti traust.
Núna rétt áðan náðist samband við Snorra Bragasson hjá Gagna ehf. og staðfesti hann að Bílabúð Benna hefur EKKI keypt umboðið.  Einhverjar viðræður voru í gangi en þær runnu út í sandinn.  Snorri sagði að nokkrir aðilar hefðu haft samband við sig undanfarnar vikur og óskað eftir að kaupa umboðið af honum, á stundinni, eins og hann orðaði það en ekkert orðið af því.
Það staðfestist hér að Gagni ehf. hefur ekki selt umboðið.  Hefur hann nú þegar lagt „fyrirfram“ pöntun á 53 Husqvarna hjól og gerir ráð fyrir að að selja a.m.k. 40 Husqvarna hjól á árinu.

Fréttatilkynning frá KTM

Gleðilegt Ár og þökkum liðin.
Nýtt keppnisár er framundan og miklar breytingar hafa orðið á skipan keppnisliða fyrir 2002. Team KTM Ísland er engin undantekning frá því.  Viggó Viggósson hefur sagt skilið við liðið eftir 2 góð ár og Moto-Cross titil 2000 og  Enduro titil 2001, við þökkum Viggó fyrir frábæran árangur og óskum honum velfarnaðar í  nýju keppnisliði á komandi tímabili.

Team KTM Ísland Shell – Coca-Cola – KitKat 2002 verður skipað eftirfarandi ökumönnum.
Einar Sigurðarson #4 KTM 520 SX / EXC
Helgi Valur Georgsson #5 KTM 380 SX / 520 EXC
Guðmundur Sigurðsson #9 KTM 380 EXC
Gunnar Þór Gunnarsson #15 KTM 300 EXC
Liðsstjórn: Karl Gunnlaugsson & Sigurjón Bruno Walters.

Framboðsmál

Vefnum hefur borist ný áskorun með nýju sniði frá formanni VÍK.

Í framhaldi af skrifum mínum hérna á vefnum um hverjir ætla að taka við í stjórn klúbbsins, vil ég rifja upp eftirfarandi sögu, en þetta er góð saga sem lýsir ástandinu í framboðsmálun á þann hátt að allir ættu að skilja.  Sjá söguna.
Magnús Þór Sveinsson

Óánægja með keppnisdagatalið

Vefnum hefur borist bréf frá Vestmannaeyjum.

Hvað er í gangi! Vilja menn sleppa eyjakeppninni úr Ísl.mótinu í crossi næsta sumar? Eða hafa menn upp á eitthvað betra að bjóða. Í Eyjum er fullbúin braut sem lögð er í náttúrulegu landslagi með brekkum, hólum og hæðum + tilbúnum pöllum. Brautin er erfið MX-braut(kannski of erfið fyrir suma). Eru menn kannski að setja fyrir sig ferðakostnað fyrir eina ferð með Herjólfi á meðan við förum u.þ.b. 6 keppnisferðir yfir sumarið og látum það ekki hindra okkur í að stunda þetta frábæra sport. Það hljómar undarlega að menn séu tilbúnir að fórna því að keppa á þessari alvöru mx-braut þar sem keppt er með fullu leyfi og stuðningi bæjaryfirvalda, fyrir kannski braut í Reykjavík sem ekki er til en verður vonandi einhverntíman að veruleika.
Hvað finnst mönnum vera boðleg mx-keppnisbraut???
1. Reykjavík (???????????)
2. Selfoss (stuttur góður æfingahringur)
3. Akureyri (flatt svæði með stórum stökkpöllum (supercross))
4. Ólafsvík (mjög góð braut)
5. Eyjar (tilbúin braut frá náttúrunnar hendi)
Þetta eru aðeins mínar hugleiðingar, með von um breitt keppnisdagatal og skemmtilegt motocross tímabil.
Með (o-ring)keðju Sævar „Langston“ B-kongur
PS. í Eyjum er hægt að hjóla 11 1/2 mánuð á ári. Allir velkomnir nema fýlupúkar.