Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

KlaustursPunktar – Merking hjóls og keppanda

Öll hjól skulu vera merkt réttu keppnisnúmeri.
Keppendur skulu vera með hjól tryggilega merkt á hliðarspjöldum þegar þau koma til skoðunar.  Í skráningu fá keppendur númer sem þeir þurfa að líma á framplötuna.  Ef þeir hafa merkt sjálfir framplötuna þurfa þeir í það minnsta  að líma merki keppninnar á framplötuna.
Keppnistreyjur mega ekki vera með annað númer en er gildandi í keppninni!

Uppfærður keppendalisti fyrir Klaustur

Einhverjar smávægilegar breytingar hafa orðið á keppendalistanum og hér er birtur uppfærðu keppandalisti. Enn eru einhverjir möguleikar á að menn detti út, þannig að þeir sem eru 10 efstu á biðlistanum mega senda símanúmer á vik@motocross.is ef þeir vilja láta ná í sig með hraði.

Keppendalistinn

KlaustursPunktar – Takmörkun umferðar

Hafið endilega í huga að öll umferð vélknúinna farartækja, annarra en keppenda og merktra starfsmanna, er stranglega bönnuð bæði laugar- og sunnudag.
Á laugardeginum er einnig takmörkun á akstri keppenda.  M.a. er ætlast til þess að hjól séu færð til skoðunar með DAUÐAN MÓTOR..!
Á keppnisdegi eru keppendur beðnir um að virða skilti þar sem ætlast er til þess að keyrt sé í fyrsta gír.  Þetta á við t.d. við skiptisvæðið og innan þjónustusvæðis.

Fyrirfram þakkir fyrir vinsamlegar móttökur  🙂

KlaustursPunktar – Skoðun á laugardeginum

Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum.  Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn.  Hann er ætlaður þeim sem þurfa “endurskoðun” eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu.  Hún er tvískipt.! 
Lesa áfram KlaustursPunktar – Skoðun á laugardeginum

Starfsmenn óskast

Um komandi helgi er Klausturskeppnin víðfræga og okkur vantar aðstoð við ýmislegt.

Brautargæsla:

Nú vantar okkur ca. 25 manns í brautargæslu og aðra aðstoð fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com Lesa áfram Starfsmenn óskast

Myndband frá Klaustri 2005 – Lið 90

Í liði 90 á Klaustri voru þeir Hlynur og Gunni. Hér er smá klippa frá þeim:

[flv width=“450″ height=“320″]http://www.motocross.is/video/mxtv/17/Klaustur2005.f4v[/flv]