Í kvöld fer fram stærsta internetkeppni ársins! Skráningin á Klaustur hefst í kvöld klukkan 22 á vef MSÍ. Mikið er í húfi því fyrr sem þú skráir þig því framar ertu á ráslínu!
Talsverð hefð er fyrir því að menn séu full ákafir á startlínunni svona snemma á vorin, gleymi innsoginu (lykilorðinu sínu), týni hjálminum (kreditkortinu) og að hjólið verði bensínlaust (tölvan verði batteríslaus). Menn þurfa að undirbúa sig andlega gegn allskonar mótlæti t.d. eru alltaf líkur á krassi í fyrstu beygju (þ.e. að serverinn hrynji). Menn þurfa þá bara að anda djúpt og bíða aðeins. Lesið leiðbeiningarnar yfir aftur og byrjið uppá nýtt.
Gangi ykkur vel!
p.s. Bara til að hafa það á hreinu þá er keppnisgjaldið 10.000 krónur á mann.