Hella hefur upp á ýmislegt að bjóða. Tilvalið er að gista á Hellu föstudagsnóttina til að geta tekið laugardagsmorguninn mjög snemma. Æfingar eru leyfðar fram til kl. 11 fyrir þá keppendur sem hafa greitt skráningargjaldið. Ókeypis er fyrir áhorfendur og er tilvalið að fylgjast með æfingum. Sjá nánar á www.rang.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Skrautlegir búningar
Svo virðist sem hluti keppenda hafi tekið stefnuna á verðlaunin fyrir mestu tilþrifin. Sérsaumaðir fígúru-búningar, skraut á hjálma, superman skikkjur, vængir á hjólin ásamt einu og öðru verður notað til þess að auka forskotið fyrir tilþrifa-verðlaunin. GM.
Auglýsing fyrir keppnina
Verið er að mála öll bæjarfélög með auglýsingum. Hannaðar hafa verið tvær A4 auglýsingar sem á að hengja upp í öllum verslunum og sjoppum. Menn eru eindregið hvattir til að prenta þetta út og hengja þetta upp sem víðast. Hver veit nema okkur takist að koma þessum auglýsingum í allar sjoppur og verslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu og nágrannasveitir svo ekki sé talað um Suðurlandið. Gefinn er kostur á tveimur auglýsingum ef litaauglýsingin prentast illa.
Enginn aðgangseyrir
Enginn aðgangseyrir verður innheimtur að Brekkuklifrinu, mýrarspyrnunni og krakkacrossinu. Keppnin hefst klukkan 13. GM.
Greiðsla skráningargjalds
Skráningarfrestur rennur út annaðkvöld kl. 21:00. Hægt er að greiða skráningargjaldið með því að leggja inn á reikning 0327-26-3450, kt. 691200-3450 í eigu VÍH v/Helluhraun í Hafnarfirði. Ekki er þörf á að láta senda kvittun. Þeir sem ekki nenna í banka eða hafa ekki net-banka geta komið við á smurstöðinni Pennzoil sem er við Helluhraun í Hafnarfirði. Opnunartími þar er 9-12 og 13-18 í dag en á morgunn, þriðjudaginn, verður opið til 21:00. Keppnisgjald er 3000 kr.
Þeir sem hafa greitt skráningargjaldið verður frjálst að mæta upp á Hellu deginum fyrr eða snemma á laugardagsmorgunn. Er þeim frjálst að æfa sig fram til klukkan 11 á laugardagsmorgunn. Hafi skráningargjaldið ekki verið greitt eru þeir dæmdir úr leik samstundis. GM.
Lokaúrslit frá Ólafsvík
Handtalning á úrslitum úr Moto 1 á Ólafsvík hafa nú borist frá Florida og liggja niðurstöður fyrir. Sjá úrslit frá Ólafsvík 30 júní.