Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Tjaldsvæði við Ásgarð – ekki á Klaustri

Til mín hringdi kona, einn aðstandenda tjaldstæðisins og var afskaplega óglöð. Hún hefur, að sögn, haft slæma reynslu af veru hjólafólks á tjaldstæðinu sem er engan veginn gott afspurnar. Samskiptamáti hennar var reyndar ekki til þess fallinn að bjóða upp á gott samstarf eða til að bjóða hjólafólk velkomið inn á svæðið. VÍK stendur fyrir keppninni á sunnudag en engu frekara skemmtanahaldi og keppendur eru því alfarið á eigin ábyrgð að keppni lokinni.

Félagið á gott samstarf við lögreglu og greiðir björgunarsveit staðarins með glöðu geði fyrir veitta aðstoð við að halda uppi röð og reglu um helgina og fram á aðfararnótt  mánudagsins. Við getum hins vegar ekki tekið ábyrgð á hegðun allra sem sækja svæðið heim.

Félagið hvetur því keppendur til að nýta sér aðstöðuna á Ásgarði, eða annars staðar en á Klaustri – nú eða hreinlega halda heim á leið strax að keppni lokinni. Þá keppendur sem gista fyrir austan hvetjum við til að vera sér og sportinu til fyrirmyndar í alla staði.

Eigum gott samstarf við alla, verslum mat, gistingu og bensín á Klaustri og eigum gleðilega og góða helgi.

Kveðja, Hrafnkell Sigtryggsson formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins

 

Ráslisti – uppfærður

All nokkrir hafa sýnt því áhuga að selja sæti sitt á Klaustri.  Reynt hefur verið að miðla milli manna upplýsingum og nokkur sæti hafa skipt um eigendur.  Því miður var framboð heldur meira en eftirspurnin og þess vegna nokkrir sem sitja uppi með sæti á Klaustri – því miður!   Þeir sem sendu inn á skraning@msisport.is og hafa ekki fengið svör eru þá enn eigendur af sæti. Vonandi ná þeir á einhvern hátt að nota það.
Nýr ráslisti er  hér meðfylgjandi.  Vinsamlegast farið vel yfir hann og sendið leiðréttingar ef þarf, tafarlaust á skraning@msisport.is

Lesa áfram Ráslisti – uppfærður

Klaustur 2011

Fundur með keppendum verður í húsnæði Ingvars Helgasonar að Sævarhöfða 2
110 Reykjavík á morgun, Þriðjudag 07.06.11, kl 18:30. – 20:00.

Keppendur fá keppnisnúmerin, reglur og upplýsingar um keppnissvæðið ofl. Þeir sem ekki eiga kost á að mæta á fundinn geta nálgast keppnisnúmerin í Moto að Rofabæ 7, 110 Reykjavík á opnunartíma fram að helgi. Einnig verða keppnisnúmer afhent við skoðun á keppnisstað.

Dagskrá keppnishelgarinnar verður birt hér á netinu á Miðvikudag.

Sjálfboðaliða vantar á Klaustur – Keppnisgæsla og skoðun

Halló allir áhugasamir!

Það vantar tilfinnanlega fólk í ýmiss störf á Klaustri.  Þeir sem hafa t.d. áhuga á að vera í „Race police“ vinsamlegast hafið samband við Svavar Kvaran (svavark@gmail.com).  Þeir sem þegar hafa tilkynnt sig til keppnis-gæslustarfa vinsamlegast staðfesstið við Svavar.
Gott er að menn/konur hafi yfir hjóli að ráða við gæslustörf í keppninni sjálfri, en ekki algjört skilyrði.
Einnig þarf fólk í almenn gæslustörf á svæðinu bæði á laugardeginum og á sunnudeginum.  Látið endilega Svavar vita af ykkur.

Þá þarf aðila sem gætu aðstoðað við skoðun – bæði á laugardeginum (ca. mili 15 og 19) og svo á sunnudagsmorgun (milli 09 og 11).
Áhugasamir skoðunarmenn sendi Einari skeyti á  eis@keppn.is

Viltu selja – viltu kaupa pláss á Klaustri?

Hverjum og einum er frjálst að gera það sem hann vill með sæti sitt á Klaustri.  Menn geta t.d. gefið frænku sinni plássið, geymt það til öryggis fram á síðustu stundu eða þá selt Gísla í húsinu á móti.  Eina sem þarf að passa er að tilkynna um breytingar á skraning@msisport.is og gefa þá upp fullt nafn og kennitölu þess sem er að hætta við og þess sem tekur við.

Þeir sem vilja selja en hafa ekki kaupanda geta sent inn upplýsingar á skraning@msisport.is og boðið plássið til sölu.  Sömuleiðis geta þeir sem vilja kaupa einnig sent inn beiðni á sama netfang.  Á báða bóga gildir „fyrstur kemur fyrstur fær“.  Þannig munu fyrstu tvö plássin sem boðin eru til sölu í tvímenningi verða seld þeim sem fyrstur biður um pláss fyrir tvo í tvímenningi.
Lesa áfram Viltu selja – viltu kaupa pláss á Klaustri?

En ef ég get ekki mætt á Klaustur !??

Nokkur umræða hefur orðið um stöðuna sem kom upp vegna eldgossins í Grímsvötnum.  VÍK neyddist til þess að fresta keppninni um óákveðinn tíma á meðan staðan var óljós.  Nú hefur komið á daginn að gosið var ekki langvinnt né heldur askan á svæðin svo mikil að hún setji stopp á keppnishald.  Þess vegna hefur verið ákveðið að halda keppnina þ. 12. júni n.k.
Eins og gefur að skilja þá setur þetta strik í reikninginn fyrir suma en hentar öðrum jafnvel betur. Langflestir eru sjálfsagt í einhverjum vandræðum með gistingu, en við því geta menn brugðist á ýmsan máta.  Einhverjir ætla bara að keyra fram og til baka og aðrir munu taka með sér tjaldið.  Þar sem er vilji þar finnast ráð.

Lesa áfram En ef ég get ekki mætt á Klaustur !??