Svona verður hringurinn í ár! 14,5 kílómetrar
Svona verður hringurinn í ár! 14,5 kílómetrar
Nú styttist í að opnað verður fyrir skráningu í Klausturskeppnina – Transatlantic Offroad Challenge 2012.
Eins og frægt er orðið þá fór allt í handaskolum hjá okkur í þessum málum í fyrra, en nú vonumst við eftir betra gengi.
Eins og um var rætt þá munu þeir sem voru skráðir í fyrra, ganga fyrir varðandi þáttöku í ár.
Nafnalistinn sem gildir er listinn eins og hann leit út þann 12.06.2011 og verður hann settur fram hér á vefnum.
Keppendur sem eru á þeim lista, fá tvær vikur til þess að forskrá sig í keppnina í vor (opnun á það auglýst síðar).
Þegar þeim skráningartíma lýkur, verður opnað á skráningu í þau sæti sem eftir standa. Þá mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gjaldið í keppnina í ár er kr. 13.000 en þeir sem nýta sér forskráninguna (þ.e. þeir sem eru á listanum frá í fyrra) þurfa aðeins að greiða kr. 10.000. Við þetta tilefni er gott að benda á að megnið af kostnaði við keppnishaldið féll á keppnina þó hún hafi ekki farið fram. Áætlaður „sparnaður“ var ca 2500 kr. og greiða „2011 keppendur“ 3000 kr. lægra keppnisgjald í ár.
Nánari upplýsingar, tímasetningar og reglur varðandi þetta verða settar hér á vefinn á næstu dögum.
Kveðja, keppnisstjórn Transatlantic Offroad Challenge 2012
MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2012.
Helsta breytingin frá fyrra ári er sú að nú eru 6 keppnir í Íslandsmótinu í motocrossi þar sem aðeins 5 bestu gilda hjá hverjum keppanda. Svipaða sögu er að segja um Íslandsmótið í Enduro þar sem nú eru 4 keppnir og 3 bestu gilda.
Klaustur keppnin verður haldin 27.maí er nánari frétta að vænta frá henni innan fárra daga.
KEPPNISDAGATAL MSÍ 2012 | ||||
Grein: | Dagsetning: | Mótaröð: | Staðsetning: | Aðildarfélag: |
MX | 5. Maí. | Íslandsmót | Sólbrekka | VÍR |
Enduro/CC | 12. Maí. | Íslandsmót | Reykjavík / Suðurland | VÍK / VÍR |
6 tímar. | 27. Maí. | Off-Road 6 tímar | Klaustur | VÍK / MSÍ |
MX | 2. Júní. | Íslandsmót | Ólafsfjörður | VÓ |
Enduro/CC | 16. Júní. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
MX | 7. Júlí. | Íslandsmót | Akranes | VIFA |
MX | 21. Júlí. | Íslandsmót | Selfoss | MÁ |
Enduro/CC | 28. Júlí. | Íslandsmót | Egilsstaðir | START |
MX | 4. Ágúst. | Unglingamót | Selfoss | UMFÍ / MSÍ / MÁ |
MX | 11. Ágúst. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
MX | 25. Ágúst. | Íslandsmót | Reykjavík Bolalda | VÍK |
Enduro/CC | 8. Sept. | Íslandsmót | Reykjavík / Suðurland | VÍK / VÍR |
Enduro | 24. – 29. Sept. | Alþjóðlegt | ISDE Six Days | FIM / Þýskalnd |
MX | 29. & 30. Sept. | Alþjóðlegt | MX of Nation | FIM / Belgía |
Árshátíð | 10. Nóvember. | Uppskeruhátíð | Reykjavík | MSÍ |
Nánari dagatal, með sandspyrnum og fleira, má finna á vef MSÍ.
Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.
Stjórn VÍK.
Miðasala á MSIsport.is
Eins og frægt er orðið, þá var keppninni á Klaustri 2011 á endanum aflýst. Það var þó ekki gert fyrr en eftir tilraun til að bjarga henni. Rétt áður en að upprunalegum keppnisdegi kom, hófst gos í næsta nágrenni. Ekki góð staða og gríðarlegt undirbúningsstarf virtist unnið fyrir „gíg“! En viti menn! Gosið var stutt og eins og hendi væri veifað, gerði norðanáhlaup og askan sem allt ætlaði að gleypa, virtist að mestu fokin á haf út. Aftur sást í tún og engi og ekki virtist vanta nema góða rigningu til að skola burt síðustu öskukornunum. Brúnin léttist á mönnum og vonin vaknaði um að bjarga mætti keppninni, enda nokkur þrýstingur frá vélhjólasamfélaginu um það. Lesa áfram Klaustur eða ekki Klaustur