Í janúarhefti Dirt Bike Rider mun birtast grein um ískross á Íslandi. Blaðið verður fáanlegt um miðjan desember en hluta af greininni er að finna á þessari slóð. www.dirtbikerider.co.uk
4
Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross
Akstur á frosnum vötnum
Troðfullur salur
Ekki voru til sæti fyrir alla sem mættu á félagsfund AÍH. Mættir voru um 40 manns. Sýnt var 14 mínútna íscross vídeó-hristingur sem Ingvar Örn Karlsson hafði klippt saman. Heimir Barðasson hélt síðan fyrirlestur um ísdekk, búnað og ísakstur. Þorgeir Ólason, Jón H Magnússon, Reynir Jónsson og fleiri tóku virkan þátt í þessum fyrirlestri og lögðu til ýmsar upplýsingar. Eftir stutt kaffihlé renndi Aron Reynisson yfir íscross keppnisreglurnar og væntanlegt fyrirkomulag á íslandsmótinu í íscrossi. Vélhjóladeild AÍH (áður VÍH) mun beita sér fyrir því að halda íslandsmótið í ár. Sköpuðust lifandi umræður um reglurnar og fyrirkomulagið. Til stóð að Verslunin Moto mundi vera með kynningu á einhverjum vörum en annaðhvort gleymdi Karl Gunnlaugsson þessu eða hann mætti of seint og komst ekki inn í húsið. Jón H. Magnússon frá JHM Sport setti því lokapunktinn á félagsfundinn með stuttum fyrirlestri.
Hvaleyrarvatn frosið
Seinnipartinn í gær (laugardag) náði vatnið að verða hjólafært. Voru nokkrir á ísnum fram í svarta myrkur. Ísinn er því klár og má búast við þó-nokkrum fjölda, eftir því sem líður á daginn og menn frétta af þessu
Fréttir að Norðan
„Hér hafa menn verið að keyra á ís á tjörninni við Skautahöllina. Mikill ís-áhugi hjá okkur. Verður jafnvel æfingarkeppni næsta laugardag, ef veður leyfir. Kristján Skjóldal, betur þekktur sem Dragsterökumaður og íslandsmeistari í Sandspyrnu, er búinn að selja draggann og kominn á 520 KTM og ný Trelleborg. Alinn upp á hjólum, enn aldrei keyrt á ís-dekkum áður. Alveg villtur á 520 hjólinu. Árni Grant fyrrum Torfærukappi og sleðameistari, er búinn að selja 2-stroke 550 KTM bombuna og kominn á 400 EXC KTM með „happytakka“ ( rafstarti.)Aldrei verið eins gaman og núna !! Gunni Hákonar WSA-Snocross maður og fyrrum sleðameistari, á 4-stroke 250 Yamaha hjólinu, keyrir á ísnum og stoppar bara til að tanka og sofa. Og Bóndinn á 450F Hondunni prjónar um allan ísinn með bros á vör. ( fraus víst brosið þegar hann prjónaði yfir sig.) Þegar byrjað að plana ferðir næsta sumar, og bara gaman. Mikil gróska á Dalvík þar sem Dalvíkurbær er að aðstoða strákana í að gera crossbraut, rétt utan bæjarins. Einnig uppgangur á Ólafsfirði og á Húsavík eru Birkir og félagar, búnir að fá lánað tún, og ætla að vera með braut í vetur á túninu, sem er flott fyrir nagladekkin. Hér hjá mér er boðið upp á kaffi og vínarbrauð, alltaf á miðvikudögum kl 09.3o Þar er farið yfir stöðuna og málin rædd. Baráttukveðjur…. Siggi B. / Motul.is“
Fjöldi manns á ísnum
Menn voru fljótir að bregðast við. Hvaleyrarvatn er frosið og á laugardaginn voru um 10 manns að hjóla. Í dag hafði þessi fjöldi aukist töluvert og skemmtu menn sér konunglega.
Hvaleyrarvatn
Búið er að mæla ísinn á Hvaleyrarvatni. Hann er spegilsléttur og 5 cm þykkur að meðaltali. Við þurfum að minnsta kosti 10 cm þykkan ís til þess að það teljist öruggt að hjóla á honum. Veðuspáin gerir ráð fyrir að það slakni á frostinu á föstudag og laugardag en síðan frysti aftur. Við getum því vonandi hjólað á ís í næstu viku. Eins og í fyrra er mælst til þess að ekið sé að Hvaleyrarvatni um Krísuvíkurveg en ekki í gegnum hesthúsahverfið. Einnig að bílum sé lagt við vestari enda vatnsins.