Greinasafn fyrir flokkinn: Heyrst hefur að ….

Slúður. Engin ábyrgð.

nóvember 2002

25.11.02 …að fyrstu Cannondale hjólin séu á leiðinni til Íslands.

…að Bílabúð Benna sé búið að festa sér umboðið og panta nokkur hjól.

25.11.02 …að Husaberg 450 hafi verið allt of öflugur.

…að skipun hafi komið frá eigendum Husaberg, KTM um að hjólið færi ekki á markað árið 2003.

…að KTM hafi ekki viljað skemma fyrir sér markaðsetningu á KTM 450.

19.11.02 …að sumir hafa skemmt sér vel og lengi.

…að sumir hafi komið einhverjum sólahringum of seint heim til sín.

…að sumir duttu næstum ofan í súpuskálina.

…að sumir voru sendir heim meðvitundarlausir með leigubílum.

…að lítið sem ekkert var um slagsmál en samt voru sumir barðir.

…að Aron (ekki pastrana) hafi hvílt sig vel á árshátíðinni og var útsofinn þegar henni lauk.

19.11.02 …að Valdi Pastrana sé orðinn gulur.

…að enn vanti einn meðlim í Suzuki liðið.

…að AronPastrana sé veikur af löngun í að komast í Suzuki liðið.

…að deilur séu hvort Aron eða Valdi eigi „Pastrana“ viðurnefnið.

…að Aron hafi gefið Valda leyfi til að halda í „Pastrana“ viðurnefnið.

19.11.02 …að veislustjórinn stal senunni á árshátíð VÍK.

…að Vídeó Glotti gerði harða atlöögu að honum en mistókst.

…að einhver unglingur hélt að Glotti væri Glanni glæpur.

…að hann veifaði 5000 kalla búntinu á barnum.

…að jakkafötin hafi verið sérsaumuð í Austurríki.

…að hann skilaði kvöldmatnum í fatahenginu áður en hann fór.

15.11.02 …að Haukur sé byrjaður að taka inn kalk-töflur svo hann fái ekki sinadrátt á árshátíðinni.

…að allir aðrir ætli hinsvegar að fá einhverskonar öðruvísi drátt.

14.11.02 …að VÍKverjar séu almennt byrjaðir á upphitun fyrir árshátíðina…

14.11.02 …að það hafi ávallt verið misskilningur að Jón Guð gangi á vatni.  Hann gengur á dempurum…

13.11.02 …að Jón Guð sé hærra settur en allir aðrir á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur.

…að hann hafi verið 80cm hærri en hinir klukkan 14 í dag.

…að kl 18 hafi hann verið orðinn rúmlega 110cm hærri en hinir.

…að ástæðan er sú að vinnuplássið sem hann hefur er stútfullt af dempurum.

11.11.02 …að Gunni Yaris og Haukur Hilux hafi grillað alla á ísnum á sunnudaginn. Sölvi ætli að setja nitro í TM.

11.11.02 …Að KTM maður, einhver af starfsmönnum Bifreiðaverkstæðis Reykjavíkur hafi verið leiddur í járnum. Settur inn í sendibíl af econoline gerð, með bláum ljósum. Hann var víst að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og ýmsum öðrum málum á öldurhúsum borgarinnar.

10.11.02 …að Heimir „Kjúklingur“ Barðason mætti upp á Hvaleyrarvatn um þrjú leytið á laugardaginn.

…að Heimir þorði ekki að hjóla á ísnum og sagði öllum sem heyra vildu, að ísinn væri ekki tilbúinn.

…að líklega yrði hann ekki heldur tilbúinn daginn eftir (í dag)

…að Haukur og fleiri mættu klukkustund síðar.

…að þeir hjóluðu fram í svarta myrkur.

…að þeir segja að ísinn sé bara fyrir alvöru menn.

…að Heimir sé því „kjúklingur“

10.11.02 …að hrikalegur fjöldi mætti EKKI í Kívdnas á laugardaginn.

…að ekkert varð úr æfingunni.

8.11.02 …að hrikalegur fjöldi ætli að hjóla í Kívdnas á morgunnnnn… laugardaginn.

…að Einar Púki ætli sér að slá upp enduro leiki í Kívdnas.

