Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Sala miða er hafin

Sala miða á árshátíð VÍK er hafin. Gefinn er kostur á að kaupa miðana á netinu og verða þeir sendir í pósti. Miðasölu lýkur 7 nóvember.

Matseðill
Fordrykkur
Engifer krydduð krabbasúpa með brauði
Purusteik með Madeirasósu og Mexíkanskir kjúklingabitar
Gratineraðar kartöflur, gufusoðið grænmeti og Ítalskt salat
Kransakaka, konfekt og kaffi
Skemmtiatriði
Óvænt áhættuatriði á heimsmælikvarða
Happdrætti
Stimpilhringirnir
Verðlaunaafhending
„Aksjon“ myndband frá liðnu sumri
Hljómsveitin Í svörtum fötum sér um stuðið

Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Fyrir hönd VÍK svarar Hákon Ásgeirsson erindi Arons Reynissonar (sjá þ. 24.10.01) varðandi tryggingar í keppnum.

Fyrir hönd VÍK og keppnishaldara langar mig að svara grein sem Aron Reynisson birti hér á vefnum um daginn.

Nokkurs misskilning gætir hjá Aroni.  Allar keppnir sem VÍK hefur haldið eru löglegar. Hver einasta keppni er ábyrgðartryggð og ökutækin í þeim. Allar keppnir eru haldnar í samráði við Sýslumann viðkomandi umdæmis sem gefur út keppnisleyfi þegar hann hefur fengið í hendur tryggingarskírteini, leyfi landeiganda og ýmis önnur gögn. Með því tryggingarskírteini sem VÍK kaupir fyrir hverja og eina keppni ábyrgðartryggir VÍK þann skaða sem keppnistækin valda þriðja aðila, þ.e. skaða sem verður af völdum þeirra á áhorfendum eða aðstandendum. Þessi trygging er uppá 45.000.000 ísl. krónur. (lesist 45 milljónir). Ath. Að keppnistækin sjálf eru ekki tryggð fyrir eigin skemmdum (það þýðir ekki að hringja í Sjóvá ef afturskermurinn brotnar). Sýslumaður samþykkir skoðunarmann á hverri keppni sem sér til þess að hjólinstandist öryggiskröfur. Lesa áfram Ólöglegar keppnir! Misskilningur

Löghlýðinn skattgreiðandi!!!

Ónefndur hringdi og talaði við lögregluna í Keflavík, sem kannaðist ekkert við þessi mál sem ummrædd eru í fréttagrein þ.17,10,01. (Lögreglumaðurinn fletti upp á síðunni motocross.is og skoðaði).  Nema hvað að við þyrftum jú að hafa réttindi á þessi hjól og að hafa þau skráð.  En annars ef við hefðum heimild frá landeiganda að vera með Mótorkrossbraut þarna þá hefði lögreglan ekkert við málið að athuga nema fyrrgreinda tvo þætti.  Svo að þeir sem eru með skráð hjól og réttindi þurfa engu að kvíða með að hitta „okkar“ verði laga.  Höfum við leyfi frá Landeiganda til að vera þarna??? Lögreglumaðurinn sem varð fyrir svörum var ekki viss hver eigandi þessa landsvæðis væri svo hann vísaði því til okkar klúbba.  Sign.: Einn löghlíðinn skattgreiðandi og mikill MX- áhugamaður.

Vefurinn auglýsir eftir upplýsingum frá þeim sem þekkja málið.

Lokahóf Eyjamanna

EYJAMENN „SLÚTTA“

Á laugardaginn 13. október s.l. slúttuðu
eyjamenn motocross tímabilinu 2001 með léttri æfingu á laugardeginum og mat
og viðurkenningum fyrir afrek sumarsins um kvöldið. Á æfinguna fengum við tvo
góða gesti, þá Viggó og Einar Sig. (aðrir þorðu ekki!). Voru tekin þrjú moto með
alvöru starti, flöggum og alvöru stjórnanda, Sigurjóni Eðvarðs, sem stjórnaði
eins og herforingi að hálfa væri nóg. Viljum við þakka Einari Sig. og Viggó
kærlega fyrir komuna og viljum við minna menn á að hægt er að krossa 10 mánuði á
ári í eyjum.
SJÁUMST!!!
Viðurkenningar sem veittar voru um kvöldið:
Vestmannaeyjameistari 2001
1.    Sigurður Bjarni Richardsson
2.    Sævar Benónýsson
3.    Benóný Benónýsson
Braggabikarinn fyrir mestu framfarir 2001 hlaut Íslandsmeistarinn í B-flokki, Sævar Benónýsson.
Úrslit æfingarinnar:
1.    Viggó Viggósson            #1       KTM 380            57 stig
2.    Sigurður B. Richardsson  #18       KTM 380            52 stig
3.    Sævar Benónýsson        #125     Kawasaki 125     41stig
4.    Einar Sigurðsson       #2        KTM 400           38 stig
5.    Benóný Benónýsson        #106   Kawasaki 250     36 stig
6.    Sæþór Gunnarsson         #44     Kawasaki 250     32 stig
7.    Ómar Stefánsson         #27      Kawasaki 250     28 stig
8.    Emil Kristjánsson           #103    KTM 250     17 stig

Nánari úrslit úr mýrarspyrnunni

Úrslit úr mýrarspyrnu VÍH 2001.

Einungis eru birt nöfn/númer þeirra sem luku keppni.

Aftakaveður kom í veg fyrir almennilega skráningu og eru upplýsingarnar birtar beint upp úr bókinni.

Sæti Nafn Tími
1 Svanur Tryggvasson 0:38:09
2 Magnús Þór Sveinsson 0:43:11
3 Þorsteinn Marel 0:46:01
4 nr 37 0:46:08
5 nr. 30 Þorri 0:49:06
6 Finnur bóndi 0:50:35
7 Ingvar Hafberg 0:50:36
8 Þór 0:54:43
9 Haukur -17 0:56:24
10 Ishmael 0:57:04
11 nr 97 1:01:50
12 nr 80 1:11:01
13 Skúli Inga 1:19:04
14 nr 45 1:21:03
15 Ragnar 1:21:06
16 Árni 1:34:03
17 Kóngurinn (þjófstart) 1:34:29
18 Hjörtur bangsi 1:48:20
19 nr 90 2:17:07
20 nr 183 2:17:08
21 Kári Jóns 2:46:51
22 Valþór 3:16:31
23 Gummi púki 3:40:00

Úrslit frá Hellu

Keppnin tókst frábærlega miðað við aðstæður.  Strax um morguninn bilaði prentarinn og ekki hægt að prenta neitt út.  Grenjandi rigning og hávaðarok gerði alla pappírsvinnu vonlausa og samskipti í gegnum talstöðvar voru vægast sagt óskýr í þessu roki.  Hljóðkerfið sem VÍH leigði bilaði þegar kom að verðlaunaafhendingunni og þegar allt var yfirstaðið festist trukkurinn í brekkunni.  Má segja að allt hafi gengið á afturfótunum en keppnin gekk samt upp og höfðu áhorfendur gaman af þessu.
Skjár 1 var á staðnum og má búast við einhverjum myndum í þættinum Mótor.  Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim hvenær þessar myndir birtast. Lesa áfram Úrslit frá Hellu