Vegna dræmrar þátttöku að þá hefur 1 & 2 umferð í Íslandsmeistaramótinu í íscrossi verið aflýst. Einungis skráðu sig 8 keppendur og að gefnu samráði við staðarhaldara að þá var ákveðið að fella þetta einfaldlega niður. Þeir sem höfðu skráð sig geta sótt um endurgreiðslu hjá MSÍ með að gefa upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer í netfangið: kg@ktm.is. Framtíð íscrossins er nokkuð óráðin sem stendur og stór spurning hvert framhaldið verður með þetta sem keppnisform á vegum MSÍ. Hér fyrir neðan má sjá tilkyningu frá MSÍ sem birtist á fésbókarsíðu þess.
Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross
Akstur á frosnum vötnum
Styrktar Ískrossmót Laugardaginn 15.02.14
Frábært veður. Frábært fólk. Frábær skemmtun. Frábærir vinningar. Frábærar veitingar.
Er hægt að hafa þetta betra?
Þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þáttökuna. Við vonumst til að geta glatt og styrkt félaga Ævar Svein, bæði andlega og peningalega eftir þennan frábæra dag.
Ekki síður þökkum við þeim sem aðstoðuðu okkur með glæsilega vinninga til handa afreksmönnum þeim sem tóku þátt.
Snæland Videó gaf verðlaunapeningana.
Púkinn Grensásvegi gaf glæsileg verðlaun, gleaugnatöskur, gleraugu, hlífðaehettu og spil.
Landvélar gáfu SKF gæða smurfeiti.
Kistufell Höfða gáfu glæsilegan smurolíupakka.
Vinningshafar dagsins:
Vetradekkja flokkur: 1. sæti Pétur Pétursson. 2. Sæti Viggó Ö Viggósson. 3. Sæti Óliver Sverrisson
Opinn flokkur: 1. Sæti Svavar Friðrik Smárason. 2. sæti Heimir Barðason. 3. sæti Jón Viðar Sigurgeirsson.
Kvenna flokkur: 1. Sæti Björk Erlingsdóttir. 2. Sæti Bína. 3. sæti. Sú brjálaða Bína. ( Hún er allstaðar þessi Bína )
Ekki má gleyma tilþrifaverðlaununum fyrir flottustu dettuna. Viggó Örn Viggósson hlaut þau fyrir frábæralega útfærða dettu.
Takk fyrir þáttökuna og stuðninginn.
Stjórn VÍK.
ATH: Rúv mætti á svæðið og myndaði, fylgist vel með fréttum og íþróttum.
ÍSAKSTUR -STYRKTAR – BIKARKEPPNI – RAUÐAVATNI
STYRKTAR – ÍSAKSTURSMÓT Á RAUÐAVATNI. LAUGARDAG 15.02.2014
Þar sem góður félagi úr sportinu, Ævar Sveinn Sveinsson, lenti í alverlegu slysi nýverið þá mun öll innkoma frá bikarkeppninni renna til Ævars . Við hvetjum sem flesta til að skrá sig þannig að sá styrkur sem keppendur veita verði sem veglegastur.
Þeir sem vilja styrkja gott málefni en eiga ekki trella-ísdekk eða ádrepara, geta „skráð sig“. Og/ eða greitt inn á reikning félagsins. Taka fram nafn því allir sem skrá sig verða með í styrknum. Senda staðfestingu á vik@motocross.is
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
Engjavegi 6
104 Reykjavík
Kt. 480592-2639
Reikningsnúmer 537 – 26 – 501101
Veðurspá er eins góð og hægt er að biðja um og vonandi höfum við samið við rétta veðurguði.
Fyrirkomulag:
Tvær samsíða brautir, tveir keppendur fara samtímis af stað í hvora braut. Keyrðir verða 2-4 hringir í hvert sinn og tekinn tími. Fjöldi hringja fer eftir keppendum. Fjöldi híta fer eftir aðstæðum. Sigurvegara eru þeir sem ná besta tíma. Að minnsta kosti verða keyrðar tvær umferðir þannig að allir keyri báðar brautir. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1. 2. og 3. sæti.
Flokkar:
Opinn flokkur nagladekk 125cc og stærri. Opinn flokkur skrúfudekk ( eða það sem hentar ) 125cc og stærri. Opinn flokkur kvenna.
Tími: Mæting, skráning, skoðun kl 09.00 höfum leyfi til að vera á ísnum til kl 14.00 Allir keppendur fá amk 2 hringi til að prufa brautina. Síðan verður farið í röð eftir hópum.
Verð: 3000 kr, greitt á staðnum. Posi verður á staðnum, seðlar MJÖG velkomnir.
Bensínáfylling bönnuð á og við Rauðavatn. Koma með bensín á hjólunum.
ATH!!!! Neyðar ádrepari og tryggingar á hjóli skilyrði fyrir þátttöku.
Fyrirvari: Ef veðrið hamlar keppni þá verður keppni frestað, fylgist með hér á síðunni sem og á FB.
Gott væri fyrir okkur ef áhugasamir keppendur sendi á okkur forskráningu, léttir okkur verulega lífið.
Senda má á : oli.thor.gisla@gmail.com , sms í 6903500, skrá sig á FB eða mæta á staðinn.
Stjórn VÍK
HEYRST HEFUR!!!
AÐ: Stjórn VÍK sé enn með þá hugmynd að hafa skemmtikeppni á Rauðavatni.
AÐ: Stjórn VÍK sé búin að fá leyfi fyrir keppni N.K Laugardag.
AÐ: Stjórn sé búin að vera í löngum samningarviðræðum við veðurguðina.
AÐ: Vonandi hafi það ekki bara verið hljómsveitin Veðurguðirnir.
AÐ: Ísinn sé sléttur og flottur.
AÐ: Ísinn sé jafnvel botnfrosinn.
AÐ: Þetta skýrist allt á morgun.
Nennir einhver að vera með í þessum fíflalátum?
Óli G.
ÍS akstur getur verið hættulegur.
Þar sem þó nokkrir gallharðir hjólarar eru mjög grimmir á ísnum þá höfum við töluverðar áhyggjur af slysum. Það eru jú eiginlega vélsagarblöð undir hjólunum sem fara mjög auðveldlega í gegnum hlífðarfötin. Þetta er meira spurning um hvenær slysið gerist heldur en hvort það gerist. Og þegar það gerist þá er eins gott að sá sem veldur sé vel TRYGGÐUR. Víða erlendis eru strangar reglur um útbúnað hjóla á ís. Hér fyrir neðan, á myndinni, eru hlífar yfir gaddana/ dekkin sem gæti virkað og er einföld. Spurning um hvort að við ættum ekki að taka okkur þetta til fyrirmyndar og það hellst áður en slysin gerast.
Stjórn VÍK
Ísakstur á Hvaleyrarvatni
Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær tilkynna að allur ísakstur vélknúinna ökutækja er bannaður á Hvaleyrarvatni. Leyfi sem gefið var úr árið 2001 var afturkallað á fundi Bæjarráð Hafnarfjarðar þann 6. mars 2008. Allar ábendingar og athugasemdir vegna þessa skulu berast til lögreglu eða til Umhverfis og framkvæmda Hafnarfjarðarbæjar.