Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Akstur á motocrosshjóli á skíðasvæðinu í Bláfjöllum

Vefnum hefur borist stutt grein og eru menn vinsamlega beðnir um að lesa og taka tillit til annara útivistarunnenda.

Góðan daginn.
Ég fékk þá frétt í dag að í gærkvöldi kl 20:20 mætti skíðagöngumaður sem var að ganga í skíðaspori á sléttunni við Suðurgilslyftu bláklæddum manni á motocrosshjóli sem ók eftir skíðasporinu og spændi það upp. Göngumaðurinn náði ekki að tala við ökumanninn en ræddi við annann ökumann motocrosshjóls á bílaplaninu við Suðurgilslyftuna um þetta, í allt voru á þessum tíma 5 ökumenn á motocrosshjólum á/við bílastæðið.

Við óskum eftir aðstoð ykkar við að koma því á framfæri við ökumenn motocrosshjóla að þeir virði reglur um bann við akstri utan vega á skíðasvæðinu í Bláfjöllum svo ekki séu skemmd okkar íþróttamannvirki, sem eru skíðabrekkur og skíðaspor, sem lögð eru með ærnum tilkostnaði.

Bestu kveðjur með óskum um góðan íþróttavetur

Þóroddur F. Þóroddsson, formaður Skíðagöngufélagsins Ulls

Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Lesa áfram Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Vetrardagatal MSÍ

MSÍ hefur gefið út keppnisdagatal fyrir veturinn 2012. Því miður er engin Enduro-cross keppni á dagatalinu þetta árið.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 28. Janúar Íslandsmót Reykjavík/ Sauðárkrókur/ Mývatn VÍK / AM
Sno-CC 4. Febrúar Íslandsmót Reykjavík / Bláfjöll TTK / VÍK
Snjóspyrna 10. Febrúar Bikarmót Akureyri KKA
Ís-Cross 11. Febrúar Íslandsmót Akureyri KKA / AM
Snjóspyrna 16. Mars Bikarmót Mývatn AM
Ís-Cross 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 14. Apríl Íslandsmót Akureyri KKA

(SNO-CC er snjócross og Cross-country á vélsleðum)

Fjör á Hafravanti í dag 11.12.11

Fjör á Hafravatni
Það er ekki að sjá að hjólafólk sé undir sæng þó að það sé vetur úti. Nokkrir svellkaldir nýta sér ísinn einns mikið og mögulegt er. Einnig hefur heyrst af nokkrum ferskum rúllandi um á ísnum að kvöldlagi. Heyrst hefur að þar sé talið  um að ræða geimverur eða Kötlu, en þar eru víst um að ræða nokkra vel upplýsta mótorhjólamenn að stunda æfingar á ís að kvöldlagi.
Óli G.

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is