…að Kívdnas sé einn af fáum stöðum þar sem ekkert er frosið… og fullt af sandi.

…að á morgun, í Kívdnas… verði enduro æfinga leikur… just for the fun of it…

8.11.02 …5 mínútum síðar…

…að Enigma deild Ríkislögreglustjóra hefur verið ræst út… Gera þeir ekki ráð fyrir að geta af-kóðað „Kívdnas“ fyrr en á á sunnudaginn….

…að menn gera því ekki ráð fyrir neinum blikkandi jólaseríum í Kívdnas á morgunn.

4.11.02 …að nokkrir VÍK-meðlimir verði „teknir fyrir“ á árshátíðinni

… að sumir hefðu steytt hnefum gegn saklausum pizzasendlum

… að einn hafi kveikt sér í pípu og látið frúna sjá um að afgreiða málið

… að falin myndavél hafi náð þessu öllu á filmu

… að nefndin sé rétt að byrja

30.10.02 …að undirbúningur sé á fullu fyrir árshátíðina að margt skemmtilegt verði á boðstólnum

…að Land og Synir séu að undirbúa hörku prógram

…að matseðillinn verði rosalegur

…að fjölmenni hafi verið á ísnum á Sunnudag

…að Valli hafi verið kóngurinn

…að KG sé ekki sáttur að Valli sé með 800+ skrúfur að aftan

…að hann ætli að losa sig við 10 kíló til að fara hraðar

…að það sé vitlausasta hugmynd sem KG hafi heyrt

…að KG fari að lögmáli Davíðs (‘Olafssonar)

…að lögmál Davíðs sé „karlmenn keyra 500 og eru 100 kíló“

…að kíló sé = traction

…að „silly seasonið“ sé að ná endahraða

…að nýja KTM 450 crosshjólið sé algjör BOMBA

…að það sé sagt og skrifað algjör B O B A eins og Bubbi sagði

…að hjólið hafi unnið í fyrstu keppni í Japan

…að eitt eintak sé komið til landsins

…að Hanni eigi stykkið og sé kominn í Team KTM

…að hann hafi leyft Helga Val og Einari að prófa í Sandvík

…að þeir hafi talað tungum á eftir

…að enn vanti fjórða mann í Team KTM

Nafnleynd

Á síðastliðnu ári hafa menn beitt vefstjóra margvíslegum þrýstingi til að komast að því hver sendi inn hitt eða þetta „Heyrst hefur“ fréttaskotið.  Vefstjóri hefur í örfáum tilvikum látið tilleiðast og gefið upp hver sendi inn fréttaskotið.  Frá og með 1 nóvember mun ALDREI verða gefið upp, hver sendir hitt eða þetta „Heyrst hefur“.  Vefstjóri mun sigta út allan óhróður en vill endilega virkja menn til að senda allt hugsanlegt bull.
Menn skulu því vera óhræddir…. 🙂

GM

október 2002

25.10.02 …að heimskutímabilið sé loksins hafið á Íslandi

…að Gunni Þór sé kominn í Honda liðið.

…að nú séu bara “gamlingjar” í Honda liðinu.

…að Mikki sé búinn að stofna kjúklingalið.

…að það séu bara kjúklingar í kjúklingaliðinu.

…að Árni krossbelgur, Ishmael og Valdi Pastrana séu orðaðir við þetta lið.

…að aðal sponsorinn verði Holtakjúklingur á Hellu.

…að Yamaha Haukur sé að leggja línurnar með P.Sam.

…að hann sé þreyttur á 4-manninun sem mætti aldrei og því sé laust sæti í liðinu.

…að Benni sé í sárum með Husky umboðið.

…að Husky hafi ekki efni á að framleiða hjól.

…að Benni hafi því keypt köttinn í sekknum.

…að Gas Gas umboðið hafi gufað endanlega upp.

19.10.02 …að landsfrægur akstursíþróttamaðursé nú loksins kominn aftur á hjól.

…að umræddur var einu sinni formaður VÍK.

…að hann hafi síðast gert það gott á körtu.

…að hann hafi keppt nánast í öllumakstursíþróttum á íslandi.

…að hann hafi keypt sér Gústafsberg.

