Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Tékklisti fyrir Klaustur

Svona létt yfirferð yfir helstu hluti sem þurfa að vera klárir á fimmtudaginn.

  1. Skrá sig í klúbb/Borga félagsgjaldið. VÍK eða einhvern annan klúbb
  2. Skrá sig á msisport.is kerfið. Nýskráningar fara fram á www.felix.is. Það tekur allt að einn dag að verða virkt þannig að það er best að gera þetta NÚNA
  3. Búa til lið! Tveggja manna? Þriggja manna? Eða bara að taka sóló?
  4. Tékka hvort kreditkortið sé í gildi og eitthvað sé eftir af heimildinni.
  5. Taka frá fimmtudagskvöldið klukkan 22! Þá byrjar skráningin á www.msisport.is

Svo hafið þið 12 vikur til að kaupa hjól og hjálm, merkja gallann, koma ykkur í form, æfa sig að keyra í sandi, panta gistingu og smyrja samlokur.

Skráning í Klaustur hefst 10.mars

Startið á Klaustri í fyrra

Klausturskeppnin, Transatlantic Offroad Challenge 2011 verður haldin 28. maí í 10. sinn

Ein fjölmennasta íþróttakeppni og langstærsta akstursíþróttakeppni sem haldin hefur verið hérlendis, Klausturskeppnin svokallaða verður haldin á Kirkjubæjarklaustri um 28. maí nk. Skráning í keppnina hefst fimmtudagskvöldið 10. mars kl. 22. Síðastliðið ár skráðu yfir 400 manns sig til keppni á innan við sólarhring og því vissara að vera viðbúinn þegar skráning hefst þar sem keppendafjöldi í ár takmarkast við 400 manns.

Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ, Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands standa að keppninni ásamt landeigendum á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur. Keppnin á síðasta ári laðaði að sér um 460 keppendur. Þá reyndist brautin mörgum keppendum og hjólum gríðarlega erfið en stór mýrarfláki reyndist ófær er leið á keppnina sem varð til þess að brautinni var breytt þegar leið á keppnina. Undanfarið  hefur gríðarleg vinna verið lögð í að gera keppnissvæðið betur úr garði, slóða hefur verið ýtt upp í gegnum mýrina alræmdu auk þess sem brautin hefur verið lengd.

Lesa áfram Skráning í Klaustur hefst 10.mars

Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar. Sumarið er rétt handan við hornið og félagið þarf þinn stuðning. Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.

Vorverkin í Bolaöldu og Álfsnesi hefjast von bráðar og það er margt sem okkur vantar til að geta staðið okkur í sumar. Félagið vantar m.a. dráttarvél og margt fleira sem nauðsynlegt er að útvega sem allra fyrst. Auk þess kostar það einfaldlega stórfé að byggja upp og reka aksturssvæðin og því þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum.

Félagið heldur úti tveimur svæðum og hjá því er starfsmaður í vinnu auk sumarstarfsmanns sem er kostnaðarsamt. Fjöldi manns vinnur líka sjálfboðastarf á vegum félagsins við að halda keppnir, byggja upp svæðið og tryggja rétt okkar á slóðum og vegum landsins.

Lesa áfram Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Crossfitæfingar VÍK í beinni útsendingu HÉR!!!

Það er hörkustemning á Crossfit Moto æfingum VÍK í CrossFit Reykjavík. Æfingarnar hafa verið gríðarlega vel sóttar en 25-30+ manns á öllum aldri hafa sótt æfingarnar frá því október. Nú er takturinn farinn að herðast og fólk er nú þegar í svakalegu formi. Hægt er að fylgjast með æfingum í beinni útsendingu á mánudags og fimmtudagskvöldum kl.20-21 og miðvikudagskvöldum kl. 19-20.

Lesa áfram Crossfitæfingar VÍK í beinni útsendingu HÉR!!!

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti