Ég fór út að ganga með hundinn áðan og leit við á ísnum. Ég átti svosem ekki von á neinum þar, en það var mikið líf og greinilegt að menn láta ekki smá hláku stoppa sig. Svellið var rennandi blautt og menn urðu að þræða framhjá stærstu tjörnunum, en urðu samt blautir eins og hundar með stigvélin full af vatni. Ég var ekki með myndavélina en þarna var heilmikið myndefni, þannig að ég reyndi að bjarga mér á myndavélinni í símanum … sem er ekki merkileg og birtan lítil
Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross
Akstur á frosnum vötnum
Hvaleyrarvatn er frosið
Staðfesting á ástandi vatnsins var að berast vefnum rétt í þessu. Vatnið er frosið og eins og allir höfuðborgarbúar sjá, meiriháttar veður. Daginn er farið að lengja þannig að menn ættu að geta hangið á vatninu eitthvað lengur en þeir gerðu rétt fyrir jól.
Ís-akstur
Þór Þorsteins sendi vefnum grein um ís-akstur og fjallar þar um þær hættur sem fylgja slíkum akstri.
Ég fór á ísinn um hátíðarnar. Þar voru u.m.þ.b. 20 hjól. Menn hittust og skiptust á skoðunum. Ísaksturinn brúar bilið á milli hausts og vors, þannig að menn detti ekki alveg úr öllum hjólagír.
Haukur var með nýja KXF 250cc four stroke og leifði mönnum að prufa. Þvílík græja.
Það er vert umhugsunar efni sem við hjólamenn þurfum að hugleiða. Oft er talað um að birgja brunninn áður enn barnið dettur ofan í hann. Ég held tvímælalaust að það eigi við í þessu efni. Við ísaksturinn eru menn annað hvort á Trellleborg nöglum eða á þar tilgerðum skrúfudekkjum með allt að 600 skrúfur í afturdekkinu. Menn eru að ná allt að 100 km hraða. Oftast eru menn að keyra í miklu návígi, í beygjum eru menn yfirleitt á miklu spóli (sérstaklega Trelleborginn). Því má líkja dekkinu sem keðjusög á miklum snúning. Skrúfurnar eru smíðar til að borast inn í timbur og eru því flugbeittar og oddhvassar. Það er því mín skoðun að menn þyrftu að setja einhverjar reglur eins og að hafa sjálfvirkan ádrepara þegar menn detta af hjólinu og jafnvel skerma(bretti) sem fylgja dekkinu og hylja allt að 50% af dekkinu. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef svona dekk færi á spóli á 80 km hraða yfir andlit eða löpp.
Vona að menn hugleiði þetta. Nú er lag fyrir mótorhjólabúðirnar að bjóða ádrepara og bretti fyrir hjólamenn.
Þór Þorsteinsson
Snæfellsjökull
Árleg tilraun til að komast á Snæfellsjökul um áramót, sem er sennilega einn ruglaðasti tími ársins til þess, var gerð á annan í jólum. Leiðangurinn er gerður út frá Hafnarfiði undir nafninu “ Heimskan vinnur fyrir rest“ og er gerður til úrvinnslu á jólamat.
Toggi & Væringinn ásamt 4 félögum djöfluðust frá birtingu og fram í myrkur, og komust skellihlæjandi um 2/3 áleiðis og ca. 2 jólalítrum léttari.
Staðan er sem sagt: 3-0 fyrir jöklinum.
Fjör um helgina
Hörkufjör var á Hvaleyrarvatni um helgina og gera menn ráð fyrir að hátt í 40 manns hafi látið sjá sig í það heila. Kleifarvatn heillaði einn tug manna sem léku sér þar á laugardag og sunnudag. Staðfestar fréttir herma að sunnudagsrúntur bifreiðar endaði í átta hringjum á Krísuvíkurvegi og síðan tveim veltum.