Brautin í Ólafsvík er orðin keppnisfær, búið að bæta við stökkpöllum, tekniskum og krefjandi, samt ættu allir að ráða við þá. Búið að setja 400 rúmmetra af leir í brautina. Hin fræga grjótbeygja er horfin og komin ekta SuperCross beygja í staðin. Endapallur mun stærri og öruggari. Firsta beygja eftir start breikkuð svo allir komist fyrir. Brautin örugglega sú skemmtilegasta í Evrópu. Mótocross fíklar hvattir til að skrá sig í Bikarkeppnina sem verður þann 19 Maí. Komið ef þið þorið.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Þetta er aðalflokkurinn
Bréf frá Hirti líklegum
Óskráð lög og reglur
Það hefur ekki verið auðvelt að fá menn til að sjá um keppnir hjá VÍK í gegnum tíðina og einnig mannskap til að vinna í keppnum. Það fyrsta sem keppendur þurfa að gera meira af er að virða þá sem standa í því að sjá um keppnir. Það er hægt með ýmsu móti svo sem að bjóða fram aðstoð ef að menn halda að þeirra starfskraftur nýtist á einn eða annan hátt í að undirbúa keppni,gott dæmi var að Yamaha liðið ásamt Andrési og Þóri Þorsteins eyddu verkalýðsdeginum við að leggja brautina í Þorlákshöfn .
Þorlákshöfn er vinsæll staður til að vera og æfa sig á hjóli, en það er munnlegur samningur um það að félagar í VÍK séu ekki að æfa sig innan girðingar þar svo að við getum haldið þessa einu keppni á ári sem þar er haldin. Til að þessi samningur sé í gildi verða allir að taka höndum saman og hætta að hjóla á svæðinu þar sem keppnin er haldin. Það er mjög gott svæði 10 km vestan við Þorlákshöfn sem er bæði aðgengilegt og svipað því svæði sem þessar árlegu endurokeppnir í Þorlákshöfn eru haldnar á.
Svo er það mannlega hliðin á samskiptum keppnisstjórnar og keppanda. Nú er komið inn í reglugerðina í enduroreglunum að keppendur meyga leggja keppnisbrautina með keppnisstjórn og er það gert til þess að fá nýjar hugmyndir í brautarlagninguna frá keppendum sjálfum. Þetta eiga keppendur að nýta sér í botn og vera viðstaddir brautarlagningu (og efast ég ekki um það að þeir 5 keppendur sem voru við brautarlagninguna hafi grætt á því).
Þegar komið er á keppnissvæði eru sumir keppendur alltaf að spyrja starfsmenn hvernig er þetta og hitt. Starfsmenn verða að fá frið til að vinna sína vinnu og keppendur verða að mæta betur lesnir til keppni og er hér átt við að lesa reglur fyrir keppni og það blað er keppendur fá við skráningu, þess vegna er það svo áríðandi að keppendur mæti á þann stað sem skráning fer fram á og nái í dagskrá keppninnar.
Það er ekkert verra en keppandi sem truflar starfsmann sem er að vinna sína vinnu í keppni með óþarfa spurningum . Fyrir allar keppnir eru keppendur ávarpaðir og farið er yfir helstu atreyði keppninnar þá eiga keppendur að nota tímann til að spurja spurninga sem þeir vilja fá svör við.
Þegar keppandi er kominn í mark og hans fyrsta verk er að fara í tímavörð eða annann starfsmann keppninnar og spurja í hvaða sæti er ég, þessi keppandi og hans líkir eru með öllu óþolandi .
Þegar keppni er lokið er það algjör nauðsyn að yfirtímavörður fái frið til að vinna sína vinnu allann þann tíma sem hann þarf til þess og ættu keppendur að sameinast um það að slá skjaldaborg um þennan starfsmann til þess að úrslit komi sem fyrst úr keppninni.
Eitt að lokum. Það finnst mér sjálfsagður hlutur að þeim mönnum sem vinna við keppnina á einn eða annan hátt ætti að bjóða fyrst í partí kvöldsins sem eru lágmarks laun fyrir daginn, því það eru fyrst og fremst starfsmenn keppninnar sem gera hana mögulega.
Örlítið um síðustu keppni: Það voru margir sem höfðu orð á því að Viggó hafi ekið hratt inni í pittinum, en það voru margir fleiri sem óku hratt þar og meira að segja voru prjónandi. Einn keppandi stoppaði ekki 3 sinnum af 11 hringjum sem hann fór hjá STOPP skiltinu, annar keppandi tók svo harkalega af stað inni í pitt fyrir framan mig að hann spólaði grjóthnullungum á mig og aðstoðarmenn sína. 1 keppandi var í talstöðvarsambandi við pitt það er bannað (sjá reglu no 8 í hjálmareglum MSÍ) svona má lengi telja áfram, en ég ætla að láta staðar numið, en það er í reglunum að það er ákvörðun keppnisstjórnar hvort refsingum sé beitt.. Úrslit væru ekki enn til ef öllum þessum hefði verið refsað, en hvað það varðar að menn voru að sleppa hliðum þá var veður þannig að ekki var hægt að sjá stikurnar í brautinni svo að keppnisstjórn ákvað að fella allar kærur út vegna þess að menn vissu einfaldlega ekki hvort þeir fóru í gegnum hliðin eða ekki.