…að Gústafsberginn var áður í eigu KæliPéturs.

…að Kæli Pétur sé frægur fyrir það að hafaekið Húskanum hans Grétars á árshátíðVÍK.

…að Kæli Pétur sé kaldur kall…

…að það sé gott að setjast á Gustafsberg ásunnudagsmorgni…

…að Kæli Pétur eigi annan Gústafsberg sem séeinnig til sölu.

20.09.02 …að litla gula hænan átti fræ.

…að það var hveitifræ.

…að litlla gula hænan bað um aðstoð við að gróðursetja fræið.

…að hundurinn sagði nei.

…að kötturinn sagði nei.

…að svínið sagði nei.

…að litla gula hænan borðaði bara brauðið sjálf og gaf ekki hinum með sér.

…að fyrirhuguð braut á höfuðborgarsvæðinu verði afgirt með læstu hliði.

09.09.02 …að í JHM Sport ferðinni kom í ljós að þó svo menn hafi ekki snert hjól í 25 ár þá er hraðinn í góðu lagi. Einar Sverris var í JHM Sportferðinni, en hann var Íslandsmeistari í motocross 1976.

02.09.02 …að hitabylgjan í Shhhhhverige hafi lamað heilastarfsemi Ragga og púkans. Svo gersamlega að þeir trúðu nánast öllu sem þeim var sagt.

…að Husaberg test brautin gæti vel verið ættuð frá HÚSAVÍK!

…að grjót og harður harðvegur hafi ekki verið fundið upp af Líklegum!

…að enduro test Svía er ekki til að taka með heim. Það er “ Vont “ og svo aðeins „Verra“ Við skulum ekkert læra það dæmi.

…að Bergmenn voru kátir með Ragga.

…að Raggi var fyrsti „Mekkinn“ sem stökk nýja 450 Bergnum yfir lendingar kaflann eftir stóra pallinn. Þar var „Húsavísk“ lending á bremsum inn í krappa beygju.

…að þegar Raggi var spurður hvort ekki væri vont að lenda í grjót-kaflanum, var svarið. Ég á ekkert í þessum felgum!

…að 2003 Dempararnir eru eitthvað sem við verðum að fá. Núna!

…að to 450 or 550! That’s the question.  650 is the answer!

Júlí 2002

23.07.02 …að Grétar sé eldri en koniakspelinn í verkfærasetti Magga, Just!

…að Öxin í Lambhaga verði hættulegri með árunum, fleiri halda að þeir ráði við hana eftir áralangt áhorf.

…að konur hafi geymt rigninguna meðan menn börðust við rykið.

…að Einar Krassi hafi haft mest fyrir túrnum. Kom á Nokia 520 – sjónvarpsstól, í forstjóraleik, spólaði upp nágrennið og hvarf í eldinn undir gítartónum Steina Tótu.

…að Úrbræðslubrekkan ( Einn af 3 löglegum hestaflamælum landsins ) sé enn þung eftir síðasta gos.

…að HRC gleymdu að kaupa eldgos fyrir hönnun CRF.

…að Maggi sé svekktur á framkvæmdaleysi HRC og tilbúinn að selja þeim gos.

…að evrópskir hafi dáðst ofan frá að tilraunum japanskra í brekkuna.

…að 470 sé 20% meira en 450 í metrum en enginn í ferðinni hafi kunnað að reikna. Hlógu bara hástöfum af brúninni?

…að Maggi hafi hlegið lítið!

…að Grétar hafi hlegið manna mest þegar 380 sveifin vildi ekki niður á brúninni. Og ekki minna á ádreparanum í bakaleiðinni samhliða Steina.

…að Pétur (Skipa) Miðill eigi þyngsta KDX landsins. Það kostaði 20min og 1bak að losna úr gilinu sem hinir tóku ekki eftir.

…að bak Péturs komist ekki fyrir í Suzuki húshjóli. Þegar farþegasætið var lagt aftur, þurfti hjálm og gleraugu í bæinn.

…að Tóti Mælir sparaði svo mikið bensín meðan hinir reyndu við Úrbræðslu að hann keyrir frítt fram á haust!

