Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

36 keppendur

Það er góð mæting á ísinn á Mývatni um helgina. 36 keppendur eru skráðir til leiks og stefnir í góða keppni.

Sjá keppendalista hér

Meira Íscross!

Nú er aðeins tæp vika í aðra umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 14. febrúar næstkomandi. Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 10/2. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en eins og áður verður keppt í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svo Kvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.

Notast verður við AMB tímatökusendana eins og áður, en þá verður hægt að leigja bæði hjá Nítró í Reykjavík og á Akureyri fyrir þá sem ekki eiga senda. Fyrirkomulag keppnanna verður með sama sniði og áður, þ.e.a.s. opnar tímatökur í hverjum flokki þar sem menn og konur vinna sér inn rásstað í samræmi við tíma og svo þrjú hít í hverjum flokki. Stigagjöf er sú sama og í motocrossi 25 stig fyrir fyrsta sæti, 22 fyrir annað, o.s.frv. Notast verður við startljósin eins og áður þar sem almenn ánægja var með þann búnað.
Þess má geta að nú í vikunni var ísinn mældur á vatninu og er hann 56cm !

Lesa áfram Meira Íscross!

Geðveikt næturmotocross!

Næturmotocrossið í Bolaöldu í gærkvöld var hreinasta snilld. Frábært veður, stafalogn, tunglskin og 10 stiga frost. Kuldinn skipti ótrúlega litlu máli. Brautin var ótrúlega flott, uppstökk og lendingar mjög góðar. Að vísu var brautin aðeins þrengri en vanalega en það kom ekki svo mikið að sök. Flottast við þetta var samt að sjá ljósashowið af 15 hjólum, höfuðljósum og ljósakerrum um alla braut – hrein snilld! Á laugardaginn er sama spáin þannig að það lítur vel út með helgina og engin ástæða til að láta sér leiðast um helgina.

Painterinn helæstur eins og vanalega! :)
Painterinn helæstur eins og vanalega 🙂

Ps. menn hafa mikið spurt um slit á nagladekkjum – við teljum það vera mjög lítið í þessu. Brautin er þakin snjó, undirlagið er gaddfreðið og gripið mjög svipað og á ísnum þannig að dekkin eru jafngóð eftir

Bolaöldubrautin rudd í dag

Garðar að fara uppí Bolaöldu á eftir og kanna með aðstæður og ryðja brautina svo hægt verði að keyra hana á nöglum/karbítum. Allir eru hvattir til að mæta upp eftir og prófa.

Brautin var keyrð á þriðjudaginn og þá voru Einar, Gunni og fleiri að stökkva pallana og skemmta sér fyrir allan peninginn. Brautin verður bara betri í dag þannig að það hlýtur að verða tóm hamingja þar. 🙂

Kveðja, Keli

Jonni.is var á Mývatni

Auðvitað var Jonni.is á Mývatni um helgina, enda á hann heima þar! En hann tók eitthvað af ljósmyndum sem má finna hér og svo þetta video líka. Njótið.


Sendar

Við viljum minna þá sem ætla sér að keppa í Íslandsmótinu í íscrossi um næstu helgi að hægt er að leigja tímatökusenda í Nítró. Leiga á tímatökusendi kostar 3.000 kr. Nánari upplýsingar í Nítró í síma 440-1220.