Úrslit hafa borist vefnum frá Svalbarðseyri og hafa þau verið birt hér
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Engar fréttir
Engar fréttir né úrslit hafa borist vefnum frá motocrossinu á Svalbarðseyri. Ekki náðist að birta tilkynningu um beina útsendingu á skjá einum í gær og er beðist velvirðingar á því. Það er mikilvægt að allir sem og liðin sendi inn alla fréttapunkta, heyrst hefur og kjaftasögur svo hægt sé að halda þessu lifandi.
Arngold kominn í gang
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með framgangi Argnolds hér á síðunni þá er Argnold borinn og fæddur hjá Vélhjól og Sleðar. VHS tók sig til fyrr í sumar og hóf verkefni sem strax fékk nafnið Argnold. Argnold er Kawasaki KX250 þar sem mótorinn var látinn fjúka og mótor úr KX500 settur í staðinn. Tilkynning frá VHS barst vefnum um að Argnold væri kominn í gang.
Þegar Argnold fór í gang stóðu margir þöglir og biðu eftir þrumuveðri eða einhverju sérstaklega dularfullu. Það varð reyndar hellt verulega úr fötunni þetta kvöld. Sem betur fer eftir testið. Hópurinn sem fylgdist með sagði ekki orð, nema þegar Raggi fór af stað í annað skiptið með Argnold heitann. Þegar hann setti í 3ja og opnaði, heyrðist: Hmm! Það hann greinilega tekur á! Þá var 10m svart strik eftir Argnold á götunni og karlinn farinn á afturdekkinu. It’s ALIVE!!!!!
Nú er bara að bíða og sjá. Séð utanfrá VHS virtist sem verkefninu væri hrint af stað vegna óánægju Ragga með eigin framgöngu í keppnum. Meðan á smíðinni hefur staðið hefur Raggi hinsvegar tekið sig hressilega á og er farinn að skila liði VHS topp árangri. Spurningin síðan hvort Raggi haldi því striki áfram eða hætti árangri sínum með því að stökkva upp á Argnold?
Nýtt húsnæði og Argnold
Vélhjól og Sleðar hafa skrifað undir kaupsamning að nýju húsnæði við Funahöfða 19 og munu flutningar eiga sér stað í næsta mánuði. Á sama tíma er Argnold, hinn nýji KX+ að gangast undir prófanir. Sjá nánar fréttavef www.biker.is.
Nýr linkur
Aron Reynis fann flottan link. Nú er greinilega kominn tími til að bæta við einhverjum nýjum linkum inn á „linka“-síðuna. Ekki hefur verið eitt neinu púðri í þá síðu né sumar aðrar sem tengjast þessum vef. Líklega sjáum við einhverjar breytingar með haustinu en allavega þá er nýjasti linkurinnhttp://motorcyclestuff.start4all.com/ og hvet ég alla til að senda inn góða linka ef þeir finna.
Pælingar Steina Tótu
Eitthvað er Steini að velta fyrir sér motocrossinu og það hvenær feita konan springur. Sjá vef www.biker.is.