…að Gummi Púki sé enn skít-hræddur við FC501. Bergurinn var í enduro ferð og Gummi fékk að sitja á.

…að menn læra að sofa við 1 mini PW50 í gangi frá kl. 08:00 í Lambhaga, enda ný sofnaðir.

18.07.02 …að nýja 525 SXið sé allgjör sprengja

…að ónefndur topp keppnismaður hafi aukið hraðan um helming þegar hann prufaði græjuna í Ólafsvík

…að Helgi Valur hafi þurft að draga hann af baki

…að Einari þyki „gamla“ 520 SXið vera Enduro hjól

…að Helgi Valur fái 50.000,- sekt frá KTM Racing Team ef hann verði í 4 sæti

…að sektin sé 100.000,- fyrir 5 sætið

…að Einar sé klár í Fast Eddy´s um helgina

…að Bretarnir ætli að jafna leikinn við Íslendingana fyrir þorskastríðið.

…að Kjartan á Klaustri tali tungum eftir að hafa fengið nýja 450 EXCið

…að hann geti keyrt upp fossa

…að ótrúlegustu menn hafi komið í KTM / MOTO og óskað eftir 450

…að þeir hafi flestir verið dulbúnir og krafist nafnleyndar

…að von sé á nýjum 450 MXC fyrir Verslunarmannahelgi

…að KTM Austria sé þögul sem gröfin yfir nýja 250 SXinu og 450 SXinu

…að enginn fá að vita neitt um þessar Moto-Cross sprengjur fyrr en í September

…að karlmenn keyri 500

…að sannir karlmenn haldi áfram að vera sannir karlmenn

…að þeir elti enga tískustrauma

…að því að tískan fer í hringi

…að Ólafsfirðingar tengi saman hjóltúra og hrefnuveiðar

…að þeir séu þó skárri á hjólunum en við veiðarnar

16.07.02 …að góð mæting hafi verið í KTM Ferðina 2002

…að ferðin hafi verið sú 4 í röðinni

…að 22 hafi hjólað úr bænum á föstudag í Hrauneyjar

…að SKY Digital hafi vakið meira áhuga hjá hópnum um kvöldið en barinn

…að 2 ný 450 EXC 2003 hafi verið með í túrnum

…að það séu fyrstu 450 EXC hjólin sem tekin hafi verið í notkun í heiminum af venjulegum kaupendum

…að enginn hafi verið þunnur á laugardagsmorgun en 32 hjól lögðu frá Hrauneyjum kl:11

…að margir sprengdu, þó aðrir oftar en sumir.

…að það hafi verið farið að hvessa við komuna í Jökulheima

…að það hafi verið smollið á fárviðri þegar lagt var af stað frá Hrauneyjum

…að fyrst hafi hópurinn verið sandblásinn en síðan grýttur

…að Lucky Joe hafi verið án lukkunnar þegar hann fauk útí móa

…að Helgi Valur hafi fokið jafn langt

…að „S“Ölvi hafi slegið metið og fokið lengst

…að tilboð sé á vintra plasti og Autosol í MOTO

…að ekki hafi allir verið edrú á laugardagskvöldið

…að grill Chef a´la Katoom hafi verið sveittur við grillið

…að 1/2 kíló af enduro lambi hafi dottið ofan í hvern kjaft

…að Emil hafi dáið oftar á 24 tímum en meðal maður á áratug

…að gott sé að fara í bað fyrir svefnin

…að þeir sem fóru í bað hafi farið snemma að sofa… um morguninn

…að aðeins 5 hafi hjólað í bæinn

…að mótorhjólamenn séu enn velkomnir í Hrauneyjar

04.07.02 …að KTM-liðið hafi ekki geta tekið þátt í Fast Eddy keppninni vegna verslunar- leiðangurs í London.

janúar 2002

24.01.02 …að Árni crossbelgur hafi sést á Leirtjörn í gær við æfingar.

…að Team Suzuki skundi á Bergþórshvol einu sinni í viku og stundi æfingar undir handleiðslu „Heimsmeistarans“ í reiðhöllinni þar.

…að Njáll á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda vilji líka keyra mótorhjól.

…að Gunnar þurfi ekki hjól til þess að stökkva hæð sína í loft upp.

