Í mogganum (22.05) er grein um reiðvegi í Hafnarfirði (undir dálknum Hestar). Þar er fjallað um að bærinn sé búinn að eyða 30 millum í reiðgötur + 10 til viðbótar sem hafa komið frá öðrum aðilum. Sem sagt 40 millur í reiðgötur. Það var formlega haldið upp á þessa framkvæmd um daginn og hélt bæjarstjórinn meðal annars ræðu. Hestamenn í Hafnarfirði voru að sjálfsögðu í skýjunum með þetta framtak en sögðu þó að eitt skyggði á gleði þeirra. Það eru mótorhjólamenn á torfæruhjólum sem eru alltaf að keyra vegina „þeirra“. Þetta væri orðið óþolandi ástand.
VÍH hefur verið að vinna að því að fá braut fyrir hjólamenn í Hafnarfirði. Vonast er eftir fundi með bænum á næstu dögum. Spurning er síðan ef bæjaryfirvöld í Hafnarfirði fara ekki að taka á þeim málum af einhverjum viti hvort VÍH túlki ekki þessa reiðvegi sem 40+ hesta-fla vegi og haldi bikarkeppni í „löggu og bófa leik“. Nánar auglýst síðar!
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Púka æfingar
MotoMos stefnir að púka „Race“ æfingum á miðvikudagskvöldum í sumar. Foreldrar hafi samband við Steina Tótu í VH&S 587-1135 eða Tóta Mæli 892-4969. Það verður fundur um málið Kl. 20:00 á þriðudag í Bita Höllinni út á horni hjá VH&S-Kawasaki. Stefnan er að Púkarnir fái fast kvöld í vikunni, nú þegar skóla líkur. Í braut sem verður gerð af foreldrum í Mosó gryfjunum. Hugmyndin er að þeir sem eiga púka með hjóli geti komið á miðvikudagskvöldum og deilt hetjusögum og kennslu til Púkanna meðan þeir kynnast og læra hver af öðrum. Mjög “ óopinbert „Race“ verður hluti af kvöldinu. Það þýðir ekkert að koma ef maður á ekki skóflu og hrífu. Við verðum að leggja smá vinnu í þetta en það er klárt að ef þessir Púkar eiga að læra á eðlilegum hraða og vinna okkur á næstu árum verður það þess virði. Þegar þetta verður komið í gang má vel ímynda sér fullt af Púkum í einni braut að hamast við að verða gamlir, og fillt af stórum Púkum í annarri braut að hamast við að verða ungir. Konurnar sjái svo um að allt gangi eðlilega fyrir sig og setji plástur á bágtin eftir þörfum.
Allt að verða klárt í Eyjum
Undirbúningur fyrir motocrossið í Vestmannaeyjum er nú á lokastigi, brautin hefur aldrei verið betri og hefur verið töluvert endurbætt frá því á síðasta ári. Rétt er að benda mönnum á að brautin verður lokuð frá kl. 13.00 á föstudeginum 1. júní fram á keppnisdag. Skráning í keppnina verður þriðjudaginn 29. maí n.k. en hún verður auglýst betur síðar. Búið er að reisa stærðar sirkus tjald í Herjólfsdal þar sem heljarinnar grillveisla verðum um kvöldið eftir keppni. Þar er líka öll aðstaða fyrir þá sem ætla að gista í tjaldi til fyrirmyndar, sturtur, salerni og allur pakkinn. Líklegt er að Stimpilhringirnir troði upp ásamt Árna Johnsen og Helillum húsmæðrum í stóra tjaldinu. Svo verða Eyjaleikarnir settir og nýjar keppnisgreinar kynntar til leiks, t.d. Lundakappát, Pysjuprumpukeppni, sprangað á sprellanum, Keikó-kapphlaup, Johnsen jarmið o.fl. ofl. Það er því um að gera að fara bóka far til Eyja á gamla genginu þar sem allt er að seljast upp.
Skemmtilegar minningar úr Ólafsvík
Jóhann Ögri (Hanni), átti ekki góðan dag á laugardaginn því að hann byrjaði á því að stökkva á Magga (í Forgarði helvítis) á dobble jumpinu og lenti með standpetalan á hökunni á hjálminum sem brotnaði og fór standpetallinn hérum bil ofaní kok á Magga. Það þurfti að sauma þrjú spor í neðri og e-a í efri vör. Seinna óhappið hjá Hanna skeði i öðru motoi þegar Yamminn festist í botni rétt fyrir stóra table toppið og skildi Yamminn Hanna eftir, sem lenti illa á öðrum fætinum og ökklabrotnaði.
