Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Frábær Klausturskeppni afstaðin

Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn
Guðbjartur og Gulli sáttir eftir daginn

Guðbjartur Magnússon og Gunnlaugur Karlsson sigruðu heildarkeppnina á Klaustri í gær með flottum akstri en þeir fóru heila 16 hringi á 6 klukkustundum og 5 mínútum.

Það viðraði ekki sérlega vel á okkur í gærmorgun aldrei þessu vant, rigning og þéttur vindur mættu keppendum þegar þær mættu á staðinn. Það stytti þó upp áður en keppni hófst en bætti í staðinn í vind en það truflaði ekki gleðina á þessum magnaða stað.

Lesa áfram Frábær Klausturskeppni afstaðin

Klaustur 2015 Minnispunktar

KLAUSTUR 2015. MINNISPUNKTAR

  1. ATH að einungis verður skaffað eitt límmiðasett á eitt hjól fyrir hvern keppanda. Hægt er að panta aukasett hjá Merkistofunni gegn sanngjörnu gjaldi.
  2. Skoðun – pappírsfrágangur og keppendafundur verður miðvikudaginn 27. maí nk. hjá BL á Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík frá kl: 18:15 – 20:00. Koma þarf með kvittun fyrir félagsgjöldum ( eða félagsskírteini ) og pappíra fyrir tryggingarstaðfestingu. Hjól VERÐA að vera í lagi, bremsur – öll handföng og grip heil, engir hlutir á hjóli sem gætu skaðað aðra keppendur ( brotin plöst eða handahlífar )
  3. Skoðun verður einnig á Klaustri föstudaginn 29. maí 2015 kl. 19-21 og laugardag 910:30. Eftir það verða engin hjól skoðuð = engin keppni fyrir þá sem koma ekki fyrir 10:30!
  4. Hvetjum alla sem tök hafa á að koma á Sævarhöfðann n.k miðvikudag og klára sín mál til að flýta fyrir á laugardeginum.
  5. Ath. að í pittinum á Klaustri er ekki heimilt að gista þe. tjalda eða vera með húsbíla. Sér tjaldstæði verður rétt hjá keppnisbrautinni .
  6. Til að koma með hjól í skoðun á Klaustri: Ekki er heimilt að gangsetja og keyra á hjólunum, nota skal handaflið sem er jú góð upphitun. Í keppninni og fyrir start skal aka um pittinn í 1. gír. Brot á því kostar 10 mín VÍTI í keppninni.

Keppendalistinn á Klaustri 2015

Góðir hálsar, gleðin er skammt undan og hér er keppendalistinn sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Aron Berg Pálsson sigraði skráningarkeppnina í ár – líklega annað árið í röð, geri aðrir betur! „Skráningardeild VÍK“  aka Einar Sverrisson hefur legið yfir listanum í allan dag og lagað þær skráningar sem óskað var eftir og fundið út úr þeim fjölmörgu sem „gleymdu“ að skrá keppnisfélagann í hasarnum í skráningunni. Enn vantar þó nafn og upplýsingar um tvo keppendur á listann og væri gott að fá upplýsingar um þau sem allra fyrst!

Fjöldi keppenda er rétt yfir 200 í þetta skiptið og þó það hefði verið gaman að sjá fleiri þá munu eftirtaldir vonandi skemmta sér konunglega. Brautin var amk. merkt um helgina og er í sínu albesta formi. Listinn er hér fyrir neðan – skoðun hefst svo hjá BogL á morgun miðvikudag kl. 18.15.  Sjáumst þar. Lesa áfram Keppendalistinn á Klaustri 2015

OKKUR VANTAR AÐSTOÐ

Okkur vantar ennþá viljuga til að hjálpa okkur í brautargæslu. Á morgun, Laugardaginn 16. Maí vantar okkur enn amk þrjá til að vinna með okkur.

Okkur vantar brautarverði í Enduro CC laugardaginn 16. Maí. Þarna er mjög gott að koma inn í sportið og fá að eiga góðan tíma með skemmtilegu fólki og enn fremur að fá að aka um þetta svæði.

Okkur vantar brautarverði í Klausturskeppnina laugardaginn 30. Maí. Þurfum varla að ræða þetta 🙂 svæðið er geggjað, skemmtunin frábær. Við sköffum bensín á hjólin, mat í tunnuna og hamborgara í eftirrétt.

Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á vik@motocross.is    Gott væri ef hægt er að taka fram nafn, aldur og símanúmer. Einnig má hringja í Óla S: 6903500

Klaustur
Klaustur

Enduro Hella
Enduro Hella

Klaustur 2015

Það er ekki hlaupið að því að græja svo stóra keppni sem Klausturskeppnin er. Margar sjálfboðahendur þurfa að koma þar að svo dæmið gangi upp. Á Klaustri er hópur vaskra sjálfboðalið sem fer hreint hamförum um svæðið þessa dagana í að breyta og bæta brautina undir stjórn Kjartans Kjartanssonar. Í fyrra var byrjað á því að snapa saman brotnum og gömlum vegstikum sem Vegagerðin hefur ánafnað okkur. Þar sem almenn bjarsýni er innan hópsins, sem kemur að keppninni, töldum við í upphafi að „slatti“ af stikum væri næginlegt til að merkja upp brautina. En bjartsýni dugar víst ekki ein og sér til að merkja alla þessa kílómetra. Sem betur fer eigum við góða að og vonumst við til að það efni sem næst að snapa saman á þessu ári fari langt með merkingar á brautinni. Amk þá er stefnt á að allir nýjir kaflar verði merktir með plasstikunum. Nýjasti skammturinn sem við fengum er nú hjá yfirsmiðnum okkar honum Pálmari P sem mun rista þær í tvennt til að auka magnið.

Dágóður skammtur sem dugar þó bara í smá part af brautinni. Það þarf nokkur þúsund stykki til að allt gangi upp.
Dágóður skammtur sem dugar þó bara í smá part af brautinni. Það þarf nokkur þúsund stykki til að allt gangi upp.
Á þessari mynd sést hversu vel brautarmerkingarnar sjást með þessum stikum. Kjartan og félagar eru að vinna kraftaverk.
Á þessari mynd sést hversu vel brautarmerkingarnar sjást með þessum stikum. Kjartan og félagar eru að vinna kraftaverk.

 

ENDURO – KLAUSTUR 2015. SKRÁNING

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk.

miðvikudagskvöld kl. 20 á vef MSÍ – Það er á morgun 08.04.2015

Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á miðvikudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu?

Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar, aðrir flokkar og aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 30. maí. Keppnisgjald er, 14.000 kr. á mann. Flokkar eru þeir sömu og 2014.

Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um

leið til að létta á “skráningardeildinni” síðar.

Eftirfarandi flokkar eru í boði. Vinsamlegast vandið valið!!

Tvímenningur

Járnkarlinn

Járnkerlan

Paraflokkur

Afhvæmaflokkur

Kvennaflokkur

Þrímenningur

90+ flokkur

100 + Flokkur

110 + Flokkur

135 + Flokkur

150 + flokkur

Þetta þarftu að hafa á hreinu:

VERA SKRÁÐUR OG GREIDDUR Í MX EÐA ENDUROKLÚBB INNAN MSÍ. 

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014

2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til

keppni.

3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.

4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú

ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.

5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Stjórn VÍK