…að þór „Thunder“ sé að smíða palla til þess að komast jafn hátt og Gunnar.

23.01.02 …að á beygjubrautinni á Stokkseyri hafi Einar Púki gjörsamlega grillaði alla viðstadda í tveim race-um með starti og tilheyrandi.

…að eftir grillið var Viggó Viggósson orðinn „well done“.

…að Einar Púki lofar góðu fyrir sumarið.

22.01.02 ……að eftir að fundi stjórnar hafi lokið kl:18:30 hafi Bakkus mætt í heimsókn.

… að Maggi hafi verið með ferðadiskóið með.

…að diskó ljósakúlan hafi einnig verið með.

…að verið sé að vinna að undirbúningi á Off-Road Challenge 6 tíma keppni.

…að Húsvíkingar tali bara um Super-Moto þessa dagana.

22.01.02 …að búið sé að samþykkja snjócrossbraut í Skálafelli.  Það vanti bara snjó.

…að ein besta beyjuæfingabraut landsins er á Stokkseyri.

…að Yamaha Haukur sé búinn að ættleiða Gunna Yamaha Hauksson.

…að hugsanlega sé búið að finna einn í stjórn VÍK og jafnvel nýjan gjaldkera.

…að spennan fyrir næsta sumar sé orðin hrikaleg.

14.01.02 …að JHM sport, Jón Magg sé búinn að samningsbinda Viggó Viggósson og Árna Stefánsson.  Munu þeir keppa á TM í sumar.

14.01.02 …að Bílabúð Benna hafi boðið Viggó samning sem segir sitt um hvað þeir ætla að taka þetta með mikilli alvöru.

10.01.02 …að keppnislið J.H.M sport sé að verða ofurteam.

…að Árna crossbelg dreymi blauta drauma um TM.

…að Viggó sé líka að dreyma.

…að draumar verða stundum að veruleika…

04.01.02 …að Arnór Yamaha Hauksson datt er hann var að hlaupa.  Lenti á glerbroti og fékk tvo djúpa skurði.  Í ljós kom að hann sleit taug og 2-3 sinar og er hann í vandræðum með að hreyfa baugfingur.  Hann fullyrðir að hann hafi ekki verið að herma eftir Suzuki Þór.

04.01.02 …að Þór Thunder sé búinn að sækja um inngöngu í „Team Lucky“.

…að Lucky sjálfur hafi einnig látið framkvæma á sér framhandleggsaðgerð.

…að hann hafi látið fagmenn sjá um verkið í stað þess að framkvæma hana sjálfur.

03.01.02 …að liðstjóri team Suzuki hafi ákveðið að skella sér í upphandleggsaðgerð til að losna við svokallað armpump, einn hængur var þó á, hann ákvað að framkvæma aðgerðina sjálfur og það með borvél (sennilega upptjúnnuð Suzuki borvél).  Ekki tókst aðgerðin alveg eins og ætlað var og nú liggur Thunderinn vafinn í sárabindi og bíður bata.
Better luck next time.
Bata kveðjur frá okkur hinum

Kjaftasögurnar fljúga

Vefnum barst fyrr í kvöld áreiðanleg heimild þess efnis að Bílabúð Benna væri búinn að kaupa Husqvarna umboðið og ætlaði að hefja sölu á allri Husqvarna línunni ásamt öllum tilheyrandi búnaði.  Ekki náðist samband við hlutaðeigandi og var fréttin því birt þar sem heimildin þótti traust.
Núna rétt áðan náðist samband við Snorra Bragasson hjá Gagna ehf. og staðfesti hann að Bílabúð Benna hefur EKKI keypt umboðið.  Einhverjar viðræður voru í gangi en þær runnu út í sandinn.  Snorri sagði að nokkrir aðilar hefðu haft samband við sig undanfarnar vikur og óskað eftir að kaupa umboðið af honum, á stundinni, eins og hann orðaði það en ekkert orðið af því.
Það staðfestist hér að Gagni ehf. hefur ekki selt umboðið.  Hefur hann nú þegar lagt „fyrirfram“ pöntun á 53 Husqvarna hjól og gerir ráð fyrir að að selja a.m.k. 40 Husqvarna hjól á árinu.