Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Tveir menn féllu niður um ís

Tveir menn féllu niður um ís á Hvaleyrarvatni um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þeir að keyra á torfæruhjólum á ísnum sem var ekki nógu traustur. Hringt var í Neyðarlínuna og komu menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á staðinn með búnað til að bjarga mönnunum á þurrt.

Að sögn lögreglu voru mennirnir, sem eru feðgar, blautir og kaldir en að öðru leyti varð þeim ekki meint af.

tekið af mbl.is

Video frá Mývatni

Jonni.is tók saman stórfínt video frá íscrossinu á Mývatni um síðustuhelgi.
Smellið hér

Úrslit úr 2.umferð í Íscrossi

Mótið á laugardag tókst í alla staði mjög vel og var hörku barátta í báðum flokkum.

Í kvennaflokki urðu úrslitin þessi:
1. Signý Stefánsdóttir
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
3. Hulda Þorgilsdóttir

Í standardflokki urðu úrslitin þessi:
1. Kristófer Finnsson
2. Pálmar Pétursson
3. Jóhann Gunnar Hansen

Þau leiðu mistök urðu við verlauanaafhendingu að Finnur Bóndi var sagður í þriðja sæti, en hið rétta er að Jói Startsveif tók þriðja sætið. Það voru ákveðnir byrjunarörðugleikar í tímatökunum og útreikningum á úrslitum, en nýjir menn eru búnir að taka við af Einari Smára. Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika eiga þeir hrós skilið fyrir vel unnin störf. Það verður væntanlega einhver bið í að úrslitin verði lesin inná www.mylaps.com en þetta kemur allt saman.

Dalli ljósmyndari var á staðnum (Sjá myndir hér), en okkar ljósmyndari var líka á staðnum og tók slatta af myndum og má skoða þær hér

Svo verður þriðja og síðasta umferðin að morgni 8. mars, en Mývatnsmótið í snocrossi fer fram sama dag eftir hádegi.

Kveðja úr Mývatnssveitinni,
Stefán Gunnarsson

Ísaksturskeppni 27.janúar

AÍH stefnir á að halda ísaksturs bikarmót laugardaginn 27. janúar, eins og keppnisdagatalið segir til um. Hins vegar eru þrjár forsendur til þess að við getum haldið keppnina:
1) Leyfi frá Hafnarfjarðarbæ verður að fást (Verður tekið fyrir á Bæjarráðsfundi í næstu viku)
2) Að minnsta kosti 30 keppendur taki þátt (Til þess að keppnin svari kostnaði)
3) Verður að vera ís á vatninu og þokkalegt veður.
Flokkaskipting er verksmiðjuframleidd dekk og opinn flokkur. Nánari skipting verður ákveðin þegar fólk hefur

Lesa áfram Ísaksturskeppni 27.janúar