Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Kári, Þorgeir, Ingvi og Signý Íslandsmeistarar í Íscrossi

Daði Erlingsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í síðustu umferð ársins í Íscrossi sem haldin var á Mývatni í gærkvöldi. Kári Jónsson sem var með fullt hús stiga fyrir mótið, vann fyrsta mótóið en í öðru og þriðja mótóinu gekk ekki eins vel og endaði hann fimmti og þriðji. Fyrir lokamótóið var þá komin smá spenna í titilbaráttuna en Kári hafði það að lokum og sigraði í Íslandsmótinu með 16 stiga forystu. Jón K. Jacobsen (Nonni lóbó) vann þó síðasta mótó ársins og vann silfurverðlaun í keppninni.

Guðbjartur Magnússon sigraði í Unglingaflokki en Ingvi Björn Birgisson varð Íslandsmeistari.

Jón Ásgeir Þorláksson sigraði í Opnum flokki með fullt hús stiga en Þorgeir Ólason varð annar og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn.

Signý Stefánsdóttir sigraði á heimavelli í kvennaflokknum með fullt hús stiga. Hún var einu mótói, því fyrsta á árinu) frá því að vinna titilinn með fullt hús stiga. Hún endaði 21 stigi á undan Ásdísi Elvu Kjartansdóttur.

Mývatnsmótið 2011

Smellið á fyrir stórt plakat

Hið árlega Mývatnsmót verður haldið helgina 18-20. mars. Nú er búið að snjóa hressilega og því tilvalið að skella sér í sleðatúr eins og í gamladaga yfir hálendið.  Allar nánari upplýsingar um mótið veita Stefán 895-4411 og Kristján 856-1160.

Ekki missa af hápunkti vetrarins, stútfull dagskrá og ný keppnisgrein lítur dagsins ljós, en það er Sno-Enduro.

Skráning er hafin á msisport.is

Dagskrá:

Lesa áfram Mývatnsmótið 2011

Kári vann í stærsta flokknum

Þessi mynd og fleiri frábærar á gudmann.is - smellið á myndina

Kári Jónsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í Íslandsmótinu í Íscrossi sem haldið var á Akureyri í gær. Mótið var haldið á Leirutjörn í tengslum við vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang.

Kári er með fullt hús stiga í Vetrardekkjaflokki sem er stærsti og fjölmennasti flokkurinn í Íscrossinu. Daði Erlingsson varð annar í gær og Sigurður Bjarnason varð þriðji og voru þá þrjú efstu sætin eins og í síðasta móti.

Þorgeir Ólason sigraði í Opna flokknum, Jón Ásgeir Þorláksson varð annar og Ragnar Ingi Stefánsson þriðji en Ragnar Ingi sigraði á Mývatni um daginn og munar nú aðeins fimm stigum á honum og Þorgeiri í stigakeppninni til Íslandsmeistara.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð önnur og Andrea Dögg Kjartansdóttir þriðja. Signý er þá komin með 11 stiga forystu í Íslandsmótinu en systurnar berjast hart sín á milli og aðeins eitt stig skilur þær að.

Lesa áfram Kári vann í stærsta flokknum

Önnur umferð í Íscrossinu

Frá Mývatni

Í kvöld rennur út skráningarfrestur í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, sem að þessu sinni fer fram á Akureyri. Nánar tiltekið mun keppnin fara fram á tjörninni við Leirunesti og verður örugglega mikill fjöldi áhorfenda. Þessa helgi fer fram stór vetrarsporthátíð á Akureyri sem heitir Éljagangur 2011. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.eljagangur.is

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar mun aðstoða KKA við framkvæmd mótsins og er tímaplanið hér.

Fyrsta umferðin í Íscrossi afstaðin

Kári Jónsson leikur listir sínar

Tekið af motosport.is

Í gær, laugardaginn 29 janúar, fór fram fyrsta umferðin í íscrossi og var hún haldin á Mývatni.  Mývetningar kunna þetta alveg og þarf ekkert að fara neinum orðum um framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði vel.  Það eina sem háði keppendum í dag að það var strekkingur sem hafði áhrif á ökumenn og féllu sumir meira að segja á ráslínu þegar verið var að stilla sér upp sökum vindhviða sem áttu til að skella á keppendum óumbeðnar.  Hátt í fjörtíu keppendur voru skráðir og ég gat ekki betur séð en flestir skemmtu sér ágætlega.  Kári var alveg með þetta í vetrardekkjaflokknum og var eiginlega aldrei ógnað í dag.  Meiri spenna var í opna flokknum þar sem „gömlu brýnin“ Toggi og Raggi áttust við um forystuna og endaði það með því að Raggi hafði þetta.  Önnur úrslit voru eftirfarandi:

Lesa áfram Fyrsta umferðin í Íscrossi afstaðin