Nú þegar goslokum hefur verið lýst yfir í Grímsvötnum og eftir að staðan á brautarstæðinu hefur verið könnuð er komin ákvörðun um að halda keppnina um hvítasunnuhelgina, sunnudaginn 12. júní nk. Askan hefur að miklu leiti fokið í burtu og rigningin undanfarið daga hefur bundið hana verulega. Undirbúningur fyrir keppnina er því hafin að nýju og keppendur geta tekið gleði sína á ný.
Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins
Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur
Klausturskeppninni frestað um óákveðinn tíma!
Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011
Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.
Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.
Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.
Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.
Stjórn VÍK og MSÍ
Klausturskeppnin
Tímasetning á keppninni er óbreytt þangað til annað kemur í ljós.
Enn er ekki vitað um umfang eða tímalengd gossins. Fylgist með hér á síðunni.
Stjórn VÍK.
Klaustur – Alvaran byrjar í skoðuninni
Nú fer hver að verða síðastur að gera klárt fyrir Klaustur. Það fyrsta sem keppandi þarf að gera þegar austur er komið, er að koma sér og hjólinu í skoðun. Fái keppandi ekki grænt ljós í skoðun – þá mun hann ekki keppa !!
Það er því eins gott að vera með þetta á hreinu – og það á nú ekki að vera svo erfitt.
Ef þú lest aðeins lengra og fylgir eftirfarandi reglum þá ertu þegar komin hálfa leið í keppninni 😉
Allt að gerast fyrir Klaustur
Brautarverðir og Starfsfólk á Klaustri
VÍK vantar sjálfboðaliða til að sinna brautargæslu og fleirra á Klausturskeppninni 28 Maí. Æskilegt er að hafa Enduro/Crosshjól eða fjórhjól til brúks og áhöld eins og bakpoka og sleggju.Einnig erum við með verkefni sem ekki krefjast þess að hjól séu brúkuð.
Þeir sem hafa áhuga á því að sinna brautargæslu á Klaustri ættu að setja sig í samband við Svavar á e-mail svavark@gmail.com