Ráslistinn fyrir Klaustur er þá loksins klár. Flestir hafa fengið ný númer, en hafa þó haldið stöðu sinni í rásröðinni. Ýmsar gloppur voru í listanum og þegar lið voru færð fram til að fylla í auð rásnúmer þá eðlilega riðlast öll númer.
Munið að í keppnisgjaldinu fylgir límmiða kitt fyrir liðið, þannig að það verða allir vel merktir á Klaustri.
Í því sambandi er rétta geta þess að það er ekki leyfilegt að vera með önnur númer á hjólinu eða treyjum.
Nú er bara að halda áfram að gera allt klárt fyrir næstu helgi!
KEPPENDAFUNDUR á miðvikudaginn !!
Á miðvikudaginn 23.05.2012. Kl 18:30 hjá bifreiðaumboðinu BL, Sævarhöfða 2.
Öllum keppendum er boðið til kynningarfundar n.k. miðvikudag og á sama tíma er keppendum boðið að koma með hjól, hjálm og pappíra til skoðunar.
Það er um að gera að nýta sér þetta til að lækka stressfaktorinn þegar kemur að keppninni. Þeir sem ganga frá skoðun og skráningu fá einnig úthlutað límmiða-kittinu með keppnisnúmerinu.
Skoðunin verður opin til kl. 20:00.
ATH þeir sem ekki hafa greitt keppnisgjaldið hafa ekki keppnisrétt. Sjá meðfylgjandi keppendalista hér fyrir neðan.