Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Heyrst hefur að múgur og margmenni, kvennmenn og karlmenni.

ætli að hjóla á ís í dag. En þú?

 

Kannið ísinn vel áður en farið er út á hann

Síðustu daga hefur hitastigið nokkrum sinnum farið upp í 4 til 5°C hér á suðvesturhorninu þó svo að nú sé aftur farið að frysta.  Ísinn gæti því verið nokkuð ótraustur á sumum stöðum og skorum við á ökumenn að kanna vel aðstæður áður en ætt er út á ísinn.  Aðstæður breytast fljótt og er alltaf ráðlegt að kanna hvort ísinn sé nógu traustur fyrir akstur.  Hafravatn á nokkuð langt í land í að verða nógu öruggt og þarf nokkuð gott frost í nokkra daga áður en það verður hæft til ísaksturs.  Við Hafravatn þarf að gæta sérstakrar varúðar því vatnið er mjög djúpt.

Tími félagsgjaldanna runninn upp

Á þessum árstíma er líklegt að hjólaspenningurinn fari að gera vart við sig. Ekki er seinna að vænna að fara að æfa sig því nú er réttur mánuður í fyrstu motocrosskeppnina í Íslandsmótinu.

Einnig er tímabært að borga félagsgjöldin í klúbbinn sinn. Félagar í VÍK geta smellt hér og endurnýjað áskriftina sína en þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta smellt hér. Til að geta komist inná félagakerfið þarf að skrá sig fyrst sem notandi á motocross.is (sem er frítt!).

Ársgjaldið er 5.000 krónur eins og í fyrra.

Þeir sem vilja greiða fjölskyldugjald (Allir í fjölskyldunni sem eru með sama lögheimili-9000kr) Smellið hér

Frakkar á Vatnajökli

Hjörtur Líklegur gróf upp flotta heimildarmynd og birti á Fésinu sínu í gær. Myndin er frá leiðangri nokkurra Frakka sem segjast vera fyrstir til að fara á mótorhjólum á Bárðarbungu á Vatnajökli. Myndin er frá þeim tímum þegar orð eins og utanvegaakstur og hjálmur voru ekki í almennum orðaforða, líklega á fyrri hluta áttunda áratugarins.


Íslandsmótinu í Íscrossi lokið

Mynd: Karl Gunnlaugsson
Frá Mývatni um helgina

Um helgina fóru fram önnur og þriðja umferðin í Íslandsmótinu í íscrossi á Mývatni. Önnur umferðin var haldin á laugardag og þriðja umferðin á sunnudag. Veðrið setti strik í reikninginn á föstudag og þurfti að fresta 3 motoinu í tveimur flokkum fram á sunnudag. Mývetningar eru höfðingjar heim að sækja og keppnishaldið til mikillar fyrirmyndar að venju.

Íslandsmeistarar urðu Kári Jónsson í vetrardekkjaflokki, Bjarni Hauksson í Unglingaflokki og heimafólkið Jón Ásgeir Þorláksson í Opnum flokki og Signý Stefánsdóttir í Kvennaflokki.

Úrslit 2. umferð

Lesa áfram Íslandsmótinu í Íscrossi lokið