Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Tafir / Fréttaskot / Villur

Þessa dagana hafa orðið smá tafir á því að upplýsingar birtast á vefnum.  Umsjónarmaður er í sumarfríi og skemmtir sér konunglega í sól og heiðríkju og „nennir“ ekki alltaf að athuga póstinn sinn.
Fréttaskot / Heyrst hefur berast vefnum frá ýmsu aðilum.  Þessi texti er tekinn beint („copy/paste“) og reynt er að leiðrétta þær stafsetningarvillur sem blasa við.  Hjólamaður sendi inn „Heyrst hefur…“ um að Haukur og Þór hafi farið með 6 sveita enduró… (10.07.01)  eins og sést hér til hliðar.  Leiðrétting barst vefnum hinsvegar í gær þar sem fram kemur að þetta á að vera „sveitta enduró“ en ekki „sveita enduró“.  Vefstjóri telur hinsvegar enga þörf á leiðréttingunni þar sem hvort heldur á vel við.

KTM Ferðin 2001

21-22 júlí verður 3rd edition af KTM ferðinni 2001.  Ferðin er eingöngu fyrir KTM eigendur og verður farið inn á svæðið fyrir ofan Þjórsárdal.  Gist verður í svefnpokagistingu Hólaskógi við Sultartangavirkjun.  Grill og Geðveiiiiiikkki. Leiðangursstjóri er Einar Sigurðarson Íslandsmeistari í Enduro og lofar hann skemmtilegum slóðum sem henta öllum, byrjendum sem lengra komnum.  Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ella Æsta í MOTO.

Nítró í kvöld

Munið eftir að horfa á Nítró í kvöld kl. 19:00. Þar verður sýnt frá motocrossinu á Ólafsvík ofl. Kíkið líka á myndirnar á isak.is.

Í heimsókn hjá bóndanum

Hluti KTM liðsins, Kalli, Sigurjón og Einar lögðu land undir fót og héldu í Eyjafjörðin til Finns Bónda. Ekki klikkaði stemmingin en hún byrjaði á lagfæringum á malarvagni Bóndans á vinnusvæði Arnarfells þar sem stór Payloader var notaður til að rétta vagninn. Einar fékk svo að fara í gröfu leik á Payloadernum og brosti hringinn þegar fyrsta skóflan var fyllt. Daginn eftir var farið í 7 tíma túr yfir fjöllin og inn að Vaglaskógi í þoku, sól, drullu, snjósköflum ofl. Í lok dagsins var svo ný Moto-Cross braut þeirra Þengils manna skoðuð en hún á að verða tilbúin fyrir 28. júlí. og lítur vel út.
Semsagt allt í lukku fyrir Norðan.
Katoom

Nánari úrslit

Vefnum var að berast nánari úrslit frá Ólafsvík og hafa þær allar verið birtar.  Verið er að vinna í moto 1 í A flokk þar sem verið er að skoða myndbandsupptökur þar sem rafstöðin varð bensínlaus í miðju motoi.  Athuga skal að úrslit í A flokk gefa bara upp fyrstu 5 og svo stig á alla aðra úr moto 2 og 3 en ekki úr moto 1.

Motocross í Ólafsvík

Önnur umferð Íslandsmótsins í Motocross fór fram sl. laugardag í sól og blíðu á Ólafsvík. Nýtt þátttökumet var slegið í þessari keppni, en 44 keppendur voru skráðir til leiks, 22 í hvorum flokki. Í fyrsta riðli í A flokki átti Ragnar Ingi mjög gott start, en helsti keppinautur hans, Viggó Viggósson kom fast á hæla hans og stutt á eftir þeim kom Reynir. Einnig voru Helgi Valur og Haukur framarlega. Baráttan var þó aðallega á milli Ragnars, Viggós og Reynis og voru þeir í nokkrum sérflokki í þessum riðli. Viggó barðist hetjulega en náði aldrei að ógna Ragnari neitt að ráði og sigraði hann því nokkuð örugglega í riðlinum með Viggó og Reyni í öðru og þriðja sæti. Í öðrum riðli tók Reynir forystuna fljótlega og hélt henni fram í miðjan riðilinn, en þá náði Ragnar fram úr honum eftir mikla baráttu. Þeir tveir börðust eins og ljón það sem eftir var af riðlinum.  Ragnar hafði betur í þeirri baráttu með Reyni á hælunum, Viggó kom svo í mark í þriðja sæti. Í síðasta riðli áttu flestir toppökumennirnir frekar lélega ræsingu og Bjarni Bærings tók forystuna í byrjun. Hann hélt henni þó ekki lengi, því Ragnar og Reynir voru komnir fram úr honum mjög fljótlega. Þeir skiptust á að leiða riðilinn og virtust eiga nóg eftir þrátt fyrir að keppnin væri svona lang komin. Ragnar hafði betur í þessari baráttu, en stöðva þurfti riðilinn áður en tilætlaður keppnistími var liðinn vegna slyss í brautinni. Aldrei er að vita hvernig hefði farið ef riðillinn hefði náð tilætluðum tíma því Reynir virtist eiga mikið inni og var að veita Ragnari harða keppni. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Viggó virtist alveg heillum horfin eftir lélega ræsingu og virtist vera nokkuð sáttur með þriðja sætið í þessum riðli. Ragnar sigraði því í öllum riðlunum og tók forystuna í Íslandsmótinu í Motocross, Viggó er annar og Reynir þriðji. Lesa áfram Motocross í Ólafsvík