Menn hafa sagt við mig að ég vilji ekki refsa Viggó fyrir það sem hann gerði. Það er alveg rétt ég vil ekki þurfa að refsa neinum mönnum fyrir það sem þeir vita að er rangt að gera í keppnum ég vil einfaldlega að menn fari eftir reglum (Viggó má eiga það fram yfir alla aðra keppendur að hann hefur eftir allar 3 keppnirnar sem haldnar hafa verið í Þorlákshöfn hjálpað mér við að þrífa brautina eftir keppni og var hann eini keppandinn sem hjálpaði í ár, að launum ætti hann að fá forskot í næstu keppni það forskot yrði hugsanlega til þess að fleiri tækju til hendinni við þrif eftir keppni)
Þetta er afsagnarbréf mitt sem starfsmanns fyrir endurokeppendur, en ég mun endurskoða það að næstu keppni lokinni og ef vel tekst til að fara eftir þessum tilmælum mínum er ég til í að starfa áfram í þágu endurokeppna.
Hjörtur Líklegur.
P.S. Í Enduro-guðanabænum hættið að kalla mig Enduro-guð það er ekki ég, þetta er guðlast því ég á mér ENDURO-GUÐ eins og allir aðrir enduromenn.
Tryggingamál, til umhugsunar
17 ára púki þarf að greiða um 520 þúsund krónur í tryggingar á ári þar sem hann fær engan bónus. Skellinöðru trygging er nú orðin 92 þúsund krónur. Hvar á 15 ára púki að fá þennan pening? Hvernig réttlætir 15 ára og þaðan af eldri að greiða andvirði eins hjóls á ári í tryggingar?
Á vef FÍB hefur verið birt bréf frá bitrum föður.
Sumir geta ekkert skoðað síðuna
Síðan var flutt fyrir um viku til Íslands en hún var geymd erlendis. DNS nafnþjónar uppfæra sig almennt einu sinni á sólarhring og virðast flestir ekki hafa orðið varir við þetta. Hinsvegar er vitað um eitt tilvik þar sem notandi er hjá Margmiðlun þar sem þeirra nafnþjónar hafa ekki verið uppfærðir og komast þeir notendur ekki inn á síðuna. Vonandi gera þeir bragabót á þessu hið fyrsta. Þangað til, verða þeir aðilar að kíkja á síðuna hjá vinum eða kunningjum. Svo er alltaf hægt að eiga viðskipti við aðra sem eru betur „stilltir.“
Úrslit frá Þorlákshöfn
Sæti | Stig | Rásnúmer og nafn | Tími | Flokkur | Hjól |
Eknir hringir: 11 | |||||
1 | 30 | 1-Einar Sigurdsson | 125:28.25 | 3 | KTM SX 520 |
2 | 25 | 2-Viggo Viggosson | 125:52.75 +0:24.50 | 1 | KTM EXE 380 |
3 | 21 | 5-Ragnar Ingi Stef nss | 126:19.50 +0:51.25 | 1 | Kawasaki KX 250 |
4 | 18 | 17-Haukur Thorsteinsson | 132:09.59 +6:41.34 | 3 | Yamaha WR 426 |
5 | 16 | 11-Gunnar Thor Gunnarss | 135:48.63 +10:20.38 | 1 | KTM 300 |
6 | 15 | 8-Thorvadur Bjorgulfss | 136:43.78 +11:15.53 | 1 | Kawasaki KX 250 |
7 | 14 | 7-Gudmundur Sigurdsson | 138:06.28 +12:38.03 | 1 | KTM 380 |
Eknir hringir: 10 | |||||
8 | 13 | 14-Solvi Arnason | 129:14.71 | 1 | TM 300 |
9 | 12 | 19-Egill Valsson | 130:52.04 +1:37.33 | 1 | KTM 300 |
10 | 11 | 41-Michael B David | 131:26.69 +2:11.98 | 1 | Kawasaki KX 250 |
11 | 10 | 23-Johann Ogri Elvarsso | 131:49.16 +2:34.45 | 3 | Yamaha YZ 426 |
12 | 9 | 9-Thorsteinn Marel | 132:34.03 +3:19.32 | 1 | Kawasaki KX 250 |
13 | 8 | 34-Arni Stefansson | 134:13.45 +4:58.74 | 1 | KTM 250 |
14 | 7 | 15-Valdimar Thordarson | 135:02.28 +5:47.57 | 1 | Kawasaki KX 250 |
15 | 6 | 49-Gunnar Solvason | 135:22.93 +6:08.22 | 3 | Yamaha WR 426 |
16 | 5 | 97-Einar Bjarnason | 136:45.70 +7:30.99 | 3 | KTM 520 |
17 | 4 | 25-Magnus Thor Sveinsso | 137:55.40 +8:40.69 | 1 | Honda CR 250 |
