Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Ný dagssetning komin á Klausturskeppnina!


Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.
Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins

Klausturskeppninni frestað um óákveðinn tíma!

Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011

Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.

Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.

Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.

Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.

Stjórn VÍK og MSÍ

 

Klausturskeppnin

Tímasetning á keppninni er óbreytt þangað til annað kemur í ljós.

Enn er ekki vitað um umfang eða tímalengd gossins. Fylgist með hér á síðunni.

Stjórn VÍK.

Klaustur – Alvaran byrjar í skoðuninni

Þetta hjól fengi aldrei skoðun - enda ekki með neitt keppnisnúmer

Nú fer hver að verða síðastur að gera klárt fyrir Klaustur.  Það fyrsta sem keppandi þarf að gera þegar austur er komið, er að koma sér og hjólinu í skoðun.  Fái keppandi ekki grænt ljós í skoðun – þá mun hann ekki keppa !!
Það er því eins gott að vera með þetta á hreinu – og það á nú ekki að vera svo erfitt.
Ef þú lest aðeins lengra og fylgir eftirfarandi reglum þá ertu þegar komin hálfa leið í keppninni  😉

Lesa áfram Klaustur – Alvaran byrjar í skoðuninni

Allt að gerast fyrir Klaustur

Númeramerkingarnar á hjólin fyrir Klaustur eru að renna út úr  prentvélinni. Væntanlega verða þau klár til afhendingar í byrjun næstu viku. Fylgist með hér á netinu.

Brautarverðir og Starfsfólk á Klaustri

VÍK vantar sjálfboðaliða til að sinna brautargæslu og fleirra á Klausturskeppninni 28 Maí. Æskilegt er að hafa Enduro/Crosshjól eða fjórhjól til brúks og áhöld eins og bakpoka og sleggju.Einnig erum við með verkefni sem ekki krefjast þess að hjól séu brúkuð.

Þeir sem hafa áhuga á því að sinna brautargæslu á Klaustri ættu að setja sig í samband við Svavar á e-mail svavark@gmail.com