Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Vinnuferð á Klaustur.

Öflugar vinnukonur.

Það var öflugur hópur VÍKverja sem skundaði af stað eldsnemma á Sumardeginum fyrsta til að gera og græja aðstöðuna fyrir 6t keppnina á Klaustri. Unnið var við að setja upp niðuskipt skiptisvæði, merkja brautina, ásamt því að gera alla umgjörð betur úr garði.

Ábúendur á Ásgarði eiga mikið lof skilið því að þau eru öll af vilja gerð til að keppnin verði í framtíðinni ein sú besta skemmtun sem við hjólafók komum að. Þau eru að útbúa salernisaðstöðu, ( sem btw verður með heitu vatni ) tjaldstæði og fíneríi. Einnig hafa þau lagt mikla vinnu í að gera mýrina frægu þannig úr garði að það verði ekkert mál að rúnnta um hana. Við tókum prufuhring um brautina og sáum það að miðað við aðstæður nú þá verður þetta geðveikt í endaðan Maí. Þökkum frábærum félögum fyrir aðstoðina.

Stjórnin. Lesa áfram Vinnuferð á Klaustur.

Keppendalistinn fyrir Klaustur

Jæja strákar og stelpur! – Hér kemur listinn yfir þá sem eru skráðir til keppni í hina ýmsu flokka á Klaustri. Listanum er raðað eftir flokkum og í stafrófsröð á „Liðsstjóra“.
Unnið er að því að raða keppendum á línur og verður stuðst við alþjóðlega aðferðafræði við það – þ.e.a.s. raðað verður eftir flokkum og tillit verður m.a. tekið til þess í hvaða sæti menn kláruðu á Klaustri í fyrra.
Vegna þess hve illa ÍSÍ kerfið brást við álaginu þá er mjög erfitt að lesa út hverjir skráðust fyrstir. Þar fyrir utan var mjög misjafnt hve fljót fólk brást við seinni hluta skráningarferlisins, þ.e. að senda upplýsingar um liðsfélagana á skraning@msisport.is.   Enn eru nokkrir sem ekki hafa gengið frá þessu!  Drífa sig nú þið sem eruð með spurningarmerki sem liðsfélaga!!
Þegar niðurröðun verður lokið (eftir ca. 5-10 daga) þá verður listinn settur á netið.

Vinsamlegast sendið allar fyrirspurnir/leiðréttingar vegna listans á „skraning@msisport.is“

Lesa áfram Keppendalistinn fyrir Klaustur

UPPSELT Á KLAUSTUR

Það tók 2 klukkustundir að skrá 400 manns í TransAtlantic Off-road Challenge sem fram fer á Kirkjubæjarklaustri í maí. Skráningin hefði eflaust verið enn fljótari ef vefþjónn MSÍ hefði náð að anna eftirspurninni.

Eitthvað þarf að vinna í skráningarmálum og taka saman gögn. Vonandi fáum við heildar keppnislista innan nokkurra daga.

Stóra stundin nálgast

Í kvöld fer fram stærsta internetkeppni ársins! Skráningin á Klaustur hefst í kvöld klukkan 22 á vef MSÍ. Mikið er í húfi því fyrr sem þú skráir þig því framar ertu á ráslínu!

Talsverð hefð er fyrir því að menn séu full ákafir á startlínunni svona snemma á vorin, gleymi innsoginu (lykilorðinu sínu), týni hjálminum (kreditkortinu) og að hjólið verði bensínlaust (tölvan verði batteríslaus). Menn þurfa að undirbúa sig andlega gegn allskonar mótlæti t.d. eru alltaf líkur á krassi í fyrstu beygju (þ.e. að serverinn hrynji). Menn þurfa þá bara að anda djúpt og bíða aðeins. Lesið leiðbeiningarnar yfir aftur og byrjið uppá nýtt.

Gangi ykkur vel!

p.s. Bara til að hafa það á hreinu þá er keppnisgjaldið 10.000 krónur á mann.

Keppnisreglur fyrir Klaustur

MSÍ og VÍK hafa gefið út keppnisreglur fyrir TransAtlantic Off-Road Challenge (Klaustur). Fljótt á litið eru ekki miklar breytingar en vissir hlutir eru útskýrðir nánar en áður. Stærsta breytingin er án efa að „Vítið“ er orðið 10 mínútur og þriðja vítið merkir vísun úr keppni. Með þessu er gefið til kynna að hart verður tekið á svindli.

Algjör skyldulesning fyrir alla keppendur.

Klaustur reglur