Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Síðasta frétt fyrir keppni

Það er búið að ganga mikið á í dag.  Hádegisfréttir Ríkisútvarpsins tóku fyrir ummæli Guðjóns Magnússonar þess efnis að „ummæli Umferðaráðs væru sögð af vanþekkingu“.  Nokkrum mínútum var eytt í þetta í hádegisfréttum sem varð síðan til þess að Sigurður Helgasson hjá umferðaráði og Guðjón Magnússon frá VÍH voru boðaðir í beina útsendingu í dægurmálaþátt Rásar 2.  Sigurður mætti ekki en í stað hans mætti Óli H Þórðarsson, framkvæmdastjóri Umferðaráðs.  Útsendingin stóð frá 17:30 og stóð til kl.  18.  Megin niðurstaða hennar var sú að Óli H Þórðasson tók fram að um „gagnkvæman“ misskilning væri að ræða.  Óli lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til samstarfs og hefði annan skilning á „krakkacrossi“ eftir þessar umræður.

Nú er ekkert eftir annað en að vera mættur á Hellu tímanlega á morgunn.  Vefstjóri er í þann mund að setjast upp í bíl á leið til Hellu og mun því ekki halda síðunni lifandi frá 20:00 á föstudagskveldi fram til eftirmiðdags sunnudags.  Bið alla vel að „hjóla“ og megi sá „svalasti“ sigra á morgunn.  Allir eiga jafnan möguleika.

Fjölmiðlafár? Ekkert minicross

Mikil tilhlökkun hefur verið hjá öllum keppendum.  Á hún eftir að aukast svo um munar fram á laugardaginn.  Hætta verður hinsvegar við sýningaratriði 5-11 ára krakka.  Ástæðan er;
Fréttatilkynning var send fjölmiðlum fyrr í dag þar sem keppnin og sýningaratriði krakkanna var kynnt.  Það liðu ekki margar mínúturnar þangað til Umferðaráð var komið með eintak og þar næst Sýslumaðurinn á Hellu.  Sýslumaðurinn hafði samband við VÍH og fékk þær skýringar að um væri að ræða sýningaratriði sem væri ekki að öllu ólíkt því sem gerðist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Börnin væru á viðurkenndum hjólum, hönnuð af þekktum vélhjólaframleiðendum, sérstaklega fyrir þennan aldurshóp.  Einnig þá væri íþrótt þessi viðurkennd og stunduð í öllum Evrópulöndum.  Taldi hann þetta skýra málið vel og sagðist vilja smá tíma til að ræða við menn og skoða málið.  Síðar í dag kom síðan afsvar þar sem skýrt var tekið fram að sýningarakstur krakka undir 12 ára aldri væri bannaður. Lesa áfram Fjölmiðlafár? Ekkert minicross

Meiriháttar þátttaka

Klukkan 8 í morgunn voru 51 keppendur búnir að skrá sig í Brekkuklifur og Mýrarspyrnu.  Þessu til viðbótar eru 24 keppendur komnir í krakkaflokkinn.  Þetta er gríðarlegur fjöldi krakka og greinilegt að mikil stemming er fyrir keppninni.  Dagskráin er byrjuð að slípast til.
Keppendur í Brekkuklifri og Mýrarspyrnu eru beðnir um að greiða skráningargjaldið strax.  Ekki hefur verið lokað fyrir skráningu og hægt er að bæta fleirum við.  Allar upplýsingar eru veittar í síma 897-0055 og 896-0300.

Krakkaæfing á eftir

Í dag er miðvikudagur og í sumar hefur tíðkast að mæta með krakkana upp á Lyklafell til æfinga.  Vitað er um fullt af krökkum sem ætla að æfa sig upp í Gufunesi og má búast við flestum fyrir klukkan 18:30 í kvöld til að nýta restina af dagsbirtunni.  Aksturslýsing: Keyra að húsin á Gufunesi þar sem VÍK var með fundaraðstöðu fyrir nokkrum árum.  Keyra vegin vinstra megin við húsið og niður í fjöru.  GM.

Allt að verða klárt

Stjórn VÍH er nú að vinna í lokaundirbúningi fyrir keppnina. Keppendur hafa verið „tregir“ til að borga skráningargjaldið og eru þeir áminntir. Ekki hefur verið lokað fyrir skráningu og eru menn hvattir til að mæta. Búið er að semja við veðurguðina og lítur allt út fyrir að við verðum einstaklega heppin.
Undirbúningur fyrir keppnina tafðist um tæpa 2 sólahringa þar sem Flugbjörgunarsveitin á Hellu ákvað að setja sig á móti keppninni. VÍH hefur hinsvegar yfir vöskum mönnum að ráða sem sigldu í víking og náðu fram því sem til þurfti. Öll leyfi og allt efni sem til þarf liggur því fyrir. Dagskrá keppninnar verður birt fljótlega og eru færustu leturgrafarar landsins á fullu að merkja bikarana.

Aldrei keðjur á Lyklafelli

Á sunnudaginn mætti Torfi Hjálmarsson með 3 stráka upp í Lyklafell.
Þar hitti hann fyrir Magnús, formann Fjáreigandafélagsins og var hann að læsa hliðinu og vildi ekki opna. Torfi spurði hver ástæðan væri og sagði hann hana vera þá, að við værum alltaf að elta rollurnar á hjólunum.
Torfi hringdi í yfirvarðstjóra Kópavogslögreglu sem vissi lítið um málið en benti honum að hringja í Þóri Steingrímsson, rannsóknarlögreglumann, sem hefur á borðinu kæru frá formanni Fjáreigandafélagsins á okkur hjólamenn fyrir að hafa verið að klippa á keðjuna. Lesa áfram Aldrei keðjur á Lyklafelli