Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Allir velkomnir í hjólatúr

Laugardaginn 9 júní býður Verslunin MOTO og KTM Ísland öllum hjólamönnum og konum í hjólatúr. Lagt verður upp frá Kolviðarhól kl. 12.  Menn eru beðnir um að mæta klukkan 11.  Ferðin er 4-5 klst. með óvæntum uppákomum og reyndum leiðastjórum.  Jón Guð og Einar eru að plotta leiðina en túrin er fyrir „ALLA“ óreynda sem reynda.  Lágmarksbensín fyrir tvígengishjólin er 12 lítrar þannig að menn verða að vera með aukabensín með sér.

Úrslitin frá Vestmannaeyjum

Hérna koma úrslitin úr Motocrossinu í Vestmannaeyjum, restin kemur seinna, þ.e. tímar úr hverju motoi fyrir sig o.s.frv. Fullt af keppendum er nú veðurtepptur í Eyjum þar sem ekki er flogið vegna veðurs. Í kvöld verður hörkuskemmtun í Herjólfsdal þar sem búið er að setja upp tjald og skapa á sanna Þjóðhátíðarstemmningu. Stimpilhringirnir koma fram og er nokkuð ljóst að þeir verða beðnir um að koma fram á næstu þjóðhátíð. Árni Johnsen ætlar einnig að mæta á svæðið og taka kartöflusönginn hinn eina sanna. Af útlendingunum er það af frétta að Joe Columbrero mætti og keppti í B flokki en gekk ekki sem skyldi. Tom Webb gat ekki mætt af óviðráðanlegum orsökum en því miður var þetta síðbúið aprílgabb af hálfu Castrolliðsins. Þess má geta að þó Castrolliðið hafi ekki gengið eins og áætlað var í keppninni er nokkuð ljóst að þeir hafi unnið „flottfaktorinn“ svokallaða þar sem þeir dreifðu plakötum af liðinu og gáfu út geisladisk sem gefin var á keppninni.Þá er fréttum úr Eyjum lokið, Kv. Eva Björk Fréttaritari VÍK í Eyjum.

Umsjónarmaður vefsíðunnar er staddur upp á hálendi og ekki í aðstöðu til að koma efninu frá sér á viðunandi hátt þar sem gagnahraði (tengihraði) netsins í gegnum GSM síma er lítill.  Samt sem áður hefur öllum upplýsingum verið komið á framfæri þó svo „útlitið“ á efninu sé hrátt.

Úrslit

Brautarsjóður

Þórður Valdimarsson (Tóti Mælir) hefur sett á stofn brautarsjóð til að byggja upp braut í Mosfellsbæjargryfjunum.  Rætt hefur verið við landeiganda og hefur hann sýnt vilja til að aðstoða við að byggja upp braut í gryfjunum.  Öll framlög í sjóðinn eru vel þegin, stór sem smá, en eins og allir vita þá gerir margt smátt eitt stórt.  Hægt er að leggja inn á reikning: 0547-14-602432 kt.: 480592-2639.

Nýtt hjól?

Vegna „vöntunar“ á velgengi ákvað Jagúar liðið að endurhanna bíl sinn í formula 1.  Ekki er vitað með vissu hversvegna eða afhverju V&S takast á við neðangreint verkefni en sem betur fer er ekki þörf á vindgöngum, nóg er rokið.

Það er opinbert! Tilraun no. 2 á 4 árum. Raggi og 250 eiga í erfiðleikum saman.  Karlinn er alinn upp á 500 frá 1983 og seinni tilraun til að verða 250 ökumaður endaði síðasta mánudag. 5 sek.munur að jafnaði í braut þar sem power er ekki atriði ( Grindavík ) gerði útslagið.  500 skal það vera.  Þetta þýðir að á miðvikudag var búið að safna því sem þurfti.  KX500 skaffar vélina. KX250 stell og græjur + Marzocchi race framdempar og eftir helgi verður einn af örfáum 500vél/250stell Kawar í heiminum ready.  Eina svona græjan sem við vitum um er hjólið sem Ástralinn Ferguson leiddi GPið þar langt fram eftir keppni, á undan Everts, Smets o/co. Ameríkanar hafa smíðað tvö 500 hjól með 250 afturstelli og sérsmíðuðum tank.  Kalla það KX500-F.  Hugmyndin þar var að minnka hjólið um miðjuna og auðvelda þungaflutning fram og aftur.  Heimurinn er svo smár í þessum geira að Dave sem smíðaði USA hjólin ( Vinnur hjá ProCircuit ) spurði Steina hvort hann þekkti Ferguson!  Þetta verður spennó.  Raggi og VH&S ætla ekkert að gefa titilinn í ár þó síðasta ár hafi horfið í meiðsli.

Afsökunarbeiðni

Ég Steini Tótu bið Karl Gunnlaugsson opinberlega innilegrar afsökunar á frumhlaupi mínu í vefskrifum um VÍK og keppnisskráningar.  Eins og alltaf læt ég stóru skotin vaða án nánari umhugsunar og þarf síðan að éta ofan í mig mistökin.  Geri það hér með.  Kom í ljós að mistökin með að koma félaginu í viðkvæma stöðu gagnvart bransanum, voru gerð alfarið án vitundar Kalla enda hefur Karl að jafnaði sýnt skynsemi þegar þessi ósýnilegu strik hafa skarast. Maggi í VÍK gerði sér ekki grein fyrir því hvað þessi blanda er viðkvæm og ekki Einar heldur.  Sérstaklega ber að geta þess að Moto er rekið af tveim aðskildum fyrirtækjum, hvoru með sýna stjórnendur.  Þetta upphlaup mitt skilar samt sem áður því markmiði að skerpa á línum milli fyrirtækja og félagsins og mun á næstu dögum hreinsast til í drullunni ( sem ég byrjaði að kasta sjálfur ).  Það verður að halda þessu klárlega aðskildu.  VÍK þarf peninga og þeir koma náttúrulega að töluverðu leiti frá bransanum í formi auglýsinga og slíks.  Það eru aðferðirnar sem skipta öllu máli.  Það má enganveginn líta þannig út gagnvart félagsmönnum eða öðrum að verið sé að hygla einum umfram aðra. Það er frumskilyrði.
Lögum þetta núna.
Steini Tótu