Rétt skal vera rétt
Vegna fréttar hér fyrr þá sendir Haukur Þorsteinsson okkur leiðréttingu sem hljóðar eftirfarandi. „Þetta er hárrétt varðandi það að ég kláraði ekki eitt moto, en það var moto nr. 2 þegar kúplingskarfan í mótornum brotnaði. Kveðja Haukur“. Haukur er einn af örfáum sem komu nýjir inn í enduro og motocross keppnirnar í fyrra og hefur stimplað sig inn með glæsibrag á listann yfir bestu ökumenn.
Úrslitin komin
Úrslitin hafa verið birt frá motocross keppninni í Ólafsvík. Vegna bilunar í tímatökubúnaði liggja engar upplýsingar um millitíma fyrir.
19
Maí. Motocross – Bikarmót í Ólafsvík. |
Bilun varð í tímatökubúnaði og því ekki hægt að |
Úrslit í A flokk |
||||||
Sæti |
Rásnr. |
Keppandi | Moto 1 | Moto 2 | Moto 3 | Samtals |
1 | 1 | Viggó Viggósson | 20 | 20 | 20 | 60 |
2 | 5 | Ragnar Ingi Stefánsson | 17 | 17 | 17 | 51 |
3 | 3 | Reynir Jónsson | 15 | 15 | 15 | 45 |
4 | 15 | Valdimar Þórðason | 13 | 10 | 13 | 36 |
5 | 6 | Steingrímur Leifsson | 9 | 9 | 11 | 29 |
6 | 17 | Haukur Þorsteinsson | 8 | 11 | 10 | 29 |
7 | 4 | Helgi Valur Georgsson | 7 | 13 | 5 | 25 |
8 | 34 | Arni Stefánsson | 5 | 8 | 9 | 22 |
9 | 9 | Þorsteinn Marel | 3 | 7 | 8 | 18 |
10 | 22 | Ingvar Hafbergsson | 2 | 5 | 7 | 14 |
11 | 19 | Egill Valsson | 4 | 4 | 6 | 14 |
12 | 7 | Guðmundur Sigurðsson | 10 | 1 | 1 | 12 |
13 | 41 | Michael B. David | 6 | 6 | 0 | 12 |
14 | 23 | Jóhann Ögri Elvarsson | 11 | 1 | 0 | 12 |
15 | 56 | Bjarni Bærings | 1 | 3 | 3 | 7 |
16 | 59 | Svanur Tryggvason | 1 | 1 | 4 | 6 |
17 | 147 | Jón Haukur Stefánsson | 1 | 2 | 1 | 4 |
18 | 91 | Elmar Eggertsson | 1 | 0 | 2 | 3 |
19 | 21 | Þorsteinn B. Bjarnarson | 1 | 1 | 1 | 3 |
Úrslit í B flokk |
|||||
Sæti |
Rásnr. |
Keppandi | Moto 1 | Moto 2 | samtals |
1 | 49 | Gunnar Sölvason | 17 | 20 | 37 |
2 | 107 | Þorsteinn Bárðason | 20 | 17 | 37 |
3 | 127 | Magnús Ragnar Magnússon | 15 | 11 | 26 |
4 | 25 | Magnús Þór Sveinsson | 11 | 15 | 26 |
5 | 123 | Haukur B. Þorvaldsson | 7 | 13 | 20 |
6 | 115 | Ismael David | 10 | 10 | 20 |
7 | 92 | Björgvin Sveinn Stefánsson | 8 | 10 | 18 |
8 | 154 | Helgi Reynir Árnason | 9 | 9 | 18 |
9 | 81 | Þóroddur Þóroddsson | 13 | 1 | 14 |
10 | 93 | Steinn Hlíðar Jónsson | 5 | 7 | 12 |
11 | 72 | Steindór Hlöðversson | 2 | 8 | 11 |
12 | 36 | Þór Þorsteinsson | 4 | 6 | 10 |
13 | 76 | Pétur Smárason | 3 | 5 | 8 |
14 | 82 | Finnur Aðalbjörnsson | 6 | 2 | 8 |
15 | 180 | Ríkharð Ingi Jóhannsson | 1 | 4 | 5 |
16 | 131 | Jón Ómar Sveinbjörnsson | 1 | 3 | 4 |
17 | 77 | Bergmundur Elvarsson | 0 | 1 | 2 |
18 | 132 | Tryggvi Þór Aðalsteinsson | 1 | 0 | 1 |