Í fyrradag fóru um 10 manns hjóla í Þorlákshöfn. Allar sandöldurnar voru frosnar og mynduðu supercross palla með tilheyrandi tilburðum og fjöri.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Motocross braut í Hafnarfirði
Barátta VÍH fyrir motocross braut í Hafnarfirði er farin að skila árangri. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eru búin að setja inn í aðalskipulag sitt að VÍH fái úthlutaða braut til afnota, 3-4 km langa. Eru yfirvöld í Hafnarfirði nú að skoða hugsanlega staðsetningu í samráði við önnur akstursíþróttafélög í Hafnarfirði. Aðalatriðið er að brautin er komin inn á skipulag og mun því verða að raunveruleika.
Dakar 2002
KTM Austurríki mun senda 12 ökumenn í 4 liðum til keppni í erfiðustu
mótorhjólakeppni sem til er, PARIS – DAKAR sem hefst um áramótin. Hér á eftir fylgir fréttatilkynning ásamt tæknilegum upplýsingum um KTM 660 Rally og KTM 950 Rally hjólin.
Mismikil er alvaran
Sú var tíðin að menn tóku sig til í misgóðu veðri, hringdu sig saman og hjóluðu sér til gamans.
Eftir því sem keppnishald hefur þróast undanfarin ár hafa stöku menn tekið upp á því að halda sér í formi yfir verstu vetrarmánuðina og virtust flestir fá þetta erfiði borgað til baka þegar kom að keppnistímabilinu.
Nú er svo komið að flestir keppnismanna eru farnir að ástunda einhverja líkamsrækt, umfram hjólamennskuna og verður því erfiðara fyrir topp ökumennina að halda forskoti sínu. Vitað er til þess að Einar púki er búinn að vera í Vestmannaeyjum alla vikuna, einungis til að æfa sig í krossbrautinni. Því til viðbótar notar Steingrímur alltaf 1 klst. í hverju einasta hádegi til að hjóla í sandinum í Þorlákshöfn.
Eftir þennan lestur má búast við því að margir af topp keppendunum komi til með að draga eitthvað úr jólaundirbúningnum og endursemja áramótaheitin sín. Á einhverjum heimilum verður engin rjúpa eða jólasteik heldur einn einfaldur Myoplex.
Supercross í London
Það væri ekki ónýtt að skella sér á supercross í London í mesta drunganum eftir áramót. En síðasta mótið í breska SX-inu fer fram Laugardaginn 12 janúar í London Arena höllinni. Það ku víst fljótlega vera hægt að nálgast miða á www.ticetmaster.com einnig má finna símann á www.londonarena.co.uk „twenty five pounds per ticket please“ Kíkið á www.uksuperx.com BB.
Bog Work ævintýri í Englandi
Steini Tótu sendi vefnum stutta lýsingu á ævintýri sínu um síðustu helgi.
Steini Tótu fór um helgina á “ Steve Bertrams memorial Bog Wash “ í norður Englandi. Innlendingar ákváðu að nú fengi Íslendingurinn að finna hvað “ Bollocks Bog Work“ væri. Bog work snýst aðallega um að bera hjólið sitt um endalausa mýri, upp úr festum ( upp að sæti ) o.s.frv. „Bog“ er sem sagt mýrarpyttur.
Steini hélt að „Wales Enduro“ Væri ca. toppurinn á drullu bullinu, en þetta var spes. Þegar hjólið var upp að eyrum, voru ennþá 200m eftir í land.
Sviti og innan blaut föt hafa fundið nýja merkingu.
Mæling á enduro galla er:
1) Ef þú ert tilbúinn að halda áfram eftir 3 festur þá er Gore Texið að virka.
2) Ef þú ert tilbúinn að halda áfram eftir 5 festur. ( Að lyfta hjóli úr mýri er aðallega spurning um hvort þú sért maður eða kona ) Þá er spurning hvort þetta sé gaman.
3) Ef þú meikar trjágöng með 50 drainage-um ( þverskurðir til vatnslosunar ) ca. 1/2km á einni gjöf, ertu orðinn enduro guð, og hinir fara að spá í hvaða græjur þú ert með. Trjágöng hafa þann skemmtilega eiginleika að hafa ekkert grip. Bara mosa og drullu.
Planið hjá Englendingum fór „Out the window“ á slóð sem kallast “ The Coarse Way“ Þar átti að sýna hver var undan hverjum og hlæja svolítið að aðkomumanninnum.
Túrinn breyttist í “ Disaster “ þegar útlendingurinn á KDXinu var sá eini sem komst í gegn og innlendir urðu að fara framhjá “ The hard bit “ Eingöngu til að villast af leið og týna útlendingnum, sem hélt áfram eftir kortinu og fann innfædda löngu síðar eftir myrkur, í þorpi þar sem allt var frosið. Mannskapurinn, Pöbbinn og hjólin.
Steini Tótu er að spá í hvort Disaster tours ( Þar sem ekkert virkar eftir plani ) gæti veri buisiness!