Vefnum hefur borist bréf frá Vestmannaeyingum sem er birt hér.
Við Vestmannaeyingar erum „MJÖG“ ósáttir við drög að keppnisdagatali næsta árs, þar sem okkur er úthlutað bikarkeppni á aðal hjólaferðahelgi ársins. Þar sem við héldum íslandsmót í fyrra um hvítasunnuhelgina og nokkurrar óánægju gætti hjá keppendum vegna ferðaleysis Herjólfs og annríkis endúrókappa. Hér með óskum við eftir að keppnisdagatal Víkur verði endurskoðað, og við Vestmannaeyingar fáum úthlutað einni keppni í íslandsmótinu 2002, þar sem við teljum okkur hafa staðið vel að undirbúningi og keppnishaldi undanfarin ár. Við teljum að nauðsynlegt sé að fá eina umferð í íslandsmótinu til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sportsins.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Fundum lyktina en ekki bragðið
Fyrir síðustu helgi lofaði ísinn góðu. Þeir alhörðustu voru mættir upp á vötnin kvöld eftir kvöld og farnir að ganga út á hratt frjósandi vötnin. Á fimmtudagskvöldið var kominn 7-10 cm þykkur ís á Hvaleyrarvatni og lofaði allt góðu en þá byrjaði að snjóa. Menn voru vel bjartsýnir og þeir sem gerðu sér ekki grein fyrir einangrunar-áhrifum snjósins enduðu á kafi í vatninu og mun Böggi á KTM200 seint gleyma því. Menn fundu þó ís á grunnri tjörn við Nesjavallaveginn, 7-10 sm þykkur ísinn en eftir 1 klst akstur var búið að spóla niður úr. Menn gátu þó leikið sér í nokkra klukkutíma.
Húsvíkingar eru víst með aðalgræjuna. Toyota pickup með snjótönn framaná. Þeir fara út á vatn sem heitir Botnsvatn og ryðja sér bara leið.
Nú er allur snjór að hverfa og spurning hvort hjólamenn verði bænheyrðir á næstu dögum og fái langan og góðan frostkafla.
Uppkast af keppnisdagatali 2002
- 4.maí lau. Enduró
- 19.maí Sun. Motocross Hvítasunna Bikarmót í Vestmannaeyjum
- 14.júní fös. Motocross Svalbarðseyri/Húsavík/Ólafsfirði
- 16.jún sun. Endúró Svalbarðseyri/Húsavík/Ólafsfirði
- 6. júlí lau. Motocross Selfoss
- 27.júlí lau. Motocross Ólafsvík
- 17.ág lau. Endúró Hella
- 31.ág lau. Motocross Reykjavík
Venjulegt dagatal nema hvað 2 keppnir 17.júní helgina og bikarmót um
Hvítasunnu, síðan bætist kannski við bikarmót í Reykjavík og ólafsvík.
Afmæli Moto
Í fréttatilkynningu frá versluninni Moto kemur fram að verslunin verður eins árs í desember og búið sé að stækka verslunina og auka vöruúrvalið. Sjá nánar á www.ktm.is.
Nafnaruglingur
Kjartan Kjartansson í enduro.is hefur fundið sig knúinn til að koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri.
Á rally.is hefur verið sett fram mannskemmandi grein um nokkra af forkólfum bílasportsins. Ekki ætla ég að rekja efni greinarinnar þar sem það er ekki prenthæft.
En ég varð fyrir því óláni að sá sem skrifaði þessi skilaboð notaði nafnið Tralli. Eins og menn hafa eflaust tekið eftir þá hef ég notað sama nafn á korknum enduro.is, og reyndar verið kallaður þessu gælunafni lengur en ég man.
Ég vil bara að menn viti að ég kom ekki nálægt þessum skrifum.
Kveðja
Kjartan Kjartansson
Jólaball Sniglanna
Vefnum hefur borist fréttatilkynning frá sniglunum.
Mótorhjólafólk, verið velkomin á jólaballið okkar, sem verður þann 15. des í sal Slysavarnarfélags kvenna í Sóltúni 20. Hljómsveitin OFL mun leika fyrir dansi. Þetta er ung hljómsveit frá Selfossi og Hveragerði sem sló verulega í gegn á Vetrarsorgardrykkjunni sem var hjá okkur í nóv. Að auki mun svo koma til okkar blúsari frá Kanada, hann er hér á ferð til að ganga frá lokasamnigum við okkur Snigla varðani tónleika á tuttugu ára afmælinu okkar. Jólaballið er alltaf haldið til styrktar Íslenskum börnum í neyð, allur ágóði af ballinu rennur í málefnið. Við ætlum að selja miða í forsölu.
Símar hjá okkur:
Lena 8612888
Eva Dögg 6991836
Sif 8941030
Dagrún 6968540
Sjáumst í jólaskapi þann 15. des