Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Skráning í Íscrossið lýkur í kvöld

Munið að skrá ykkur í íscrossið – skráningu lýkur í kvöld

Hér

Íscrossið byrjar eftir viku – skráning hafin

Gunni Sölva #14
Gunni Sölva #14 er nýja forsíðufyrirsætan

1. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Ís-Cross fer fram laugardaginn 30. janúar. Keppnisstaður fyrir 1. umferð verður Ólafsfjörður en ef veðurguðirnar verða okkur ekki hagstæðir verður keppnin færð á Mývatn þar sem er mjög góður og traustur ís.

Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og stendur til miðnættis á þriðjudagskvöld samkvæmt venju. Engar skráningar eru heimilar eftir það og er keppendum bent á að skrá sig tímanlega.

Af þessu tilefni eru hér nokkrar myndir sem teknar voru á Hafravatni um daginn

Lesa áfram Íscrossið byrjar eftir viku – skráning hafin

Árið hvatt á Hafravatni í dag

Hátt í 40 hjól sáust á Hafravatni í dag í blíðskaparveðri og góðri stemmningu. Menn tóku hressilega á gjöfinni og enduðu með nokkrum flugeldum til að kveðja hjólaárið 2009.

Katoom yfirvegaður í forystu en svo berjast hinir fyrir aftan
Katoom yfirvegaður í forystu en svo berjast hinir fyrir aftan

Myndir frá deginum eru komnar inná vefalbúmið HÉR

Gamlársdagur á ísnum

Búast má við fjölmenni í ísakstri á Hafravatni á morgun, gamlársdag. Venjulega mæta menn um hádegið og eru að fram eftir degi.

VARÚÐ!!! ÍSINN Á HAFRAVATNI ER EKKI TRAUSTUR!!!

Hér er hinn síkáti og brosandi Gunni Peinter kominn í þur og hlý föt, tilbúinn í björgunarleiðangur
Hér er hinn síkáti og brosandi Gunni 'Peinter' kominn í þurr og hlý föt.

Málarinn var mættur að Hafravatni til að tæta og trylla á ísnum, þar sem mönum þótti ísinn álitlegur til að hjóla á. Ekki fór það eins og ætlað var. Gunni var rétt kominn af stað þegar hann fór niður um vök á ísnum. Máttarvöldin voru með piltinum og tókst honum af sjálsdáðum að koma sér upp úr vatninu, upp á ísinn og labba í land. Sem betur fer. Hjólið liggur reyndar á botni vatnsins ennþá. Nokkrir félagar hans voru með í för og voru allir mjög áhyggjufullir þegar þeir föttuðu hvað hafði gerst. Þeir eru allir þaulvanir ísökumenn en eitt augnabliks kapp varð til þess að ekki var búið að kanna ástand íssins.

Við þökkum máttarvöldum fyrir það að Gunni bjargaðist, og vörum fólk við því að fara út á ís án þess að kanna fyrst mjög vel ástand hans.
FARIÐ VARLEGA.

Þegar Gunni var búinn að skipta um föt var reynt að bjarga hjólinu en ísinn þótti ekki nægilega traustur til að halda þeim aðgerðum áfram.  Áætlað er að reyna við það verk fyrir áramót með tilheyrandi tækjum og tólum.

Farið hægt um hjólagleðinnar dyr. Gleðilega hátíð og takk fyrir frábært ár.

Óli Gísla