Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Rúmlega 30 keppendur á Leirtjörn á morgun

Rúmlega 30 keppendur eru skráðir til leiks í annarri umferðinni í Íslandsmótinu í Ís-crossi. Leirtjörnin er gaddfreðin og tilbúin fyrir keppnina.

Keppnin hefst klukkan 12 á hádegi en keppendur eiga að mæta klukkan 10. Nánari dagskrá hér.

Góð aðstaða er fyrir áhorfendur á svæðinu til að horfa á keppnina úr bílum sínum ef það verður kalt.

Fyrir þá sem ekki vita er Leirtjörnin undir Úlfarsfelli, beygt upp hjá Bauhaus og uppfyrir nýja hverfið. Sjá kort hér

Ís-cross í Reykjavík

Mynd frá 1.umferðinni sem fór fram á Mývatni
Mynd frá 1.umferðinni sem fór fram á Mývatni

2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram laugardaginn 20. febrúar á Leirtjörn v/ Úlfarsfell, Reykjavík.

Skráning fer fram á www.msisport.is og er skráning opin til miðnættis á fimmtudagskvöld 18. febrúar.

Mæting keppenda er kl. 10:00, tímatökur hefjast kl: 11:00 en keppnin sjálf kl: 12:00.
Allur akstur á Leirtjörn er bannaður fram að keppni.
Öll umferð á tjörninni er bannaður á keppnisdag  fyrir utan keppendur og starfsmenn.
Áhorfendum er bent á bílastæði við vestur enda tjarnarinnar og gott útsýnissvæði við suð-vestur endan. Áhorfendur og keppendur eru beðnir að leggja bílum þannig að ekki hljótist ónæði fyrir aðra vegfarendur.
Leirtjörn og umhverfi er í eigu Reykjavíkurborgar og er svæðið mikið notað til útivistar og biðjum við alla sem leggja leið sína á keppnina að ganga vel um og skilja ekki eftir drasl á svæðinu.

Video frá Mývatni


Úrslit úr íscrossinu

Af jonni.is
Í dag fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískross 2010 í frábærum aðstæðum heima á Mývatni. Mótið átti upphaflega að vera á Ólafsfirði en þurfti að færa það vegna lélegra aðstæðna þar. Mótið var keyrt snemma og hratt svo að menn gætu náð handboltaleiknum ! En þetta var alveg frábær keppni í alla staði, ísinn var harður og menn áttu misgott með að ná tökum á honum ! Hér eru top 3 úrslitin í öllum flokkum !
Lesa áfram Úrslit úr íscrossinu