Já Vatnanefndin slær ekkert af þó að veður séu ekki langbest. Nokkrir grjótharðir ætla að mæta á Hvaleyrarvatn og láta ekki, smá logn sem er að flýta sér, stoppa sig enda er vatnið gegnfrosið og ekkert að því að hjóla þar. Stefnt er á mætingu um hádegi. Harðir Péturssynir stefna á ísinn og hvetur vefurinn sem flesta að mæta, enda um að gera að hrista af sér jólakjötið.
Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross
Akstur á frosnum vötnum
Aðfangadags Íshjólerí. GLEÐILEG JÓL.
Það hefur myndast sú hefð hjá nokkrum gallhörðum hjólurum að skella sér á ís á aðfangadegi. Nokkrir gallharðir hjólarar héldu þeirri hefð gangandi í dag og skelltu sér á vel frosið Hafravatnið. Sem betur fer voru engar vakir á vatninu sem þurfti að varast og enginn fór í botnskoðun á vatninu að þessu sinni. Kalli G. Sýndi mönnumm hvernig alvöru TRACTION CONTROL virkaði og ók um svellið eins og enginn væri morgundagurinn. Valdi Mosfellingur, spændi ísinn líka í sig sem hann ætti að vera eftiréttur kvöldsins á hans heimili, þ.e. spændi ísinn. Hressandi að hrista af sér jólagjafaspenninginn. Nú eða bara jólastressið. Gleðilega hátíð.
Lesa áfram Aðfangadags Íshjólerí. GLEÐILEG JÓL.
Hjólað á íslögðu vatni.
Péturssons Racing var við uppbyggingarstörf nú um helgina. Þar sem Péturssons sjálfir keppa lítið er Eiði Orra ætlað það hlutverk í framtíðinni. Eins og sést á myndinni á pabbinn fullt í fangi við að halda í við kappann. Lesa áfram Hjólað á íslögðu vatni.
Jólasveinninn er á leiðinni til byggða
Jólasveinninn er á leiðinni til byggða og tók létta æfingu einhversstaðar mitt á milli fjalls og fjöru…
Íslenskt landslið á ISDE 2011?
Formannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.
- Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
- Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
- Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
- Klaustur verður 21. maí
- 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
- Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
- 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.
Hvað finnst fólki um þessa punkta?
Hjólað á ÍS
Það var góður hópur sem mætti á ísinn í dag. Flott veður og Harði Pétur lagði krefjandi braut. Ekki var mikið um að menn væru að sultast á hausinn enda vildu allir vera klárir fyrir MSÍ árshátíð í kvöld. Ja!!! nema einn, „litli“ Harði Pétur náði ekki einum hring áður en hann testaði hörkuna í ísnum, jú og ísinn var harður, hjól og maður runnu langa lengi 🙂 Svo var heitt kakó á kanntinum sem allir voru þvílíkt ánægðir með. Skemmtilegur dagur með skemmtilegu fólki. Sjáumst hress í kvöld.