Vegna miltisbrands tókst ekki að koma öllum miðum áleiðis til eiganda. Póstsamgöngur á Íslandi lágu niðri eins og flestum er kunnugt. Miðarnir munu liggja frammi við inngang Reiðhallarinnar og geta þeir sem ekki fengu miða nálgast þá þar. GM.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Uppselt á árshátíðina
Eitthvað um140 miðar eru seldir og er uppselt í matinn. Eftir mat verður selt inn á skemmtiatriðin og ballið. Mun miðinn kosta 2000 kr. og verður húsið opnað fyrir þennan hóp um klukkan 21:30. Menn munu þá sjá Fredrik Hedman ásamt hinum skemmtiatriðinum.
Unnið var við smíði pallsins langt fram á fimmtudags nótt og reyndist hann helst til of þungur til að hægt væri að renna honum inn í sal og tilbaka. Fredrik Hedman hefur því ekkert getað æft sig. Svo virðist sem allir mótorhjólamenn á Íslandi séu ósammála honum en hann hefur haldið því fram lendingarpallurinn geti brotnað við lendingu. Einhverjar áhyggjur hafði hann einnig yfir því að rekast í þakið. Má því með sönnu segja að VÍK-verjar ætli sér að sjá til þess að skemmtiatriðin verði á heimsklassa með háum áhættustuðli. Fyrir utan stökkin þá gætum við horft upp á Fredrik verða að kíttisspaða þegar hann lendir á loftinu/þakinu eða lendingarpallurinn leysist upp í frumeindir við einhverja lendinguna… svo ekki sé talað um æfingaleysið… GM.
Undirbúningur á lokastigi
Magnús Sveinsson er í beinu símasambandi þegar þetta er skrifað. Segir að allur undirbúningur gangi samkvæmt áætlun. Og lofar hann flottust árshátíð VÍK til þessa. Fredrik Hedmann mun lenda með vél Flugleiða klukkan 15:40 á morgunn og bíður Suzuki RM250 eftir honum. Verið er að ljúka endanlegur frágangi á pöllunum. Einu áhyggjurnar sem Fredrik Hedmann hefur er að lofthæðin sé ekki næg. Magnús Sveinsson hefur sagt honum að svo sé en við fréttaritara vefsins þá hvíslaði hann því að hann fengi bara ekkert að fara hærra. Myndbandið í fyrra var flott en í ár er það mun flottara. Mikil tilhlökkun og enginn verður svikinn að einni af betri skemmtunum ársins.
Enduró í Vestmannaeyjum
Enduro í Vestmannaeyjum
Já þú last rétt, enduró í Eyjum. Laugardag 2/11 s.l. voru Team KTM og Team Bragginn með tveggja tíma enduro æfingu á nýjahrauni í Eyjum í þokkalegu veðri lengst af, en fengu smá él rétt í lokin. Var þetta frumraun Eyjamanna í lagningu endurobrautar og tókst vel til að sögn Einars Sig. Brautin var með nokkrum alvöru brekkum, bæði brattar niður í móti og upp í móti, einnig upp skáhallt, tveir fjörukaflar og fullt af grjóti, mjóir hólóttir, hlykkjóttir kaflar og smá motocross með. Alls störtuðu 11 hjól æfingunni og var ekið í tvo tíma í beit og náðu 8 aðframkomnir ökumenn að klára. Það tók c.a. 12-15 mín. að aka hringinn, Einar Sig. kom fyrstur í mark að loknum 11 hringjum, Helgi Valur 2. eftir 10 hringi og Skarphéðinn Yngva 3. c.a. mínútu á eftir Helga Val og er maðurinn kominn á feiknahraða á fyrsta ári og skulum menn varast KTM ökumann Team Braggans nr. 59 á næsta ári. Nú er bara að halda Vestmannaeyjameistara open í enduro 2002.
Svona var röðin á þeim sem rúlluðu í mark:
- Einar Sigurðsson #1 KTM 520
- Helgi Valur Georgsson #4 KTM 520
- Skarphéðinn Yngvason #111 KTM 380
- Sævar Benónýsson #125 Kawasaki 125
- Sigurður Bjarni Richardsson #18 KTM 400
- Ómar Stefánsson #26 Kawasaki 250
- Jón Gísli Benónýsson #112 Kawasaki 250
- Emil Þór Kristjánsson #103 KTM 250
- Árni Stefánsson #34 KTM 250
- Emil Andersen byrjandi Kawasaki 250
- Benóný Benónýsson 106 Kawasaki 250
Kveðja úr Eyjum
Endurotillögur !
