Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Íscross – fréttatilkynning og dagskrá

Það lítur út fyrir að fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi ætli að verða  mjög sterkt mót en nú þegar er vitað að eftirfarandi mæta:

  • Kári Jónason Íslandsmeistari í enduró og akstursíþróttamaður ársins
  • Ingvi Björn Birgisson Íslandsmeistari í enduro B
  • Guðbjartur Magnússon Íslandsmeistari í motocross 85cc flokki
  • Bryndís Einarsdóttir akstursíþróttakona ársins
  • Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari í motocross kvennaflokki
  • Andrea Dögg Kjartansdóttir Íslandsmeistari í ískrossi kvennaflokki

Auk þessara mæta margar gamlar og nýjar kempur í mótið. Minnt er á að skráningu lýkur kl 21.00 í kvöld og að engar undantekningar frá þeirri reglu eru leyfðar. Ísinn á Mývatni er jarðýtuheldur og eru þeir í Akstursíþróttafélagi Mývatnssveitar þekktir fyrir vel skipulögð mót. Ekki spillir að öllum keppendum er boðið í Jarðböðin að lokinni keppni. Veðurspáin er hagstæð, en það spáir suðvestanáttum með með björtu veðri og lítilsháttar frosti norðaustanlands. Meðfylgjandi er dagskrá fyrir mótið og eru eftirfarandi í framkvæmdastjórn mótsins:

Lesa áfram Íscross – fréttatilkynning og dagskrá

Skráing í Íscrossið lýkur klukkan 21 í kvöld

Við minnum fólk á að skráning líkur klukkan 21 í kvöld á fyrstu umferðinni í Íslandsmótinu í íscrossi. Þetta verður svo reglan hér eftir, að skráning í Íslandsmót lýkur klukkan 21 á þriðjudagskvöldi fyrir keppni.

Þegar þetta er ritað eru 22 skráðir til leiks. Keppnin verður annars haldin á Mývatni og hér er fréttin um keppnina

Fyrsta umferðin í Íscrossi eftir rúma viku

1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Mývatni laugardaginn 29. janúar. Skráning er hafin á www.msisport.is og lýkur á þriðjudagskvöld.

Keppendur ATH. nú rennur skráningartími alltaf út kl: 21:00 á þriðjudagkvöldi fyrir keppnishelgi. Ekki verður um neinar undantekningar að ræða með skráningu eftir að skráningarfrestur rennur út. Við viljum benda keppendum á að athuga aðgang sinn að heimasíðu MSÍ tímanlega, ekki verður tekið við símtölum á elleftu stundu ef keppendur ná ekki að skrá sig inn.

Þeir sem eru í vandræðum með innskráningu þurfa að hafa samband við formann þess aðildarfélags MSÍ sem viðkomandi er skráður í. Það er hægt að skrá sig inn á heimasíðuna án þess að klára skráningu í viðkomandi keppni til þess að athuga hvort innskráning virkar.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Opnum flokki
  • Vetrardekkjaflokki
  • Kvennaflokki
  • Unglingaflokki (keyrir með Vetrardekkjaflokks ef 5 eða fleiri skrá sig)
  • 85cc flokki (keyrir með Kvennaflokki ef fleiri en 5skrá sig).

Öllum keppendum er boðið frítt í Jarðböðin að keppni lokinni og er um að gera að nýta sér það. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar sér um keppnishaldið og eins og flestir vita klikkar það ekki.

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

Hjólað á Ísilögðu Hafravatni

Hirðljósmyndarinn og Ferðamaðurinn á ísspjalli. ( Ásgeir og Sverrir )

 Þrátt fyrir kulda og trekk létu gallharðir hjólarar það ekki á sig fá og tættu upp ísinn á Hafravatni. Forvitnilegt að sjá muninn á þeim sem keyra um á skrúfum ( járnbrautarteinum ) og þeim sem keyra um á trellum. En væntanlega jafn skemmtilegt hvort sem er undir tuggunum. Fullt af fólki og mikil skemmtun í gangi. Lesa áfram Hjólað á Ísilögðu Hafravatni

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is