Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Heyrst hefur AÐ:

: Stjórn VÍK sé full alvara með nýarsheitið „full gjöf og engar bremsur“

: VÍK sé alveg við að fá leyfi fyrir bikarkeppni á Rauðavatni.

: Sú keppni verði n.k Laugardag frá 10-14.

: Keppnin verði ef veðurguðirnir haldi áfram á sömu braut.

: Það verði tvær samhliða brautir sem keppt verði í og þar af leiðandi sáralítil hætta á samstuði.

: Þetta verði stuttir sprettir 2-3 hringir með útlsáttarformi.

: Skrúfur og naglar verði í sitt hvorum flokknum.

: Vélarstærð komi til með að skipta minna máli, amk fyrir þá sem eru á nöglum.

: Það þurfi ekki tímatökugræjur.

: Allir geti verið með sem nenna að hafa hjólin í lagi og tryggingar á hreinu.

: Ef enginn nennir þá verði gaman hjá stjórn VÍK.

: Gjaldið verði 3000 kr og greitt á staðnum.

: Það væri gott ef þeir sem nenna að mæta sendi línu á okkur til að auðvelda okkur skráninguna.

En sennilega eru fáir til í svona fjör, jólasteikin þung á meltunni og best að vera ekkert að leika sér.

Frost á fróni.

Nú er frost á fróni og frís þá í hjólum vökvi nema:images

Nýleg og góð olía sé á mótor.

Góður og nýlegur frostlögur sé á vatnskassa.

Ísvari sé í bensíni. ATH of seint er að setja ísvara í bensínið eftir að rakinn í bensíntanki fer að frysta. ( Raki kemur frá gömlu bensíni sem hefur staðið í einhvern tíma í tanki eða á brúsa, innspýtingarhjól eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu ) Best er að vera með nýtt bensín á hjólinu og setja ísvara í það.

EF Á AÐ HJÓLA Á ÍS EÐA Í SNJÓ:

Þá verður að vera neyðar ádrepari.

Gott er að leiða öndunarslöngur frá mótor og blöndung upp í lofthreinsarann.

Lopi eða góð hlíf yfir blöndung / innspýtingu er gott að hafa þannig að síður frjósi í blöndung. Reyndar hafa nokkrir snillingar lagt hitalagnir frá vatnskassa utnan um blöndunginn til að halda honum frostfríum.

Gott er að hafa handahlífar ( poka ) yfir stýrishandföngum.

EF HJÓLAÐ ER Á ÍS!!!!!!!!!! VINSAMLEGAST TAKIÐ TILLIT TIL ANNARS ÚTIVISTARFÓLKS. VIÐ HJÓLAFÓLK ERUM EKKI ÞAU EINU SEM ERU Á FERÐINNI Í KULDANUM.

imagesCAT0T0P6
Já sæll, ætli sveinki sé kominn til byggða?

 

HEYRST HEFUR:

IMG_0156AÐ: VÍK ætli sér að koma mönnum á ís.

AÐ: Það verði mjög nálægt höfuðborginni.

AÐ: Þetta gæti orðið gaman.

AÐ: Það sé gert ráð fyrir samhliða sprettum.

AÐ: það þurfi samt frost.

: Það sé spuning hvort að einhver nenni að mæta í svona game.

AÐ: Þetta verði alveg löglegt.

ATH: Kannski algjörlega óstaðfestar fréttir.

Breytt dagskrá og tímataka í ískrossinu um helgina

20130227_103712Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

 Kveðja úr Mývatnssveit

Dagskráin er hér: Lesa áfram Breytt dagskrá og tímataka í ískrossinu um helgina

Skráningarfrestur í ískrossið rennur út kl. 21 og verður EKKI framlengdur!

Skráningarfrestur í 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í ískrossi rennur út í kvöld á www.msisport.is og verður ekki framlengdur. Það er því ekki eftir neinu að bíða ef menn hafa hug á að taka þátt og skemmta sér í góðum hóp á Mývatni um helgina