Það sem kom fram á fundinum hjá VÍK um daginn voru ágætis tillögur varðandi komandi Enduro sumar. Það er ljóst að það þarf að auka stigafjöldann í Enduroinu fyrir Meistaradeild.
Eftir að hafa velt þessu fyrir mér fram og aftur með það í huga að nýta daginn sem best og skapa sem minnsta slysahættu á keppendum er mín tillaga svona:
B-flokkur keppir á undan í lágmark 60 mín og hámark 90 mín (best væri að keppa í 60 mín í fyrstu keppni, 75 mín í annarri og 90 mín í þeirri síðustu).
Meistaraflokkur keppir svo strax á eftir B- flokki í 90 mín og er svo flaggað út. Þegar þeir eru komnir í mark mega þeir ekki fara inn í pitt til að fylla á bensín né þiggja neina þjónustu eftir að þeir eru flaggaðir 5-10 mín á eftir að síðasti maður er kominn í mark er ræst aftur og þá jafnvel í öfugan hring aftur í 90 mín. Með þessu eru komnar tvær keppnir og búið að tvöfalda stigin til Íslandsmeistara. Eini gallinn við þetta er að þeir sem detta út í fyrri umferðini eru með fullann tank af bensíni og óþreyttir. Þess vegna væri réttast að ræsa í seinni keppnina eins og menn komu í mark í fyrri keppninni, en ekki eins og reglurnar segja til um að staða til Íslandsmeistara ráði alltaf starti, heldur árangur dagsins. Þetta þarf ekki að vera kostnaðarauki fyrir keppnishaldið það þarf bara að byrja aðeins fyrr á fyrstu keppni (mæting kl 9,00 á morgnana) og verðlaun eru eins og í crossinu samanlagður árangur dagsins ræður verðlaununum.
Með þessu fækkar stigunum í B-deild fyrir liðin því þeir keppa bara einu sinni yfir daginn. Því ætti að vera meiri ávinningur að vera með allt liðið í Meistaradeild og ná sem flestum stigum þar fyrir liðið. Einnig mætti athuga með það að aðeins 1 úr liðinu megi keppa í B-deild, en hinir 3 verði að vera í Meistaradeild.
Hvað B-deildina varðar þá var reynt á Hellu fyrirkomulag er kallaðist Lágvarðardeild. Þetta þrælvirkar ef rétt er af staðið. Það sem var að á Hellu í Lágvarðardeildini var að forgjöfin sem keppendurnir fengu var of mikil. Ég fór yfir tímana á öllum sem kepptu í þessum flokki og gaf ég þeim 30 sek í forgjöf en ekki eina mín eins og keppt var eftir og útkoman var sú að ef að allir hefðu haldið út keppnina á sínum besta hring hefði munað aðeins 30 sek á efstu 3 mönnum og voru þar bæði elsti keppandinn og sá yngsti. Lesa áfram Endurotillögur !
Klikkuðustu Stunt atriði á Íslandi!!!
Á VÍK árshátíðinni átti að sprengja loftið á Reiðhöllinni í Víðidal og koma öllum árshátíðar-gestum það vel á óvart að þeir mundu aldrei muna annað eins. Síðasta alvöru STUNT atriði var fyrir ónefndum árum og algjörlega ó-planað en það voru tilþrif ónefnds hjólamanns, ekki ódrukkinn, í jakkafötum á 11 þúsund snúningum upp Suðurlandsbraut. Sú ferð endaði framan á leigubíl og hvorki hjól né jakkaföt voru nothæf á eftir. Vefstjóri saknar ónefnds og biður hann um að vakna af dvala sínum og byrja að hjóla aftur.
En aftur að VÍK STUNT atriðinu sem verður á heimsmælikvarða svo vægt sé til orða tekið. Ekki stóð til að kynna þetta atriði fyrirfram og átti að koma öllum „hrikalega“ á óvart. Eftir ýmsar vangaveltur komst sú niðurstaða á pappír að ekki væri það réttlætanlegt að láta álíka STUNT fréttast eftirá… fyrir þá sem ekki mæta.
Fredrik Hedman, einn besti hálofta mótorhjólamaður Evrópu og fyrrverandi atvinnumaður í motocross mun sýna listir sýnar í Reiðhöllinni í Víðidal á árshátíð VÍK. Þetta er einstakt tækifæri til þess að sjá Freestyle motocross á heimsmælikvarða. Þannig að það er eins gott að tryggja sér miða á árshátíðina núna, því engin alvöru mótorhjólamaður klikkar á þessu. Myndir af Fredrik hafa verið birtar.