18 | 3 | 59-Svanur Tryggvason | 138:07.98 +8:53.27 | 1 | Husqvarna WR 250 |
19 | 2 | 99-Vignir Orn Oddsson | 139:02.91 +9:48.20 | 3 | Husqvarna 410 |
Eknir hringir: 9 | |||||
20 | 1 | 16-Jon B Bjarnarson | 126:48.50 | 1 | KTM 300 |
21 | 1 | 12-Hakon Asgeirsson | 127:08.05 +0:19.55 | 1 | Honda CR 250 |
22 | 1 | 105-Stefan Briem | 129:26.19 +2:37.69 | 1 | KTM 250 |
23 | 1 | 28-Brynjolfur Thorkelss | 134:26.36 +7:37.86 | 1 | Honda CR 250 |
24 | 1 | 44-Saethor Gunnarsson | 138:17.26 +11:28.76 | 1 | Kawasaki KX 250 |
25 | 1 | 45-Johann Gudjonsson | 139:12.68 +12:24.18 | 3 | KTM 520 |
26 | 1 | 18-Sigurdur Bjarni Rich | 139:25.92 +12:37.42 | 1 | KTM 380 |
Eknir hringir: 8 | |||||
27 | 1 | 56-Bjarni Baerings | 126:29.11 | 1 | Yamaha YZ 250 |
28 | 1 | 35-Andres Kr Thorgeirss | 127:37.00 +1:07.89 | 3 | Yamaha WR 400 |
29 | 1 | 57-Simon Thor Edvaldsso | 128:19.34 +1:50.23 | 1 | Honda CR 250 |
30 | 1 | 38-Snorri Gislasson | 128:46.86 +2:17.75 | 3 | KTM 520 |
31 | 1 | 76-Petur Smarason | 129:49.64 +3:20.53 | 2 | KTM 380 |
32 | 1 | 81-Thoroddur Thorodsson | 129:57.00 +3:27.89 | 1 | KTM 250 |
33 | 1 | 77-Bergmundur Elvarsson | 132:50.29 +6:21.18 | 1 | Honda CR 250 |
34 | 1 | 60-Haraldur Olafsson | 133:04.41 +6:35.30 | 3 | KTM EXE 520 |
35 | 1 | 36-Thor Thorsteinsson | 133:50.16 +7:21.05 | 3 | Suzuki DR 400 |
36 | 1 | 50-Sveinn Birgisson | 134:14.66 +7:45.55 | 3 | Kawasaki KLX 300 |
37 | 1 | 47-Gudmundur B Bjarnars | 134:56.73 +8:27.62 | 3 | Suzuki DR 400 |
38 | 1 | 21-Thorsteinn B Bjarnar | 139:33.33 +13:04.22 | 1 | Honda CR 500 |
39 | 1 | 66-Bjarni Hannesson | 141:37.41 +15:08.30 | 1 | KTM 300 |
40 | 1 | 80-Egill Gudmundsson | 143:09.52 +16:40.41 | 1 | Kawasaki KX 250 |
41 | 1 | 46-Heidar Johannsson | 143:14.46 +16:45.35 | 3 | Husaberg 501 |
42 | 1 | 42-Vidir Hermansson | 145:32.88 +19:03.77 | 3 | Husaberg 550 |
Eknir hringir: 7 | |||||
43 | 1 | 62-Ingvar Orn Karlsson | 115:19.73 | 3 | KTM EXE 520 |
44 | 1 | 70-Ragnar B Bjarnarson | 126:24.55 +11:04.82 | 1 | Suzuki RMX 250 |
45 | 1 | 82-Finnur Adalbjornsson | 130:54.07 +15:34.34 | 1 | KTM 300 |
46 | 1 | 100-Fridjon Asgeirsson | 133:36.32 +18:16.59 | 1 | KTM 380 |
Eknir hringir: 6 | |||||
47 | 1 | 52-Sveinn Markusson | 125:34.40 | 3 | Husaberg 500 |
48 | 1 | 64-Runar M Jonsson | 125:38.14 +0:03.74 | 1 | KTM 380 |
49 | 1 | 32-Jon H Magnusson | 126:35.42 +1:01.02 | 1 | TM 250 |
50 | 1 | 6-Steingrimur Leifsson | 131:43.83 +6:09.43 | 1 | Kawasaki KX 250 |
Eknir hringir: 5 | |||||
51 | 0 | 53-Kjartan Kjartansson | 76:04.36 | 1 | Gas Gas 300 |
52 | 0 | 200-Si Melber | 111:48.82 +35:44.46 | 3 | KTM |
53 | 0 | 160-Kjartan Gudbrandsson | 125:43.30 +49:38.94 | 3 | Husaberg 501 |
54 | 0 | 161-Atli Hilmar Hrafnsso | 127:33.37 +51:29.01 | 3 | Husaberg 501 |
Eknir hringir: 3 | |||||
55 | 0 | 75-Ingolfur Jonsson | 48:34.29 | 3 | Husaberg 501 |
Eknir hringir: 2 | |||||
56 | 0 | 20-Bjarni Valsson | 27:12.82 | 2 | KTM 200 |
Keppni í Þorlákshöfn
Steingrímur í bensínvandamálum. 06.05.01
Steingrímur Leifsson #6 var með 12 lítra tank á hjólinu en í miðjum fjórða hring varð hjólið bensínlaust honum til mikillar furðu. Var hann þá í 6 sæti. Þegar búið var að koma bensíni á hjólið hóf hann keppnina aftur í 54 sæti og náði að vinna sig upp í 50 sæti undir lokin.
