Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:

Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.

Lesa áfram Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

Video frá Mývatni

Jonni.is var að birta video frá íscrossinu á Mývatni um daginn…við gefum honum orðið:  
Ég fann loks smá tíma og er búinn að sjóða saman smá klippu frá 3. umferðinni í Ískrossinu ! Ég er ekki frá því að það sé bara skemmtilegra að það sé liðinn smá tími frá keppninni, þá rifjar þetta upp fyrir manni hvað það var fáránlega gaman á ísnum í vetur !


Einar tvöfaldur meistari

Einar Sverrir Sigurðarson er tvöfaldur Íslandsmeistari í ár í Íscrossi. Hann sigraði bæði í Standardflokki og Opnum flokki. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Signý Stefánsdóttir. Þau tvö eru ekki óvön að taka á móti titlum því bæði unnu titla síðastliðið sumar. Haraldur Örn Haraldsson sigraði einnig um helgina og varð efstur í 85cc flokki í vetur.

Úrslitin réðust á Mývatni um helgina þegar Mývatnsmótið var haldið í þrítugasta skipti. Einar háði mikla baráttu við Kára Jónsson í Standard flokknum en hafði betur að lokum. Lesa áfram Einar tvöfaldur meistari

Skráningu lýkur í kvöld

Nú styttist óðfluga í þann merka atburð Mývatnshátíð. Skráningarfrestur er að renna út í Ískross og Snocross þannig að þið sem ætlið að vera með vinsamlegast drífið í að skrá ykkur því það er ekki mögulegt að skrá sig eftir að skráningarfrestur rennur út, hisjið nú upp um ykkur og farið á vef msisport.is og skráið ykkur fyrir miðnætti í kvöld og gerum 30 ára afmælismót á Mývatni það allra glæsilegasta sem haldið hefur verið í manna minnum.

Það verður hægt að skrá sig í hillcross, samhliðabraut og ísspyrnu á staðnum en ískross og snocross verður að skrá á msísport.is eins og áður var sagt en aldrei er góð vísa of oft kveðin sértaklega þegar gírhausar eru annars vegar, það verða fleiri þúsund manns á staðnum að sögn Stefáns baðvarðar og gleðin verður við völd. Sjáumst á skaflinum, Stebbi gull.

Stærsta mótorsporthelgi vetrarins – Mývatn 30 ára

Nú líður að stærstu mótorsporthelgi vetrarins – Mývatn 2009. Nú eru 30 ár síðan Mývatnsmót var haldið í fyrsta sinn og verður þess minnst með ýmsu móti í ár. Meðal annars er búið að finna mikið magn af gömlum myndum og vídeóklippum frá fyrstu árunum. Snjóalög eru nú með allra besta móti og er óhætt að hvetja menn og konur til að fjölmenna í sveitina á vélsleðum. Rétt er að benda Ískrosskeppendum á að mæting er á laugardagsmorgun kl. 08:00, því dagskráin er mjög þétt þessa helgina. Við erum búnir að semja við veðurguðina um að vera okkur hliðhollir og það stefnir allt í frábæra skemmtun hérna í Mývatnssveitinni. Keppendur í Ískrossi og Snjócrossi verða að muna að skrá sig í gegnum www.msisport.is fyrir lok skráningarfrests sem er á þriðjudagskvöldið 10/3 kl. 23:59.
Segjum kreppunni stríð á hendur og drífum okkur á Mývatn 2009 !
Stefán Gunnarsson

Smella fyrir Dagsrkánna Lesa áfram Stærsta mótorsporthelgi vetrarins – Mývatn 30 ára

Nokkrir klukkutímar

Nú eru bara nokkrir klukkutímar í aðra umferð í Íslandsmótinu í Íscrossi og spáir þessu líka fína veðri (eins og alltaf), en spáin hljóðar uppá hálfskýjað með SV 1m/s og -3°C.

Keppendur eru beðnir að kynna sér vel reglur um útbúnað bæði ökumanna og sérstaklega varðandi dekkjabúnað á www.msisport.is en við verðum með skíðmálið á lofti og mælum lengd nagla / gadda í dekkjum keppenda af okkur þykir ástæða til. Samkvæmt tilkynningu frá MSÍ þann 9/2 mega naglar í vetrardekkjaflokki ekki standa lengra útúr dekki en 8 mm og í opnum flokki 15 mm. Einnig bendi ég keppendum á að kynna sér dagskrá keppninnar á vef MSÍ.

Það verður hörku keppni hér á laugardag og enginn svikinn af bíltúr í Mývatnssveitina !

P.S. Keppendur munið að taka sundfötin með því allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að keppni lokinni.

Stefán Gunnarsson