Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

ENDURO – KLAUSTUR 2015

Það styttist í skráningu í ENDURO – KLAUSTUR 2015.

ERTU BÚINN AÐ GRÆJA FÉLAGSGJÖLDIN? SKRÁNINGARSÍÐA HÉR

ERTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ AÐGANG AÐ www.msisport.is INNSKRÁNINGU?

NÁNARI UPPÝSINGAR UM KEPPNINA OG KOSTNAÐ VERÐA BIRTA  HÉR Á SÍÐUNNI 07.04.2015.

Fallegt er þetta.
Fallegt er þetta.

ENDURO – KLAUSTUR 2015. SKRÁNING

imageEftir langa og stranga fundi hefur stjórn VÍK loksins komist að niðurstöðu með upphaf skráningar í ENDURO – KLAUSTUR 2015 keppnina.

Skráning hefst 8. April kl 20.00. Og að venju verður skráning í gegnum MSÍ kerfið.

Fyrir þá sem eru ekki með dagsetninguna á hreinu þá er keppnin á dagskrá þann 30.05.2015. Sjá má keppnisdagskrá MSÍ HÉR 

Þetta verður að vera á hreinu áður en keppendur skrá sig.

1. Greiddur meðlimur í Motocross / Enduro félagi sem er  innan MSÍ.

2. Vera með aðgang að skráningarsíðu MSÍ: SJÁ HÉR  Um að gera að hafa þetta á hreinu tímalega.

ERTU EKKI BÚINN AÐ GANGA FRÁ FÉLAGSGJÖLDUNUM HJÁ VÍK ÞETTA ÁRIÐ?

ER EKKI MÁLIÐ AÐ SKELLA SÉR Í ÞAÐ NÚNA? SKRÁNINGARSÍÐA HÉR

Það er þannig að félag verður ekki rekið án félagsmanna, sem borga félagsgjöld, sem fara í að reka félagið fyrir félagsmenn.

Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

Hvað fékkst þú fyrir peninginn sem þú borgaðir í Keppsigjöld á Klaustri.

  1. Eitt skemmtilegasta svæði landsins fyrir svona keppni.
  2. Styrktir ýmis góð málefni, björgunarsveit, leikskóla, sjúkrabíla, VÍK, ofl ofl.
  3. En síðast en ekki síst þá fáum við frábært framlag frá landeigendum að Ásgarði. Þeir eru þegar byrjaðir að undirbúa Klaustur 2015 með því að lagfæra alla slóðana eftir okkur. Þetta er með því besta sem þú færð fyrir peninginn þinn.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.

Lesa áfram Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

TAKK FYRIR OKKUR.Við skemmtum okkur frábærlega enn eitt árið.

Stjórn VÍK vill þakka öllum þeim sem komu að Klausturskeppninni 2014.

Heiðursfólkinu að Ásgarði þökkum við fyrir frábært samstarf og alla þá ómældu vinnu sem þau hafa lagt fram.

Þessi heiðursmaður á allar þakkir skilið enda brautarlögnin að mestu honum að kenna :) Til að heiðra hann hefur brúin verið nefnd eftir honum og heit hér í frá Kjartans-brú.
Þessi heiðursmaður á allar þakkir skilið enda brautarlögnin að mestu honum að kenna 🙂 Til að heiðra hann hefur brúin verið nefnd eftir honum og heitir héðan í frá Kjartans-brú.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa! Þetta er hún Bína Blíða. Það væri sennilega einfaldara að telja það upp sem hún aðstoðar okkur ekki við.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa! Þetta er hún Bína Blíða. Það væri sennilega einfaldara að telja það upp sem hún aðstoðar okkur ekki við.

Lesa áfram TAKK FYRIR OKKUR.Við skemmtum okkur frábærlega enn eitt árið.

Það þarf sterk bein til að vera keppnisstjóri.

Það eru ekki margir sem geta borið það að vera keppnisstjórar í tæplega 300 manna keppni.

Innan okkar raða eru þó menn sem eru til í að taka að sér stórar ákvarðanir og gera svo til allt fyrir sportið. Karl Gunlaugsson var keppnisstjóri í Klausturskeppninni 2014 og gerði það með glæsileika eins og oft áður. TAKK FYRIR OKKUR.

Hér má sjá Karl að störfum og sér til þess að allt fari að settum reglum.
Hér má sjá Karl að störfum og sér til þess að allt fari að settum reglum.

ÞAÐ ÞARF FÓLK EINS OG ÞAU!!!!!!!!!

Til að halda keppni eins og Klausturskeppnin er þarf mikið af góðu og fórnfúsu fólki. Án brautargæslu fólksins væri engin keppni haldin. Þessar hetjur gera það að verkum að við getum leikið okkur. Takk kærlega fyrir aðstoðina. Dóri „lögga“ sá um þann hluta fyrir okkur.

Dóri "lögga" var ekki með niena aukvissa með í gæslunni.
Dóri „lögga“ var ekki með neina aukvissa með í gæslunni.
Það voru mörg handtökin sem brautargæslan þurfti að sinna.
Það voru mörg handtökin sem brautargæslan þurfti að sinna.