Lélegt skyggni og kærur. 06.05.01
Þoka og suddi einkenndi keppnisdaginn. Skyggni var einstaklega lélegt og ákvað keppnisstjórn að láta allar kærur falla niður á þeim forsendum að ekki var hægt að greina hliðin. Járn fleygarnir blotnuðu og menn spóluðu síðan sandi yfir. Af þessu leiddi að erfitt var að sjá fleygana. Nokkrir keppendur kvörtuðu hástöfum yfir því að hafa keyrt utan í eða yfir fleygana og verið í stór hættu. Hjörtur tók sig til og fleygði þeim öllum í ruslagáminn. Verða þeir ekki notaðir aftur.
„Meint“ Viðbeinsbrot. 06.05.01
Kjartan Kjartansson #53 á GasGas 300 varð fyrir því óláni að brjóta viðbeinið á fimmta hring. Kom hann keyrandi inn í pitt, lítið ánægður. Að sögn var hann á stóru siglingunni í fimmta gír og keyrði á stein sem hann sá ekki.
Þrír efstu. 06.05.01
Einar Sigurðsson sigraði í endúró keppninni í Þorlákshöfn, 25 sekúndum á undan Viggó Viggósson. Þriðji maður var síðan Ragnar Ingi Stefánsson, 52 sekúndum á eftir Einari. Þessir þrír voru í algjörum sérflokki þar sem tæpar sjö mínútur voru í fjórða mann.
Keppnisdagur. 05.05.01
Keppendur þurfa að vera mættir fyrir klukkan 10. Smá breytingar hafa verið gerðar á lista keppenda í B flokki. #85 og #148 hættu við en keppendafjöldi verður sá sami þar sem láðist að skrá inn keppendur #111 og #180.
Akstur bannaður. 04.05.01
Nokkrir menn hafa verið að keyra á gömlu brautinni við Sandfell í þrengslum. Landeigandi hefur bannaður allan akstur á þessu svæði.
Vit kemst í DV á laugardaginn. 03.05.01
Aukablaðið um enduró sem áttu að koma út í gær kemur út á laugardaginn. Ekki klikka á að kaupa helgar DV.
Sérblað um endúró í DV, “ NOT „. 02.05.01
Eitthvað faldi DV vel sérblaðið sem átti að koma út með DV í dag um endúró. Allavega þá fannst það ekki en í staðinn kom sérblað um sumarbústaði. Spurningin er síðan hvort það muni koma „næsta“ miðvikudag. Gera má ráð fyrir að margur hafi orðið fyrir vonbrigðum eftir að hafa gert sér erindi á næsta afgreiðslustað.
Rásröð keppenda er komin. 02.05.01
Einhver Florida skjálfti var í talningarmönnum og við endurtalningu kom í ljós að 97 keppendur eru skráðir til keppni en ekki 98. Rásröð keppenda hefur verið ákvörðuð ásamt liðunum og er hún undir „Dagatal og úrslit“ hér til hliðar eða með því að velja „hér„.
Búið að leggja brautina í Þorlákshöfn. 02.05.01
Brautin í Þorlákshöfn var lögð 1. mai. Það voru vaskir menn úr Yamahaliðinu sem fóru í kröfugöngu í Þorlákshöfn og kröfðust þeir „braut fyrir Yamaha“. Fyrirbragðið var lögð sérstök Yamaha-braut með þrem beyjum fyrir Suzuki.